Vill fá Hring aftur heim í Hringsdal 21. ágúst 2006 19:00 Landeigandi í Hringsdal vill að líkamsleifar landnámsmanns, sem fundust við uppgröft í dalnum í síðustu viku, verði fluttar aftur í dalinn til sýnis fyrir almenning. Forstöðumanni Fornleifastofnunar líst vel á hugmyndina en segir hana þó erfiða í framkvæmd. Fornleifafræðingar fundu í síðustu viku beinagrind af landnámsmanni við uppgröft í kumli í Hringsdal í Arnarfirði á Vestfjörðum. Kumlið reyndist einstaklega vel varðveitt. Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, segir það vera vegna óvenjulegra aðstæðna á staðnum en sandur hafi hlaðist ofan á kumlið og varnað því að fólk kæmist í það. Ásamt beinagrindinni fundust í gröfinni sverð sem er um metri á lengd, spjótsoddur, skjaldarbóla, kambur og alur eða hnífur. Minjarnar voru fluttar til Reykjavíkur fyrir helgi þar sem þær verða hreinsaðar og rannsakaðar frekar. Því er haldið fram að maðurinn í gröfinni sé Hringur sá er dalurinn er kenndur við. Munnmælasögur segja að hann hafi verið vígamaður mikill en fallið fyrir hendi fjandmanna sinna úr Arnarfirði. Hilmar Einarsson, landeigandi í Hringsdal, segist ekki trúa öðru eftir þennan fund en að munnmælasagan eigi sér stoð. Hilmar vill að líkamsleifar Hrings verði fluttar aftur vestur þar sem þær verði til sýnis fyrir almenning. Forstöðumaður Fornleifastofnunar fagnar öllum hugmyndum um að kynna menningararfinn en vegna strangra krafna um varðveisluskilyrði telji hann viðráðanlegra að koma upp sýningaraðstöðu á Bíldudal eða Hrafnseyri. Það kæmi honum ekki á óvart að ef menn haldi áfram uppgreftri á svæðinu finnist fleiri fornmenn og þá sé kominn stofn að sýningu um þennan merka þátt í menningarsögu landsins. Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Landeigandi í Hringsdal vill að líkamsleifar landnámsmanns, sem fundust við uppgröft í dalnum í síðustu viku, verði fluttar aftur í dalinn til sýnis fyrir almenning. Forstöðumanni Fornleifastofnunar líst vel á hugmyndina en segir hana þó erfiða í framkvæmd. Fornleifafræðingar fundu í síðustu viku beinagrind af landnámsmanni við uppgröft í kumli í Hringsdal í Arnarfirði á Vestfjörðum. Kumlið reyndist einstaklega vel varðveitt. Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, segir það vera vegna óvenjulegra aðstæðna á staðnum en sandur hafi hlaðist ofan á kumlið og varnað því að fólk kæmist í það. Ásamt beinagrindinni fundust í gröfinni sverð sem er um metri á lengd, spjótsoddur, skjaldarbóla, kambur og alur eða hnífur. Minjarnar voru fluttar til Reykjavíkur fyrir helgi þar sem þær verða hreinsaðar og rannsakaðar frekar. Því er haldið fram að maðurinn í gröfinni sé Hringur sá er dalurinn er kenndur við. Munnmælasögur segja að hann hafi verið vígamaður mikill en fallið fyrir hendi fjandmanna sinna úr Arnarfirði. Hilmar Einarsson, landeigandi í Hringsdal, segist ekki trúa öðru eftir þennan fund en að munnmælasagan eigi sér stoð. Hilmar vill að líkamsleifar Hrings verði fluttar aftur vestur þar sem þær verði til sýnis fyrir almenning. Forstöðumaður Fornleifastofnunar fagnar öllum hugmyndum um að kynna menningararfinn en vegna strangra krafna um varðveisluskilyrði telji hann viðráðanlegra að koma upp sýningaraðstöðu á Bíldudal eða Hrafnseyri. Það kæmi honum ekki á óvart að ef menn haldi áfram uppgreftri á svæðinu finnist fleiri fornmenn og þá sé kominn stofn að sýningu um þennan merka þátt í menningarsögu landsins.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira