Misvísandi viðbrögð við afsökunarbeiðni páfa 17. september 2006 18:45 Benedikt páfi XVI. MYND/AP Benedikt páfi sextándi sagði í dag að sér þætti miður að ræða sín í Þýskalandi fyrir helgi hefði verið túlkuð sem móðgun við múslima. Páfi vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar. Múslimar segja þörf á skýrari afsökunarbeiðni. Morð á ítalskri nunnu í Sómalíu er talið framið vegna orða páfa. Páfi kom fram á svölum Gandolfo-kastala rétt fyrir utan Róm í morgun til að messa yfir og blessa þann mannfjölda sem saman var komin til að hlýða á hann. Hann notaði þá tækifærið til gera grein fyrir ummælum sínum í ræðu í Þýskalandi fyrir helgi þar sem hann vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar og ómannúðlegar. Páfi sagði að sér þætti miður að ræðu sinni hefði verið tekið sem móðgun. Ummæli keisarans samræmist ekki skoðunum páfa. Páfi sagðist hafa viljað með ræðu sinni efna til opinskárrar og einlægrar umræðu um trúmál þar sem gagnkvæm virðing yrði sýnd. Hann sagðist vona að útskýringar sínar myndu duga til að lægja öldurnar. Bandalag múslima í Egyptalandi var tvísaga í viðbrögðum sínum í dag. Upp úr hádegi sendu fulltrúar þess frá sér yfirlýsingu þar sem afsökunarbeiðnin var sögð fullnægjandi. Síðdegis var annað hljóð komið í strokkinn og páfi ekki sagður hafa beðist afsökunar með nægilega skýrum hætti. Einnig var spurt hvers vegna páfi hafi valið þessi orð til að vitna í ef þau lýsi ekki hans eigin skoðun. Líklegt er talið að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í morgun vegna ummæla páfa fyrir helgi. Hún var skotin til bana fyrir utan barnaspítala í borginni. Lífvörður hennar féll einnig í árásinni. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins og annars er leitað. Erlent Fréttir Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Sjá meira
Benedikt páfi sextándi sagði í dag að sér þætti miður að ræða sín í Þýskalandi fyrir helgi hefði verið túlkuð sem móðgun við múslima. Páfi vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar. Múslimar segja þörf á skýrari afsökunarbeiðni. Morð á ítalskri nunnu í Sómalíu er talið framið vegna orða páfa. Páfi kom fram á svölum Gandolfo-kastala rétt fyrir utan Róm í morgun til að messa yfir og blessa þann mannfjölda sem saman var komin til að hlýða á hann. Hann notaði þá tækifærið til gera grein fyrir ummælum sínum í ræðu í Þýskalandi fyrir helgi þar sem hann vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar og ómannúðlegar. Páfi sagði að sér þætti miður að ræðu sinni hefði verið tekið sem móðgun. Ummæli keisarans samræmist ekki skoðunum páfa. Páfi sagðist hafa viljað með ræðu sinni efna til opinskárrar og einlægrar umræðu um trúmál þar sem gagnkvæm virðing yrði sýnd. Hann sagðist vona að útskýringar sínar myndu duga til að lægja öldurnar. Bandalag múslima í Egyptalandi var tvísaga í viðbrögðum sínum í dag. Upp úr hádegi sendu fulltrúar þess frá sér yfirlýsingu þar sem afsökunarbeiðnin var sögð fullnægjandi. Síðdegis var annað hljóð komið í strokkinn og páfi ekki sagður hafa beðist afsökunar með nægilega skýrum hætti. Einnig var spurt hvers vegna páfi hafi valið þessi orð til að vitna í ef þau lýsi ekki hans eigin skoðun. Líklegt er talið að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í morgun vegna ummæla páfa fyrir helgi. Hún var skotin til bana fyrir utan barnaspítala í borginni. Lífvörður hennar féll einnig í árásinni. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins og annars er leitað.
Erlent Fréttir Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent