Nýr forstjóri hjá Alfesca 10. ágúst 2006 11:10 Xavier Govare nýr forstjóri Alfesca. Mynd/Alfesca Xavier Govare hefur verið ráðinn forstjóri Alfesca. Xavier þekkir starfsemi félagsins vel en hann hefur verið forstjóri Labeyrie, dótturfélags Alfesca, frá árinu 2002. Undir hans stjórn hefur Labeyrie náð góðum árangri í rekstri og innleiðingu nýrra félaga sem bæst höfðu við félagið á síðustu árum undir hans stjórn, meðal annars Blini í Frakklandi, Vensy á Spáni og Farne í Bretlandi. Var það sameiginleg ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjórnar Alfesca að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess. Jakob Óskar Sigurðsson hefur látið af störfum eftir tveggja ára farsælt starf hjá félaginu. Undir hans stjórn hefur félagið vaxið og tekið miklum breytingum. Sú stefna sem mörkuð var fyrir um tveimur árum, að Alfesca yrði leiðandi framleiðandi kældra fullunninna matvæla á Evrópumarkaði, hefur gengið eftir en félagið er nú leiðandi á kjarnamörkuðum sínum í Frakklandi, Bretlandi og á Spáni. Hluti af innleiðingu þessarar stefnu voru kaupin á Labeyrie annars vegar og hins vegar sala á framleiðslu frystra afurða í Bandaríkjunum og Frakklandi, sölustarfsemi félagsins með lítt unnar sjávarafurðir og öðrum félögum sem ekki tengdust kjarnastarfsemi félagsins. Stjórn Alfesca þakkar Jakobi Óskari Sigurðssyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. „Árangursríkt breytingaferli hefur átt sér stað hjá félaginu á undanförnum árum," segir Jakob Sigurðsson. „Það var áhugavert að takast á við þetta verkefni og í dag er félagið vel í stakk búið til áframhaldandi vaxtar. Nú hefur vissum áfanga verið náð og í kjölfar þess var ákveðið að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess." Xavier Govare, sem er 48 ára gamall, er með gráðu í viðskiptum. Hann hóf störf hjá Labeyrie árið 1989 en áður hafði hann starfað sem stjórnandi hjá Unilever Best Food, sem er einn stærsti matvælaframleiðandi í heimi, og Novartis. Hann varð framkvæmdastjóri Labeyrie árið 1999 og hafði yfirumsjón með skráningu félagsins á franska hlutabréfamarkaðinn það ár. Xavier varð síðar forstjóri félagsins eftir afskráningu þess af hlutabréfamarkaði árið 2002. „Stefna Labeyrie group hefur í mörg ár verið að auka virði félagsins með því að leggja áherslu á framleiðslu eigin vörumerkja," segir Xavier Govare. „Þannig hefur okkur tekist að ná forystu á mörkuðum okkar og arðsemi aukist samkvæmt því. Eftir þessari stefnu hefur verið unnið hjá Alfesca." Xavier Govare er kvæntur og á fjögur börn, tvær dætur og tvo syni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Xavier Govare hefur verið ráðinn forstjóri Alfesca. Xavier þekkir starfsemi félagsins vel en hann hefur verið forstjóri Labeyrie, dótturfélags Alfesca, frá árinu 2002. Undir hans stjórn hefur Labeyrie náð góðum árangri í rekstri og innleiðingu nýrra félaga sem bæst höfðu við félagið á síðustu árum undir hans stjórn, meðal annars Blini í Frakklandi, Vensy á Spáni og Farne í Bretlandi. Var það sameiginleg ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjórnar Alfesca að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess. Jakob Óskar Sigurðsson hefur látið af störfum eftir tveggja ára farsælt starf hjá félaginu. Undir hans stjórn hefur félagið vaxið og tekið miklum breytingum. Sú stefna sem mörkuð var fyrir um tveimur árum, að Alfesca yrði leiðandi framleiðandi kældra fullunninna matvæla á Evrópumarkaði, hefur gengið eftir en félagið er nú leiðandi á kjarnamörkuðum sínum í Frakklandi, Bretlandi og á Spáni. Hluti af innleiðingu þessarar stefnu voru kaupin á Labeyrie annars vegar og hins vegar sala á framleiðslu frystra afurða í Bandaríkjunum og Frakklandi, sölustarfsemi félagsins með lítt unnar sjávarafurðir og öðrum félögum sem ekki tengdust kjarnastarfsemi félagsins. Stjórn Alfesca þakkar Jakobi Óskari Sigurðssyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. „Árangursríkt breytingaferli hefur átt sér stað hjá félaginu á undanförnum árum," segir Jakob Sigurðsson. „Það var áhugavert að takast á við þetta verkefni og í dag er félagið vel í stakk búið til áframhaldandi vaxtar. Nú hefur vissum áfanga verið náð og í kjölfar þess var ákveðið að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess." Xavier Govare, sem er 48 ára gamall, er með gráðu í viðskiptum. Hann hóf störf hjá Labeyrie árið 1989 en áður hafði hann starfað sem stjórnandi hjá Unilever Best Food, sem er einn stærsti matvælaframleiðandi í heimi, og Novartis. Hann varð framkvæmdastjóri Labeyrie árið 1999 og hafði yfirumsjón með skráningu félagsins á franska hlutabréfamarkaðinn það ár. Xavier varð síðar forstjóri félagsins eftir afskráningu þess af hlutabréfamarkaði árið 2002. „Stefna Labeyrie group hefur í mörg ár verið að auka virði félagsins með því að leggja áherslu á framleiðslu eigin vörumerkja," segir Xavier Govare. „Þannig hefur okkur tekist að ná forystu á mörkuðum okkar og arðsemi aukist samkvæmt því. Eftir þessari stefnu hefur verið unnið hjá Alfesca." Xavier Govare er kvæntur og á fjögur börn, tvær dætur og tvo syni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira