Óttast um öryggi páfa 16. september 2006 13:17 Óttast eru um öryggi Benedikts páfa XVI. vegna ummæla sem hann lét falla fyrr í vikunni sem hafa vakið mikla reiði meðal múslima. Eldsprengjum var kastað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og í nótt. Páfagarður sendi frá sér yfirlýsingu fyrir stundu þar sem segir að páfa þyki miður að orð sín hafi sært múslima. Í ræðu sinni í Háskólanum í Regensburg í Þýskalandi vitnaði páfi til orða Manuesl Paleologos annars, kristins keisara Austrómverska ríkisins á fjórtándu öld, þes efnis að Múhameð spámaður hefði aðeins fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Talsmaður páfagarðs hefur sagt að það hafi alls ekki verið ætlun páfa að móðga nokkrun og hefur páfagarður sent frá sér yfirlýsingu nú í morgun þar sem páfi segir að sér þyki miður að ræða sín hafi verið túlkuð sem móðgun við múslima. Hann virði alla þá sem aðhyllist múhameðstrú og vonar að múslimar skilji innihald ræðu sinnar. Áður höfðu talsmenn páfa sagt að hann hafi viljað efla samkennd meðal trúarhópa. Múslimar um allan heim eru æfir vegna ummælana og hafa fordæmt þau. Haft hefur verið eftir ónafngreindum heimildarmönnum í páfagarði í morgun að óttast sé um öryggi páfa vegna harðra viðbragða andlegra og veraldlegra leiðtoga múslima sem og almennings í löndum hins íslamska heims. Ekki dregur úr áhyggjum að eldsprengjum var varpað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og nótt. Smávægilegar skemmdir urðu á byggingunum. Samtökin sem hafa lýst árásunum á hendur sér segja þetta gert til að mótmæla ummælum páfa. Lítil spenna hefur verið milli múslima og kristinn á svæðinu en óttast er að uppúr kunni að sjóða nú. Kristnir eru í töluverðum minnihluta á landsvæði Palestínumanna, aðeins nokkrir tugir þúsunda af þeim þremur milljónum sem búa á Vesturbakkanum, Gaza-svæðinu og í Austur-Jerúsalem. Erlent Fréttir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Óttast eru um öryggi Benedikts páfa XVI. vegna ummæla sem hann lét falla fyrr í vikunni sem hafa vakið mikla reiði meðal múslima. Eldsprengjum var kastað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og í nótt. Páfagarður sendi frá sér yfirlýsingu fyrir stundu þar sem segir að páfa þyki miður að orð sín hafi sært múslima. Í ræðu sinni í Háskólanum í Regensburg í Þýskalandi vitnaði páfi til orða Manuesl Paleologos annars, kristins keisara Austrómverska ríkisins á fjórtándu öld, þes efnis að Múhameð spámaður hefði aðeins fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Talsmaður páfagarðs hefur sagt að það hafi alls ekki verið ætlun páfa að móðga nokkrun og hefur páfagarður sent frá sér yfirlýsingu nú í morgun þar sem páfi segir að sér þyki miður að ræða sín hafi verið túlkuð sem móðgun við múslima. Hann virði alla þá sem aðhyllist múhameðstrú og vonar að múslimar skilji innihald ræðu sinnar. Áður höfðu talsmenn páfa sagt að hann hafi viljað efla samkennd meðal trúarhópa. Múslimar um allan heim eru æfir vegna ummælana og hafa fordæmt þau. Haft hefur verið eftir ónafngreindum heimildarmönnum í páfagarði í morgun að óttast sé um öryggi páfa vegna harðra viðbragða andlegra og veraldlegra leiðtoga múslima sem og almennings í löndum hins íslamska heims. Ekki dregur úr áhyggjum að eldsprengjum var varpað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og nótt. Smávægilegar skemmdir urðu á byggingunum. Samtökin sem hafa lýst árásunum á hendur sér segja þetta gert til að mótmæla ummælum páfa. Lítil spenna hefur verið milli múslima og kristinn á svæðinu en óttast er að uppúr kunni að sjóða nú. Kristnir eru í töluverðum minnihluta á landsvæði Palestínumanna, aðeins nokkrir tugir þúsunda af þeim þremur milljónum sem búa á Vesturbakkanum, Gaza-svæðinu og í Austur-Jerúsalem.
Erlent Fréttir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira