Gíslataka í rússnesku fangelsi 4. september 2006 22:30 Lögreglumenn fyrir utan fangelsið. MYND/AP Rússneskum sérsveitarmönnum tókst í dag að frelsa menn sem gæsluvarðhaldsfangar í fangelsi í Moskvu tóku í gíslingu. Engan mun hafa sakað í atganginum en heyra mátti skothríð og sprengingar úr nokkurri fjarlægð. Enn er atburðarásin nokkuð óljós og fer tvennum sögum af því hve margir voru teknir í gíslingu. Ýmist er talað um tvo gísla, fangelsisstjórann og annan starfsmann fangelsinsin, eða fimmtán gísla. Í fangelsinu eru gæsluvarðhaldsfangar sem bíða þess að mál þeirra verið tekin fyrir af dómstólum. Meðan á umsátrinu um fangelsið hafði ein rússnesk fréttastofa eftir starfmanni fangelsisins að gíslarnir væru fimmtán sem er þvert á það sem einn stjórnenda fangelsisisn sagði eftir að gíslatökunni lauk. Þar sagði hann gíslana hafa verið tvö og engan sakað í áhlaupi sérsveitarmanna. Fyrr um daginn bárust einnig fréttir af því að fjörutíu fangar hefðu gert uppreisn en því var vísað á bug. Að sögn yfirvalda var reynt að semja við gíslatökumennina en að lokum hafi verið látið til skarar skríða og notaðar til þess hvellsprengjur og reykvélar til að hrella fangana og yfirbuga. Eftir að ráðist var til inngöngu mátti heyra skothríð og sprengingar í nokkurri fjarlægð frá fangelsinu. Yfirmaður fangelsinsi segir ljóst að villandi upplýsingum hafi verið lekið í fjölmiðla, og þær líkast til komið frá gíslatökumönnunum sjálfum. Itar-tass fréttastofan hefur eftir yfirmanni fangelsa í Rússlandi að aðgerð sérsveitarmanna hafi tekið eina og hálfa mínútu og valdi hafi verið beitt. NTV fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að fimm menn í fangelsinu hafi hlotið stungusár áður en sérsveitarmenn réðust til inngöngu. En hver svo sem atburðarásin var virðist sem gíslum hafi verið bjargað og gíslatökumennirnir megi eiga von á því að fá maklega málagjöld. Erlent Fréttir Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Rússneskum sérsveitarmönnum tókst í dag að frelsa menn sem gæsluvarðhaldsfangar í fangelsi í Moskvu tóku í gíslingu. Engan mun hafa sakað í atganginum en heyra mátti skothríð og sprengingar úr nokkurri fjarlægð. Enn er atburðarásin nokkuð óljós og fer tvennum sögum af því hve margir voru teknir í gíslingu. Ýmist er talað um tvo gísla, fangelsisstjórann og annan starfsmann fangelsinsin, eða fimmtán gísla. Í fangelsinu eru gæsluvarðhaldsfangar sem bíða þess að mál þeirra verið tekin fyrir af dómstólum. Meðan á umsátrinu um fangelsið hafði ein rússnesk fréttastofa eftir starfmanni fangelsisins að gíslarnir væru fimmtán sem er þvert á það sem einn stjórnenda fangelsisisn sagði eftir að gíslatökunni lauk. Þar sagði hann gíslana hafa verið tvö og engan sakað í áhlaupi sérsveitarmanna. Fyrr um daginn bárust einnig fréttir af því að fjörutíu fangar hefðu gert uppreisn en því var vísað á bug. Að sögn yfirvalda var reynt að semja við gíslatökumennina en að lokum hafi verið látið til skarar skríða og notaðar til þess hvellsprengjur og reykvélar til að hrella fangana og yfirbuga. Eftir að ráðist var til inngöngu mátti heyra skothríð og sprengingar í nokkurri fjarlægð frá fangelsinu. Yfirmaður fangelsinsi segir ljóst að villandi upplýsingum hafi verið lekið í fjölmiðla, og þær líkast til komið frá gíslatökumönnunum sjálfum. Itar-tass fréttastofan hefur eftir yfirmanni fangelsa í Rússlandi að aðgerð sérsveitarmanna hafi tekið eina og hálfa mínútu og valdi hafi verið beitt. NTV fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að fimm menn í fangelsinu hafi hlotið stungusár áður en sérsveitarmenn réðust til inngöngu. En hver svo sem atburðarásin var virðist sem gíslum hafi verið bjargað og gíslatökumennirnir megi eiga von á því að fá maklega málagjöld.
Erlent Fréttir Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira