Gæsluvarðhald yfir þingmönnum framlengt 12. september 2006 13:31 Abdul Aziz Duaik hrópar á fréttamenn við komuna í herdómstólinn á Ramallah í morgun. MYND/AP Gæsluvarðhald yfir tveimur háttsettum þingmönnum Hamas-samtakanna hefur verið framlengt samkvæmt ákvörðun dómara í Ísrael. Einhverjir þingmenn sem eru í haldi verða þó látnir lausir á næstunni. Flestir þeirra voru teknir höndum skömmu eftir að herskáir Palestínumenn rændu ísraelskum hermanni á Gaza-svæðinu. Þingmennirnir tveir, Abed El Aziz Duaik, þingforseti, og Mahmoud al-Ramahi, mættu fyrir herrétt í morgun en þeir voru handteknir fyrir nokkrum vikum. Eftir að dómari hafði úrskurðað þá í frekara gæsluvarðhald voru þeir fluttir í Ofer-fangabúðirnar í útjaðri Ramallah á Vesturbakkanum. Ísrelsk yfirvöld handtóku fulltrúa Hamas, lýðræðiselga kjörna þingmenn og ráðherra í heimastjórninni, skömmu eftir að herskáir Palestínumenn, sem sagðir eru tengjast Hamas, réðust á varðstöð Ísraelshers nálægt landamærunum að Gaza-svæðinu í júní síðastliðnum og rændu ísraelskum hermanni. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Herskáir Palestínumenn segja áhlaupið hafa verið svar við fjölmörgum mannskæðum flugskeytaárásum Ísraela á almenna borgara nokkrum vikum áður. Ísraelar svöruðu með hörðum árásum á Gaza-svæðið sem kostuðu rúmlega tvö hundruð manns lífið. Hamas-liðarnir, sem komu fyrir rétt í dag, voru ákærðir fyrir aðild að ólöglegum samtökum og eiga yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm verði þeir sakfelldir. Um leið og tilkynnti var að þingmennirnir tveir yrðu áfram í haldi upplýsti dómari að einhverjir þingmenn og ráðherrar sem eru í haldi yrðu látnir lausir hið fyrsta. Ekki er þó vitað hverjir það verða. Þeir verða þó aðeins látnir lausir gegn tryggingu og geta átt yfir höfði sér ákæru síðar. Fréttir bárust af því í gær að samkomulag hefði náðst um eins konar þjóðstjórn Palestínumanna og voru Duaik og al-Ramahi aðspurðir afar sáttir með þá skipan mála. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórninni, greindu báðir frá þessu. Þá stjórn myndu bæði Hamas-liðar og fulltrúar Fatah-hreyfingar Abbas skipa. Í morgun sagði Haniyeh, sem að líkindum færi fyrir nýriri stjórn, ekki koma til greina að semja við Ísraelsmenn. Hann hefur þó áður sagt að hann hefði ekkert að athuga við það að Abbas semji við Ísraelsmenn. Það staðfesti talsmaður Hamas í morgun. Samkomulag sem forsetinn gerði þyrfti síðan að fara í gegnum þingið. Abbas hefur lýst sig tilbúinn til viðræðna við Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og hefur Olmert tekið í sama streng. Erlent Fréttir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir tveimur háttsettum þingmönnum Hamas-samtakanna hefur verið framlengt samkvæmt ákvörðun dómara í Ísrael. Einhverjir þingmenn sem eru í haldi verða þó látnir lausir á næstunni. Flestir þeirra voru teknir höndum skömmu eftir að herskáir Palestínumenn rændu ísraelskum hermanni á Gaza-svæðinu. Þingmennirnir tveir, Abed El Aziz Duaik, þingforseti, og Mahmoud al-Ramahi, mættu fyrir herrétt í morgun en þeir voru handteknir fyrir nokkrum vikum. Eftir að dómari hafði úrskurðað þá í frekara gæsluvarðhald voru þeir fluttir í Ofer-fangabúðirnar í útjaðri Ramallah á Vesturbakkanum. Ísrelsk yfirvöld handtóku fulltrúa Hamas, lýðræðiselga kjörna þingmenn og ráðherra í heimastjórninni, skömmu eftir að herskáir Palestínumenn, sem sagðir eru tengjast Hamas, réðust á varðstöð Ísraelshers nálægt landamærunum að Gaza-svæðinu í júní síðastliðnum og rændu ísraelskum hermanni. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Herskáir Palestínumenn segja áhlaupið hafa verið svar við fjölmörgum mannskæðum flugskeytaárásum Ísraela á almenna borgara nokkrum vikum áður. Ísraelar svöruðu með hörðum árásum á Gaza-svæðið sem kostuðu rúmlega tvö hundruð manns lífið. Hamas-liðarnir, sem komu fyrir rétt í dag, voru ákærðir fyrir aðild að ólöglegum samtökum og eiga yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm verði þeir sakfelldir. Um leið og tilkynnti var að þingmennirnir tveir yrðu áfram í haldi upplýsti dómari að einhverjir þingmenn og ráðherrar sem eru í haldi yrðu látnir lausir hið fyrsta. Ekki er þó vitað hverjir það verða. Þeir verða þó aðeins látnir lausir gegn tryggingu og geta átt yfir höfði sér ákæru síðar. Fréttir bárust af því í gær að samkomulag hefði náðst um eins konar þjóðstjórn Palestínumanna og voru Duaik og al-Ramahi aðspurðir afar sáttir með þá skipan mála. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórninni, greindu báðir frá þessu. Þá stjórn myndu bæði Hamas-liðar og fulltrúar Fatah-hreyfingar Abbas skipa. Í morgun sagði Haniyeh, sem að líkindum færi fyrir nýriri stjórn, ekki koma til greina að semja við Ísraelsmenn. Hann hefur þó áður sagt að hann hefði ekkert að athuga við það að Abbas semji við Ísraelsmenn. Það staðfesti talsmaður Hamas í morgun. Samkomulag sem forsetinn gerði þyrfti síðan að fara í gegnum þingið. Abbas hefur lýst sig tilbúinn til viðræðna við Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og hefur Olmert tekið í sama streng.
Erlent Fréttir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira