Fagaðilar óttast breytingar 17. ágúst 2006 22:15 Björn Ingi Hrafnsson MYND/Hörður Sveinsson Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir viðbrögð fagaðila við nýju leikskólaráði lýsa ótta við breytingar. Leikskólinn muni styrkjast við breytinguna. Borgarráð samþykkti í dag að stofna nýtt leikskólaráð sem á að fara með málefni leikskólanna og daggæslu. Þessi mál hafa verið á forræði menntaráðs síðasta eina og hálfa árið. Björn Ingi vísar því á bug að með þessu sé verið að búa til formannsstól fyrir Sjálfstæðisflokk. Hann segir málefni leikskólans það mikilvæg að þau þurfi sér ráð. Í menntaráði hafi málefni leikskólans aðeins fengið 20% af tíma ráðsins. Í fréttatilkynningu segir að faglegar ástæður liggi að baki ákvörðun borgarstjórnar. Leikskólamálin fái ekki næga umfjöllun eins og er. Málið hafi verið rætt og fulltrúar meirihlutans hafi fengið ábendingar frá fagaðilum. Menntaráð fagnar einnig breytingunum. Fulltrúar leikskólakennara eru þó ekki á sama máli. Stjórn Kennarasamband Íslands sendi frá sér ályktun seinnipartinn í dag þar sem vinnubrögð meirihlutans eru fordæmd. Stjórnin segist vænta þess að borgarstjórn endurskoði ákvörðun sína. Leikskólastjórar hafa áður sent frá sér svipaða ályktun og Birni Inga Hrafnssyni, formanni borgarráðs, voru í morgun afhentar um 700 undirskriftir leikskólakennara sem mótmæltu klofningi menntaráðs harðlega. Björn Ingi segir þessi viðbrögð lýsa að einhverju leyti hræðslu við breytingar. Þessir sömu aðilar hafi mótmælt þegar fræðsluráð og leikskólaráð voru sameinuð í eitt menntaráð. Hann vilji því fullvissa fólk um að meirihlutinn hyggist standa vel að málum. Nýtt leikskólaráð muni efla leikskólann og styrkja. Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir viðbrögð fagaðila við nýju leikskólaráði lýsa ótta við breytingar. Leikskólinn muni styrkjast við breytinguna. Borgarráð samþykkti í dag að stofna nýtt leikskólaráð sem á að fara með málefni leikskólanna og daggæslu. Þessi mál hafa verið á forræði menntaráðs síðasta eina og hálfa árið. Björn Ingi vísar því á bug að með þessu sé verið að búa til formannsstól fyrir Sjálfstæðisflokk. Hann segir málefni leikskólans það mikilvæg að þau þurfi sér ráð. Í menntaráði hafi málefni leikskólans aðeins fengið 20% af tíma ráðsins. Í fréttatilkynningu segir að faglegar ástæður liggi að baki ákvörðun borgarstjórnar. Leikskólamálin fái ekki næga umfjöllun eins og er. Málið hafi verið rætt og fulltrúar meirihlutans hafi fengið ábendingar frá fagaðilum. Menntaráð fagnar einnig breytingunum. Fulltrúar leikskólakennara eru þó ekki á sama máli. Stjórn Kennarasamband Íslands sendi frá sér ályktun seinnipartinn í dag þar sem vinnubrögð meirihlutans eru fordæmd. Stjórnin segist vænta þess að borgarstjórn endurskoði ákvörðun sína. Leikskólastjórar hafa áður sent frá sér svipaða ályktun og Birni Inga Hrafnssyni, formanni borgarráðs, voru í morgun afhentar um 700 undirskriftir leikskólakennara sem mótmæltu klofningi menntaráðs harðlega. Björn Ingi segir þessi viðbrögð lýsa að einhverju leyti hræðslu við breytingar. Þessir sömu aðilar hafi mótmælt þegar fræðsluráð og leikskólaráð voru sameinuð í eitt menntaráð. Hann vilji því fullvissa fólk um að meirihlutinn hyggist standa vel að málum. Nýtt leikskólaráð muni efla leikskólann og styrkja.
Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira