Krefst rannsóknar á framgöngu lögreglu gegn mótmælendum 9. ágúst 2006 11:00 Flokksstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýsir þungum áhyggjum af þeim fréttum sem nú berast af hörkulegri framgöngu og aðgerðum lögreglunnar gegn mótmælendum Kárhnjúkavirkjunar, ferðalöngum og náttúruunnendum sem fara um hálendið í nánd við virkjunarsvæðin norðan Vatnajökuls og jafnvel þótt í verulegri fjarlægð sé frá öllum framkvæmdasvæðum sem tengjast byggingu virkjunarinnar. Í ályktun flokksstjórnar er minnt á að tjáningar- og skoðanafrelsi eru meðal hornsteina lýðræðis- og réttarríkisins og þar með rétturinn til að láta álit sitt í ljós og mótmæla enda sé það gert á friðsamlegan og viðeigandi hátt. Þá krefst flokkstjórn VG þess að þegar í stað fari fram rannsókn á framferði lögreglunnar og meintu harðræði af hennar hálfu og aðgerðum sem falið hafa í sér óþarfa og jafnvel ólögmæta hindrun á ferðum fólks um öræfi landsins, eins og segir í ályktun flokksstjórnar VG. Ennfremur segir að kanna þurfi sannleiksgildi þess þráláta orðróms að lögreglan hafi stundað umfangsmikla tilefnislausa og óheimila söfnun persónuupplýsinga, myndatökur og fleiri athafnir sem brjóti gegn friðhelgi einkalífs manna og ferðafrelsi. Lýsingar fólks af vettvangi á harkalegum aðgerðum lögreglu sem birst hafi í fjölmiðlum gefi fullt tilefni til tafarlausrar hlutlausrar rannsóknar. Þurfi ekki síður að hafa í huga orðstír lögreglumanna en mannréttindi og frelsi hins almenna borgara í þessu sambandi. Komi í ljós að lögreglan hafi farið offari, hvað þá gerst sek um ólögmætt athæfi, telur flokksstjórn VG að þurfi þegar í stað að grípa til aðgerða svo slíkt endurtaki sig ekki og þeir sem þar bera ábyrgð svari síðan til saka fyrir dómstólum. Fréttir Innlent Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Flokksstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýsir þungum áhyggjum af þeim fréttum sem nú berast af hörkulegri framgöngu og aðgerðum lögreglunnar gegn mótmælendum Kárhnjúkavirkjunar, ferðalöngum og náttúruunnendum sem fara um hálendið í nánd við virkjunarsvæðin norðan Vatnajökuls og jafnvel þótt í verulegri fjarlægð sé frá öllum framkvæmdasvæðum sem tengjast byggingu virkjunarinnar. Í ályktun flokksstjórnar er minnt á að tjáningar- og skoðanafrelsi eru meðal hornsteina lýðræðis- og réttarríkisins og þar með rétturinn til að láta álit sitt í ljós og mótmæla enda sé það gert á friðsamlegan og viðeigandi hátt. Þá krefst flokkstjórn VG þess að þegar í stað fari fram rannsókn á framferði lögreglunnar og meintu harðræði af hennar hálfu og aðgerðum sem falið hafa í sér óþarfa og jafnvel ólögmæta hindrun á ferðum fólks um öræfi landsins, eins og segir í ályktun flokksstjórnar VG. Ennfremur segir að kanna þurfi sannleiksgildi þess þráláta orðróms að lögreglan hafi stundað umfangsmikla tilefnislausa og óheimila söfnun persónuupplýsinga, myndatökur og fleiri athafnir sem brjóti gegn friðhelgi einkalífs manna og ferðafrelsi. Lýsingar fólks af vettvangi á harkalegum aðgerðum lögreglu sem birst hafi í fjölmiðlum gefi fullt tilefni til tafarlausrar hlutlausrar rannsóknar. Þurfi ekki síður að hafa í huga orðstír lögreglumanna en mannréttindi og frelsi hins almenna borgara í þessu sambandi. Komi í ljós að lögreglan hafi farið offari, hvað þá gerst sek um ólögmætt athæfi, telur flokksstjórn VG að þurfi þegar í stað að grípa til aðgerða svo slíkt endurtaki sig ekki og þeir sem þar bera ábyrgð svari síðan til saka fyrir dómstólum.
Fréttir Innlent Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira