Engin tengsl við al Qaeda 8. september 2006 22:30 George Bush, Bandaríkjaforseti. MYND/AP Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl séu á milli Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og leiðtoga al Qaeda hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem unnin var í fyrra og Öldungadeild Bandaríkjaþings birti í dag. Í aðdraganda Íraksstríðsins var látið að því liggja og því jafnvel haldið fram fullum fetum að tengsl væru á milli forsetans fyrrverandi og samtakanna. George Bush Bandaríkjaforseti sagði fyrir nokkru að sú staðreynd að Abu Musab al-Zarqawi, látinn leiðtogi al Qaeda, hefði búið í Írak fyrir stríðið renndi stoðum undir fullyrðingar um tengsl. Demókratar á þingi segja skýrsluna veikja rök fyrir innrásinni í Írak og er það sem fram kemur í henni sagt áfall fyrir Bandaríkjaforseta. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að Bush hafi ítrekað reynt að tengja Íraksstríðið, sem flestir Bandaríkjamenn telji nú hafa verið mistök, við svokallað stríð gegn hryðjuverkum, sem þjóðin styðji. Þessi skýrsla er nú birt um leið og Bandaríkjaforseti er að flytja ræður í tengslum við ellefta september í næstu viku þegar fyrr ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin, kveikjunni að stríðinu gegn hryðjuverkum. Það var sú nefnd öldungadeildar sem fjallar um leyniþjónustumál sem birti skýrsluna í dag en hún er seinni liður í umfjöllun nefndarinnar um þær upplýsingar sem lágu fyrir í aðdraganda innrásarinnar. Í fyrri hlutanum var fjallað um þau mistök sem leyniþjónustan hafi gert í mati sínum á vopnaáæltun Íraka. Samkvæmt skýrslunni sem birt var í dag var Saddam Hússein tortrygginn í garð al Qaeda og leit á öfgamenn meðal múslima sem ógn við valdi sínu. Hann mun hafa hafnað öllum beiðnum al Kaída um hjálp. Í skýrslunni segir að himinn og haf hafi verið á milli hugmyndafræði íraskra stjórnvalda annars vegar og al Kaída hins vegar. Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta, segir ekkert nýtt í þessari skýrslu. Erlent Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl séu á milli Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og leiðtoga al Qaeda hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem unnin var í fyrra og Öldungadeild Bandaríkjaþings birti í dag. Í aðdraganda Íraksstríðsins var látið að því liggja og því jafnvel haldið fram fullum fetum að tengsl væru á milli forsetans fyrrverandi og samtakanna. George Bush Bandaríkjaforseti sagði fyrir nokkru að sú staðreynd að Abu Musab al-Zarqawi, látinn leiðtogi al Qaeda, hefði búið í Írak fyrir stríðið renndi stoðum undir fullyrðingar um tengsl. Demókratar á þingi segja skýrsluna veikja rök fyrir innrásinni í Írak og er það sem fram kemur í henni sagt áfall fyrir Bandaríkjaforseta. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að Bush hafi ítrekað reynt að tengja Íraksstríðið, sem flestir Bandaríkjamenn telji nú hafa verið mistök, við svokallað stríð gegn hryðjuverkum, sem þjóðin styðji. Þessi skýrsla er nú birt um leið og Bandaríkjaforseti er að flytja ræður í tengslum við ellefta september í næstu viku þegar fyrr ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin, kveikjunni að stríðinu gegn hryðjuverkum. Það var sú nefnd öldungadeildar sem fjallar um leyniþjónustumál sem birti skýrsluna í dag en hún er seinni liður í umfjöllun nefndarinnar um þær upplýsingar sem lágu fyrir í aðdraganda innrásarinnar. Í fyrri hlutanum var fjallað um þau mistök sem leyniþjónustan hafi gert í mati sínum á vopnaáæltun Íraka. Samkvæmt skýrslunni sem birt var í dag var Saddam Hússein tortrygginn í garð al Qaeda og leit á öfgamenn meðal múslima sem ógn við valdi sínu. Hann mun hafa hafnað öllum beiðnum al Kaída um hjálp. Í skýrslunni segir að himinn og haf hafi verið á milli hugmyndafræði íraskra stjórnvalda annars vegar og al Kaída hins vegar. Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta, segir ekkert nýtt í þessari skýrslu.
Erlent Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira