Ekkert að marka íslensku fjárlögin? 4. ágúst 2006 18:37 Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu sína um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 þar sem fram kemur að enn eitt árið er eyðsla ráðuneyta og stofnana ríkisins umfram fjárlög. Fjórðungur fjárlagaliða ráðstöfuðu meiri fjármunum en þeir höfðu heimild til og einn fimmti allra fjárlagaliða fór meira en fjögur prósent fram úr fjárlögum, en þá þarf að grípa til sérstakra aðgerða. Ríkisendurskoðun segir þetta bera vott um meira agaleysi í fjárstjórnun ríkisins en tíðkist í löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. Meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslunni er að ekki skuli hafa verið gripið til raunhæfra aðgerða til að draga úr kostnaði við íslensku sendiráðin, og ljóst sé að jafnvel þurfi að loka einstökum sendiráðum ef halda á rekstri þeirra áfram. Helgi Hjörvar, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, segir skýrsluna enn eina falleinkunnina sem ríkisstjórnin fær frá Ríkisendurskoðun. Það virðist einfaldlega orðið þannig að ekkert sé að marka fjárlögin. Að sögn Helga virðist stofnanir ríkisins hættar að virða þau og ýmist sleppi því að nýta heimildir eða, eins og á síðasta ári, fari níu milljarða yfir heimildir. Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði í fréttum NFS í gær að verið sé að vinna að betrumbót á þessum málum, en þegar menn séu búnir að venja sig á eitthvað þá sé erfitt að venja menn af því. Helgi gefur lítið fyrir þau svör og segir þau lýsa agaleysi og hirðuleysi um stórt vandamál. „Það virðist einfaldlega mjög lítið hafa verið gert í fjármálaráðuneytinu til þess að taka á þessu," segir Helgi. Helgi hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar og gerir hann ráð fyrir að hann verði haldinn í lok næstu viku. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu sína um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 þar sem fram kemur að enn eitt árið er eyðsla ráðuneyta og stofnana ríkisins umfram fjárlög. Fjórðungur fjárlagaliða ráðstöfuðu meiri fjármunum en þeir höfðu heimild til og einn fimmti allra fjárlagaliða fór meira en fjögur prósent fram úr fjárlögum, en þá þarf að grípa til sérstakra aðgerða. Ríkisendurskoðun segir þetta bera vott um meira agaleysi í fjárstjórnun ríkisins en tíðkist í löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. Meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslunni er að ekki skuli hafa verið gripið til raunhæfra aðgerða til að draga úr kostnaði við íslensku sendiráðin, og ljóst sé að jafnvel þurfi að loka einstökum sendiráðum ef halda á rekstri þeirra áfram. Helgi Hjörvar, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, segir skýrsluna enn eina falleinkunnina sem ríkisstjórnin fær frá Ríkisendurskoðun. Það virðist einfaldlega orðið þannig að ekkert sé að marka fjárlögin. Að sögn Helga virðist stofnanir ríkisins hættar að virða þau og ýmist sleppi því að nýta heimildir eða, eins og á síðasta ári, fari níu milljarða yfir heimildir. Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði í fréttum NFS í gær að verið sé að vinna að betrumbót á þessum málum, en þegar menn séu búnir að venja sig á eitthvað þá sé erfitt að venja menn af því. Helgi gefur lítið fyrir þau svör og segir þau lýsa agaleysi og hirðuleysi um stórt vandamál. „Það virðist einfaldlega mjög lítið hafa verið gert í fjármálaráðuneytinu til þess að taka á þessu," segir Helgi. Helgi hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar og gerir hann ráð fyrir að hann verði haldinn í lok næstu viku.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira