Fimm ár frá hryðjuverkunum 11. september 2001 11. september 2006 18:59 Þess var minnst í fjórgang með mínútu þögn í dag þegar farþegavélarnar skullu á Tvíburaturnunum í New York fyrir 5 árum með þeim afleiðingum að þeir hrundu til grunna. Tæplega 3000 manns af hátt í 40 þjóðernum fórust í árásunum og heimurinn hefur ekki verið samur eftir það. Það var rólegt í dögun í New York í morgun, fimm eftir frá árásirnar. Þegar líða tók á morguninn og sólin reis fóru syrgjendur sem og aðrir að streyma að staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Fyrsta minningarathöfnin var haldin í gærkvöldi þegar George Bush, Bandaríkjaforseti, og kona hans Laura, settu blómsveigi á flot á tveimur tjörnum þar sem turnarnir gnæfðu áður yfir borginni. Það var svo ærandi þögn sem markaði upphaf minningarathafnarinnar klukkan tólf fjörutíu og sex í dag en það var þá fyrir fimm árum sem fyrri vélin skall á öðrum turninum. Nöfn þeirra sem týndu lífi voru lesin upp líkt og gert hefur verið þennan dag frá því ellefta september 2002. Ættingjar látinna segja missinn enn sáran þótt fimm ár séu liðin. Bandaríkjaforseti og kona hans, Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður, Pataki, ríkisstjóri, og Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri, voru öll viðstödd athöfnina. Guiliani var af mörgum New York búum talinn hetja fyrir vasklega framgöngu í skugga hörmunga. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, leiddi athöfn til minningar um þá sem fórust þegar þriðja vélin skall á ráðuneyti hans í Washington. Þá fór minningarathöfn fram í Shanksville í Pennsylvaníu um þá sem fórust með fjórðu vélinni sem hrapaði þar eftir að farþegar höfðu reynt að yfirbuga flugræningjana. Atburðirnir fyrir fimm árum urðu kveikjan að stríði Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum og innrásunum í Afganistan og Írak. Bandaríkjamenn hafa almennt stutt það að Talíbönum hafi verið komið frá völdum í Afganistan en margir telja nú að stríðið í Írak hafi verið afar misráðið. Þessu til viðbótar sýnir ný könnun Háskólans í Ohio að rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningar um að hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana hafi verið skipulagðar af Bandaríkjamönnum en ekki hryðjuverkamönnum. Flestir þessara telja að einhverjir Bandaríkjamenn hafi fórnað lífi samlanda sinna til að fá tylliástæðu fyrir stríðinu í Írak en aðrir skella skuldinni á Bush Bandaríkjaforseta og segja hann hafa skipulagt árásina til að glæða viðskipti vopnasala. En hvað sem þeim vangaveltum líður eiga margir um sárt að binda í dag og hugur flestra í heiminum er hjá þeim. Erlent Fréttir Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Þess var minnst í fjórgang með mínútu þögn í dag þegar farþegavélarnar skullu á Tvíburaturnunum í New York fyrir 5 árum með þeim afleiðingum að þeir hrundu til grunna. Tæplega 3000 manns af hátt í 40 þjóðernum fórust í árásunum og heimurinn hefur ekki verið samur eftir það. Það var rólegt í dögun í New York í morgun, fimm eftir frá árásirnar. Þegar líða tók á morguninn og sólin reis fóru syrgjendur sem og aðrir að streyma að staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Fyrsta minningarathöfnin var haldin í gærkvöldi þegar George Bush, Bandaríkjaforseti, og kona hans Laura, settu blómsveigi á flot á tveimur tjörnum þar sem turnarnir gnæfðu áður yfir borginni. Það var svo ærandi þögn sem markaði upphaf minningarathafnarinnar klukkan tólf fjörutíu og sex í dag en það var þá fyrir fimm árum sem fyrri vélin skall á öðrum turninum. Nöfn þeirra sem týndu lífi voru lesin upp líkt og gert hefur verið þennan dag frá því ellefta september 2002. Ættingjar látinna segja missinn enn sáran þótt fimm ár séu liðin. Bandaríkjaforseti og kona hans, Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður, Pataki, ríkisstjóri, og Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri, voru öll viðstödd athöfnina. Guiliani var af mörgum New York búum talinn hetja fyrir vasklega framgöngu í skugga hörmunga. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, leiddi athöfn til minningar um þá sem fórust þegar þriðja vélin skall á ráðuneyti hans í Washington. Þá fór minningarathöfn fram í Shanksville í Pennsylvaníu um þá sem fórust með fjórðu vélinni sem hrapaði þar eftir að farþegar höfðu reynt að yfirbuga flugræningjana. Atburðirnir fyrir fimm árum urðu kveikjan að stríði Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum og innrásunum í Afganistan og Írak. Bandaríkjamenn hafa almennt stutt það að Talíbönum hafi verið komið frá völdum í Afganistan en margir telja nú að stríðið í Írak hafi verið afar misráðið. Þessu til viðbótar sýnir ný könnun Háskólans í Ohio að rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningar um að hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana hafi verið skipulagðar af Bandaríkjamönnum en ekki hryðjuverkamönnum. Flestir þessara telja að einhverjir Bandaríkjamenn hafi fórnað lífi samlanda sinna til að fá tylliástæðu fyrir stríðinu í Írak en aðrir skella skuldinni á Bush Bandaríkjaforseta og segja hann hafa skipulagt árásina til að glæða viðskipti vopnasala. En hvað sem þeim vangaveltum líður eiga margir um sárt að binda í dag og hugur flestra í heiminum er hjá þeim.
Erlent Fréttir Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira