Verslunarmannahelgin að bresta á 3. ágúst 2006 17:49 Af þjóðhátíð í Vestmannaeyjum MYND/Ómar Hátíðahaldarar bjóða upp á skemmtanir af ýmsum meiði um helgina, fyrir unnendur flugs og harmonikku, íþrótta og útivistar og ekki síst tónlistar. Allt er þetta að bresta á og erill verslunarmannahelgarinnar er einnig að hefjast hjá lögregluembættum landsins. Margt er um að vera um verslunarmannahelgina og úr vöndu að ráða þegar kemur að því að velja áfangastaðinn. Allir ættu þó að finna eitthvað við sitt hæfi, líka þeir sem vilja eyða verslunarmannahelginni í Höfuðborginni, en Innipúkahátíðin verður á Nasa við Austurvöll. Kjötsúpuferð verður farin frá Ísafirði til Heysteyrar, Síldarævintýrið verður endurvakið á Siglufirði og Ein með öllu í boði á Akureyri. Orðrómurinn segir að Sigurrós muni halda tónleika í Ásbyrgi á föstudagskvöldið, og Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið að Laugum í Þingeyjarsveit. Hátíðin Álfaborgarséns verður haldin á Borgarfirði eystra og Neistaflug verður í Neskaupstað. Þjóðhátíð í Eyjum er orðin meira en hundrað ára og verður haldin sem fyrr um verslunarmannahelgina. Tvær harmonikkuhátíðir eru í boði í ár, önnur í Svartaskógi við Egilsstaði og hin í Árnesi. Auk þess verður flughátíð í Múlakoti og kirkjuleg hátíð Hvítasunnukirkjunnar í Kirkjulækjarkoti. Flestar hátíðirnar sækjast helst eftir fjölskyldufólki og hleypa þess vegna ekki unglingum inn á svæðin án fylgdar fullorðinna. Sérstaklega er þó hægt að benda fjölskyldufólki á að fara í Galtalæk, á Úlfljótsvatn eða Vatnaskóg. Umferð er strax tekin að þyngjast eitthvað um allt land en gengur vel að sögn lögreglumanna á Selfossi, Hvolsvelli og Akureyri. Mikill straumur fólks liggur til Vestmannaeyja en í kvöld er svokallað húkkaraball. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur tekið eitthvað af fíkniefnum af flugfarþegum og í Herjólfi og aukinn viðbúnaður verður alla helgina. Fíkniefnamenn eru á vakt og aukavakt lögregluþjóna. Lögregluembætti landsins eru öll með aukinn viðbúnað og eftirlit til að stuðla að því að hátíðahöld um verslunarmannahelgina fari vel fram. Ýmis félagasamtök eru einnig með aukna starfsemi um helgina, þar má nefna Stígamót, karladeild Femínistafélags Íslands sem segir nei við nauðgunum og læknanema sem dreifa smokkum á ýmsum brottfararstöðum landsmanna. Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Hátíðahaldarar bjóða upp á skemmtanir af ýmsum meiði um helgina, fyrir unnendur flugs og harmonikku, íþrótta og útivistar og ekki síst tónlistar. Allt er þetta að bresta á og erill verslunarmannahelgarinnar er einnig að hefjast hjá lögregluembættum landsins. Margt er um að vera um verslunarmannahelgina og úr vöndu að ráða þegar kemur að því að velja áfangastaðinn. Allir ættu þó að finna eitthvað við sitt hæfi, líka þeir sem vilja eyða verslunarmannahelginni í Höfuðborginni, en Innipúkahátíðin verður á Nasa við Austurvöll. Kjötsúpuferð verður farin frá Ísafirði til Heysteyrar, Síldarævintýrið verður endurvakið á Siglufirði og Ein með öllu í boði á Akureyri. Orðrómurinn segir að Sigurrós muni halda tónleika í Ásbyrgi á föstudagskvöldið, og Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið að Laugum í Þingeyjarsveit. Hátíðin Álfaborgarséns verður haldin á Borgarfirði eystra og Neistaflug verður í Neskaupstað. Þjóðhátíð í Eyjum er orðin meira en hundrað ára og verður haldin sem fyrr um verslunarmannahelgina. Tvær harmonikkuhátíðir eru í boði í ár, önnur í Svartaskógi við Egilsstaði og hin í Árnesi. Auk þess verður flughátíð í Múlakoti og kirkjuleg hátíð Hvítasunnukirkjunnar í Kirkjulækjarkoti. Flestar hátíðirnar sækjast helst eftir fjölskyldufólki og hleypa þess vegna ekki unglingum inn á svæðin án fylgdar fullorðinna. Sérstaklega er þó hægt að benda fjölskyldufólki á að fara í Galtalæk, á Úlfljótsvatn eða Vatnaskóg. Umferð er strax tekin að þyngjast eitthvað um allt land en gengur vel að sögn lögreglumanna á Selfossi, Hvolsvelli og Akureyri. Mikill straumur fólks liggur til Vestmannaeyja en í kvöld er svokallað húkkaraball. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur tekið eitthvað af fíkniefnum af flugfarþegum og í Herjólfi og aukinn viðbúnaður verður alla helgina. Fíkniefnamenn eru á vakt og aukavakt lögregluþjóna. Lögregluembætti landsins eru öll með aukinn viðbúnað og eftirlit til að stuðla að því að hátíðahöld um verslunarmannahelgina fari vel fram. Ýmis félagasamtök eru einnig með aukna starfsemi um helgina, þar má nefna Stígamót, karladeild Femínistafélags Íslands sem segir nei við nauðgunum og læknanema sem dreifa smokkum á ýmsum brottfararstöðum landsmanna.
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira