Lætur Schumacher heyra það 12. september 2006 15:48 Fernando Alonso NordicPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher hjá Ferrari sé óíþróttamannslegasti ökuþór í sögu Formúlu eitt og hlakkar til að losna við hann úr keppni á næsta ári eftir að Þjóðverjinn tilkynnti að hann ætlaði að hætta eftir yfirstandandi keppnistímabil. Eftir að Alonso hafði verið með þægilegt forskot í keppni ökumanna í allt sumar, er nú Schumacher aðeins tveimur stigum á eftir honum eftir keppni helgarinnar. Alonso er ekki hrifinn af aðferðafræði Þjóðverjans og segir aðstandendur Formúlu 1 vera hliðholla Ferrari, en hann viðurkennir þó að Schumacher sé frábær ökumaður. "Michael Schumacher er óíþróttamannslegasti ökumaður í sögu Formúlu eitt og enginn hefur fengið jafn mörg keppnisbönn á ferlinum og hann. Það breytir þó engu um það að hann hefur verið besti ökumaðurinn og það hefur verið mikill heiður og ánægja að keppa við hann - mótin verða kannski jafnari eftir að hann hættir," sagði Alonso, sem vill meina að ráðandi öfl í kring um íþróttina hafi verið Ferrari og Schumacher hliðholl. "Það eru óneitanlega hagsmunaárekstrar í Formúlu 1. Við erum að tala um sigursælasta ökumann í sögu íþróttarinnar en honum veitir ekkert af smá hjálp. Hann hefur stundum fengið að fara yfir línuna á grófan hátt og það er auðvitað hneyksli," sagði Alonso. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher hjá Ferrari sé óíþróttamannslegasti ökuþór í sögu Formúlu eitt og hlakkar til að losna við hann úr keppni á næsta ári eftir að Þjóðverjinn tilkynnti að hann ætlaði að hætta eftir yfirstandandi keppnistímabil. Eftir að Alonso hafði verið með þægilegt forskot í keppni ökumanna í allt sumar, er nú Schumacher aðeins tveimur stigum á eftir honum eftir keppni helgarinnar. Alonso er ekki hrifinn af aðferðafræði Þjóðverjans og segir aðstandendur Formúlu 1 vera hliðholla Ferrari, en hann viðurkennir þó að Schumacher sé frábær ökumaður. "Michael Schumacher er óíþróttamannslegasti ökumaður í sögu Formúlu eitt og enginn hefur fengið jafn mörg keppnisbönn á ferlinum og hann. Það breytir þó engu um það að hann hefur verið besti ökumaðurinn og það hefur verið mikill heiður og ánægja að keppa við hann - mótin verða kannski jafnari eftir að hann hættir," sagði Alonso, sem vill meina að ráðandi öfl í kring um íþróttina hafi verið Ferrari og Schumacher hliðholl. "Það eru óneitanlega hagsmunaárekstrar í Formúlu 1. Við erum að tala um sigursælasta ökumann í sögu íþróttarinnar en honum veitir ekkert af smá hjálp. Hann hefur stundum fengið að fara yfir línuna á grófan hátt og það er auðvitað hneyksli," sagði Alonso.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira