Alcoa kærir fjórtán mótmælendur 16. ágúst 2006 17:32 Vinna lá niðri hjá fjórtán hundruð manns hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði í morgun. Lögregla klifraði upp í krana til að ná mótmælendum niður. Alcoa Fjarðaál hefur kært fjórtán einstaklinga til lögreglunnar á Eskifirði og upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir þetta ekki verða liðið. Um sexleytið í morgun fóru þrettán einstaklingar inn á byggingarsvæði álversins í Reyðarfirði. Lögreglan á Eskifirði var kölluð til og handsamaði flesta þeirra innan stundar. Nokkrir höfðu komið sér fyrir í háum byggingarkrönum eða uppi á húsþökum svo lögreglan átti erfitt með að komast til þeirra. Alls stöðvaðist vinna að einhverju leyti í um átta klukkustundir. Einn mótmælandanna, Erasmus Talbott, sagðist vona að aðgerðir þeirra í dag bæru árangur. Vonandi myndi þetta vekja athygli fólks á málstað mótmælendanna. Alcoa Fjarðarál hefur kært mótmælendurna þrettán og einn að auki sem flutti þá á svæðið og aðstoðaði við innbrotið. Allir nema einn eru erlendir ríkisborgarar. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segir kærurnar koma til fyrst og fremst vegna öryggissjónarmiða. Ekki verði liðið að fólk stofni sér og öðrum í lífshættu. Einnig hafi hlotist fjárhagslegt tjón af vinnustöðvun sem hlaupi á tugum milljóna króna. Mótmælendurnir héldu því fram að bygging álversins væri ólögleg og vísuðu í dóm hæstaréttar því til stuðnings. Að sögn Ernu kallar sá dómur hins vegar eftir nýju umhverfismati, sem verið er að ljúka nú, en segir ekkert um lögmæti framkvæmdanna. Aðgerðir mótmælendanna séu ólöglegar og muni ekki verða liðnar verður ekki liðið Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Vinna lá niðri hjá fjórtán hundruð manns hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði í morgun. Lögregla klifraði upp í krana til að ná mótmælendum niður. Alcoa Fjarðaál hefur kært fjórtán einstaklinga til lögreglunnar á Eskifirði og upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir þetta ekki verða liðið. Um sexleytið í morgun fóru þrettán einstaklingar inn á byggingarsvæði álversins í Reyðarfirði. Lögreglan á Eskifirði var kölluð til og handsamaði flesta þeirra innan stundar. Nokkrir höfðu komið sér fyrir í háum byggingarkrönum eða uppi á húsþökum svo lögreglan átti erfitt með að komast til þeirra. Alls stöðvaðist vinna að einhverju leyti í um átta klukkustundir. Einn mótmælandanna, Erasmus Talbott, sagðist vona að aðgerðir þeirra í dag bæru árangur. Vonandi myndi þetta vekja athygli fólks á málstað mótmælendanna. Alcoa Fjarðarál hefur kært mótmælendurna þrettán og einn að auki sem flutti þá á svæðið og aðstoðaði við innbrotið. Allir nema einn eru erlendir ríkisborgarar. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segir kærurnar koma til fyrst og fremst vegna öryggissjónarmiða. Ekki verði liðið að fólk stofni sér og öðrum í lífshættu. Einnig hafi hlotist fjárhagslegt tjón af vinnustöðvun sem hlaupi á tugum milljóna króna. Mótmælendurnir héldu því fram að bygging álversins væri ólögleg og vísuðu í dóm hæstaréttar því til stuðnings. Að sögn Ernu kallar sá dómur hins vegar eftir nýju umhverfismati, sem verið er að ljúka nú, en segir ekkert um lögmæti framkvæmdanna. Aðgerðir mótmælendanna séu ólöglegar og muni ekki verða liðnar verður ekki liðið
Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira