Ekki frekari fjárfestingar í stóriðju 9. ágúst 2006 15:00 Íslensk stjórnvöld verða með skjótvirkum hætti að koma á efnahagslegu jafnvægi og ekki fara út í frekari fjárfestingu í stóriðju að mati sérfræðinga OECD. Þeir sjá einnig ástæðu til að minna íslenska ráðamenn á að mannauður er grundvöllur þess að efnahagslegur árangur síðasta áratugar viðhaldist. Um er að ræða reglubundna skýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum sem samin var eftir tvær heimsóknir sérfræðinga stofnunarinnar hingað til lands í ár. Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni á vef fjármálaráðuneytisins. Í skýrslunni segir að tekjur á einstaklinga hafi aukist hratt síðasta áratuginn. Undanfarið hafi hins vegar hagvöxtur verið sveiflukenndur sökum stórra fjárfestinga í orku- og áliðnaði og skuldsetningu heimilanna. Á næstunni þurfi efnahagsstjórn landsins að herða tökin til að koma verðbólgu aftur inn fyrir opinber markmið. Fjárlögum þurfi að framfylgja. Að mati skýrsluhöfunda ætti ekki að ráðast í frekari stórframkvæmdir fyrr en komið sé á efnahagsjafnvægi og ljóst sé hver raunverulegur ávinningur sé af þeim fyrir þjóðarbúskapinn, ekki síst með tillliti til umhverfisáhrifa. Skýrslan kemur með tillögur um hvernig megi laga menntakerfið að efnahagsumhverfi í örri þróun. Tillögurnar fela meðal annars í sér skólagjöld í háskólum og að hvetja fólk til að fara erlendis í nám í stað þess að bjóða allar námsleiðir. Skýrsluhöfundar telja Íbúðalánasjóð hamla húsnæðismarkaði. Stjórnvöld eigi að íhuga að leggja gjald á sjóðinn eða skipta honum upp til að greiða fyrir samkeppni. Fréttir Innlent Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Íslensk stjórnvöld verða með skjótvirkum hætti að koma á efnahagslegu jafnvægi og ekki fara út í frekari fjárfestingu í stóriðju að mati sérfræðinga OECD. Þeir sjá einnig ástæðu til að minna íslenska ráðamenn á að mannauður er grundvöllur þess að efnahagslegur árangur síðasta áratugar viðhaldist. Um er að ræða reglubundna skýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum sem samin var eftir tvær heimsóknir sérfræðinga stofnunarinnar hingað til lands í ár. Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni á vef fjármálaráðuneytisins. Í skýrslunni segir að tekjur á einstaklinga hafi aukist hratt síðasta áratuginn. Undanfarið hafi hins vegar hagvöxtur verið sveiflukenndur sökum stórra fjárfestinga í orku- og áliðnaði og skuldsetningu heimilanna. Á næstunni þurfi efnahagsstjórn landsins að herða tökin til að koma verðbólgu aftur inn fyrir opinber markmið. Fjárlögum þurfi að framfylgja. Að mati skýrsluhöfunda ætti ekki að ráðast í frekari stórframkvæmdir fyrr en komið sé á efnahagsjafnvægi og ljóst sé hver raunverulegur ávinningur sé af þeim fyrir þjóðarbúskapinn, ekki síst með tillliti til umhverfisáhrifa. Skýrslan kemur með tillögur um hvernig megi laga menntakerfið að efnahagsumhverfi í örri þróun. Tillögurnar fela meðal annars í sér skólagjöld í háskólum og að hvetja fólk til að fara erlendis í nám í stað þess að bjóða allar námsleiðir. Skýrsluhöfundar telja Íbúðalánasjóð hamla húsnæðismarkaði. Stjórnvöld eigi að íhuga að leggja gjald á sjóðinn eða skipta honum upp til að greiða fyrir samkeppni.
Fréttir Innlent Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira