Flugumferðarstjóri þvingaður til vinnu veikur 31. júlí 2006 22:49 MYND/Heiða Helgadóttir Flugumferðarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sem tilkynnti sig veikan í gærmorgun, var úrskurðaður vinnufær af trúnaðarlækni og í framhaldinu sagt að mæta til vinnu. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir atburðinn fáheyrðan og stórhættulegan. Að sögn Lofts Jóhannssonar, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra, hringdi starfsmaðurinn sig inn veikan um hálf tíu, klukkutíma áður en vaktin átti að hefjast, tók svo inn verkjalyf og lagði sig. Stuttu síðar hringdi trúnaðarlæknir fyrirtækisins í hann og boðaði hann á stofuna til sín í skoðun. Þegar maðurinn kvaðst ekki treysta sér til þess kom trúnaðarlæknirinn heim til hans, skoðaði hann og úrskurðaði hann vinnufæran. Síðan hafi maðurinn verið þvingaður til vinnu þrátt fyrir mótmæli sín. Upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands segir ekki rétt að tala um þvingun í þessu sambandi. Leyfilegt sé að biðja trúnaðarlækna um að skoða starfsmenn og trúnaðarlæknir hafi úrskurðað manninn vinnufæran. Maðurinn hafi leitað annars álits, sérstaklega í ljósi þess að hann hafði tekið inn verkjalyf, en sá læknir mat hann einnig vinnufæran, og taldi verkjalyfin farin úr honum. Maðurinn hafi þá mætt til vinnu. Trúnaðarlæknir hafi verið beðinn um að líta á manninn í ljósi deilna flugumferðarstjóra við Flugmálastjórn að undanförnu og mikilla veikinda starfsmanna. Loftur segir manninn hafa verið veikan. Vinnubrögð Flugmálastjórnar séu ótrúleg og ekki til fyrirmyndar. Flugumferðarstjórar eigi að vera heima þegar þeir séu veikir og treysti sér ekki til vinnu. Hætt sé við því að starfsmenn fari að mæta veikir til vinnu af ótta við heimsóknir trúnaðarlækna og valdbeitingu yfirmanna, og stofna þar með flugöryggi í hættu. Fréttir Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Flugumferðarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sem tilkynnti sig veikan í gærmorgun, var úrskurðaður vinnufær af trúnaðarlækni og í framhaldinu sagt að mæta til vinnu. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir atburðinn fáheyrðan og stórhættulegan. Að sögn Lofts Jóhannssonar, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra, hringdi starfsmaðurinn sig inn veikan um hálf tíu, klukkutíma áður en vaktin átti að hefjast, tók svo inn verkjalyf og lagði sig. Stuttu síðar hringdi trúnaðarlæknir fyrirtækisins í hann og boðaði hann á stofuna til sín í skoðun. Þegar maðurinn kvaðst ekki treysta sér til þess kom trúnaðarlæknirinn heim til hans, skoðaði hann og úrskurðaði hann vinnufæran. Síðan hafi maðurinn verið þvingaður til vinnu þrátt fyrir mótmæli sín. Upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands segir ekki rétt að tala um þvingun í þessu sambandi. Leyfilegt sé að biðja trúnaðarlækna um að skoða starfsmenn og trúnaðarlæknir hafi úrskurðað manninn vinnufæran. Maðurinn hafi leitað annars álits, sérstaklega í ljósi þess að hann hafði tekið inn verkjalyf, en sá læknir mat hann einnig vinnufæran, og taldi verkjalyfin farin úr honum. Maðurinn hafi þá mætt til vinnu. Trúnaðarlæknir hafi verið beðinn um að líta á manninn í ljósi deilna flugumferðarstjóra við Flugmálastjórn að undanförnu og mikilla veikinda starfsmanna. Loftur segir manninn hafa verið veikan. Vinnubrögð Flugmálastjórnar séu ótrúleg og ekki til fyrirmyndar. Flugumferðarstjórar eigi að vera heima þegar þeir séu veikir og treysti sér ekki til vinnu. Hætt sé við því að starfsmenn fari að mæta veikir til vinnu af ótta við heimsóknir trúnaðarlækna og valdbeitingu yfirmanna, og stofna þar með flugöryggi í hættu.
Fréttir Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira