Lætur Schumacher heyra það 12. september 2006 15:48 Fernando Alonso NordicPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher hjá Ferrari sé óíþróttamannslegasti ökuþór í sögu Formúlu eitt og hlakkar til að losna við hann úr keppni á næsta ári eftir að Þjóðverjinn tilkynnti að hann ætlaði að hætta eftir yfirstandandi keppnistímabil. Eftir að Alonso hafði verið með þægilegt forskot í keppni ökumanna í allt sumar, er nú Schumacher aðeins tveimur stigum á eftir honum eftir keppni helgarinnar. Alonso er ekki hrifinn af aðferðafræði Þjóðverjans og segir aðstandendur Formúlu 1 vera hliðholla Ferrari, en hann viðurkennir þó að Schumacher sé frábær ökumaður. "Michael Schumacher er óíþróttamannslegasti ökumaður í sögu Formúlu eitt og enginn hefur fengið jafn mörg keppnisbönn á ferlinum og hann. Það breytir þó engu um það að hann hefur verið besti ökumaðurinn og það hefur verið mikill heiður og ánægja að keppa við hann - mótin verða kannski jafnari eftir að hann hættir," sagði Alonso, sem vill meina að ráðandi öfl í kring um íþróttina hafi verið Ferrari og Schumacher hliðholl. "Það eru óneitanlega hagsmunaárekstrar í Formúlu 1. Við erum að tala um sigursælasta ökumann í sögu íþróttarinnar en honum veitir ekkert af smá hjálp. Hann hefur stundum fengið að fara yfir línuna á grófan hátt og það er auðvitað hneyksli," sagði Alonso. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher hjá Ferrari sé óíþróttamannslegasti ökuþór í sögu Formúlu eitt og hlakkar til að losna við hann úr keppni á næsta ári eftir að Þjóðverjinn tilkynnti að hann ætlaði að hætta eftir yfirstandandi keppnistímabil. Eftir að Alonso hafði verið með þægilegt forskot í keppni ökumanna í allt sumar, er nú Schumacher aðeins tveimur stigum á eftir honum eftir keppni helgarinnar. Alonso er ekki hrifinn af aðferðafræði Þjóðverjans og segir aðstandendur Formúlu 1 vera hliðholla Ferrari, en hann viðurkennir þó að Schumacher sé frábær ökumaður. "Michael Schumacher er óíþróttamannslegasti ökumaður í sögu Formúlu eitt og enginn hefur fengið jafn mörg keppnisbönn á ferlinum og hann. Það breytir þó engu um það að hann hefur verið besti ökumaðurinn og það hefur verið mikill heiður og ánægja að keppa við hann - mótin verða kannski jafnari eftir að hann hættir," sagði Alonso, sem vill meina að ráðandi öfl í kring um íþróttina hafi verið Ferrari og Schumacher hliðholl. "Það eru óneitanlega hagsmunaárekstrar í Formúlu 1. Við erum að tala um sigursælasta ökumann í sögu íþróttarinnar en honum veitir ekkert af smá hjálp. Hann hefur stundum fengið að fara yfir línuna á grófan hátt og það er auðvitað hneyksli," sagði Alonso.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira