Gæsluvarðhald yfir þingmönnum framlengt 12. september 2006 13:31 Abdul Aziz Duaik hrópar á fréttamenn við komuna í herdómstólinn á Ramallah í morgun. MYND/AP Gæsluvarðhald yfir tveimur háttsettum þingmönnum Hamas-samtakanna hefur verið framlengt samkvæmt ákvörðun dómara í Ísrael. Einhverjir þingmenn sem eru í haldi verða þó látnir lausir á næstunni. Flestir þeirra voru teknir höndum skömmu eftir að herskáir Palestínumenn rændu ísraelskum hermanni á Gaza-svæðinu. Þingmennirnir tveir, Abed El Aziz Duaik, þingforseti, og Mahmoud al-Ramahi, mættu fyrir herrétt í morgun en þeir voru handteknir fyrir nokkrum vikum. Eftir að dómari hafði úrskurðað þá í frekara gæsluvarðhald voru þeir fluttir í Ofer-fangabúðirnar í útjaðri Ramallah á Vesturbakkanum. Ísrelsk yfirvöld handtóku fulltrúa Hamas, lýðræðiselga kjörna þingmenn og ráðherra í heimastjórninni, skömmu eftir að herskáir Palestínumenn, sem sagðir eru tengjast Hamas, réðust á varðstöð Ísraelshers nálægt landamærunum að Gaza-svæðinu í júní síðastliðnum og rændu ísraelskum hermanni. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Herskáir Palestínumenn segja áhlaupið hafa verið svar við fjölmörgum mannskæðum flugskeytaárásum Ísraela á almenna borgara nokkrum vikum áður. Ísraelar svöruðu með hörðum árásum á Gaza-svæðið sem kostuðu rúmlega tvö hundruð manns lífið. Hamas-liðarnir, sem komu fyrir rétt í dag, voru ákærðir fyrir aðild að ólöglegum samtökum og eiga yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm verði þeir sakfelldir. Um leið og tilkynnti var að þingmennirnir tveir yrðu áfram í haldi upplýsti dómari að einhverjir þingmenn og ráðherrar sem eru í haldi yrðu látnir lausir hið fyrsta. Ekki er þó vitað hverjir það verða. Þeir verða þó aðeins látnir lausir gegn tryggingu og geta átt yfir höfði sér ákæru síðar. Fréttir bárust af því í gær að samkomulag hefði náðst um eins konar þjóðstjórn Palestínumanna og voru Duaik og al-Ramahi aðspurðir afar sáttir með þá skipan mála. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórninni, greindu báðir frá þessu. Þá stjórn myndu bæði Hamas-liðar og fulltrúar Fatah-hreyfingar Abbas skipa. Í morgun sagði Haniyeh, sem að líkindum færi fyrir nýriri stjórn, ekki koma til greina að semja við Ísraelsmenn. Hann hefur þó áður sagt að hann hefði ekkert að athuga við það að Abbas semji við Ísraelsmenn. Það staðfesti talsmaður Hamas í morgun. Samkomulag sem forsetinn gerði þyrfti síðan að fara í gegnum þingið. Abbas hefur lýst sig tilbúinn til viðræðna við Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og hefur Olmert tekið í sama streng. Erlent Fréttir Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir tveimur háttsettum þingmönnum Hamas-samtakanna hefur verið framlengt samkvæmt ákvörðun dómara í Ísrael. Einhverjir þingmenn sem eru í haldi verða þó látnir lausir á næstunni. Flestir þeirra voru teknir höndum skömmu eftir að herskáir Palestínumenn rændu ísraelskum hermanni á Gaza-svæðinu. Þingmennirnir tveir, Abed El Aziz Duaik, þingforseti, og Mahmoud al-Ramahi, mættu fyrir herrétt í morgun en þeir voru handteknir fyrir nokkrum vikum. Eftir að dómari hafði úrskurðað þá í frekara gæsluvarðhald voru þeir fluttir í Ofer-fangabúðirnar í útjaðri Ramallah á Vesturbakkanum. Ísrelsk yfirvöld handtóku fulltrúa Hamas, lýðræðiselga kjörna þingmenn og ráðherra í heimastjórninni, skömmu eftir að herskáir Palestínumenn, sem sagðir eru tengjast Hamas, réðust á varðstöð Ísraelshers nálægt landamærunum að Gaza-svæðinu í júní síðastliðnum og rændu ísraelskum hermanni. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Herskáir Palestínumenn segja áhlaupið hafa verið svar við fjölmörgum mannskæðum flugskeytaárásum Ísraela á almenna borgara nokkrum vikum áður. Ísraelar svöruðu með hörðum árásum á Gaza-svæðið sem kostuðu rúmlega tvö hundruð manns lífið. Hamas-liðarnir, sem komu fyrir rétt í dag, voru ákærðir fyrir aðild að ólöglegum samtökum og eiga yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm verði þeir sakfelldir. Um leið og tilkynnti var að þingmennirnir tveir yrðu áfram í haldi upplýsti dómari að einhverjir þingmenn og ráðherrar sem eru í haldi yrðu látnir lausir hið fyrsta. Ekki er þó vitað hverjir það verða. Þeir verða þó aðeins látnir lausir gegn tryggingu og geta átt yfir höfði sér ákæru síðar. Fréttir bárust af því í gær að samkomulag hefði náðst um eins konar þjóðstjórn Palestínumanna og voru Duaik og al-Ramahi aðspurðir afar sáttir með þá skipan mála. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórninni, greindu báðir frá þessu. Þá stjórn myndu bæði Hamas-liðar og fulltrúar Fatah-hreyfingar Abbas skipa. Í morgun sagði Haniyeh, sem að líkindum færi fyrir nýriri stjórn, ekki koma til greina að semja við Ísraelsmenn. Hann hefur þó áður sagt að hann hefði ekkert að athuga við það að Abbas semji við Ísraelsmenn. Það staðfesti talsmaður Hamas í morgun. Samkomulag sem forsetinn gerði þyrfti síðan að fara í gegnum þingið. Abbas hefur lýst sig tilbúinn til viðræðna við Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og hefur Olmert tekið í sama streng.
Erlent Fréttir Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira