Vill að páfi verði dreginn fyrir dómstóla 18. september 2006 12:07 Mótmælendur í Pakistan kveikja í brúðu sem líkist Benedikt sextánda páfa í morgun. MYND/AP Íraskur múslimaklerkur krafðist þess í morgun að páfi verði dregin fyrir dómstóla vegna ummæla hans um Múhameð spámann. Múslimar segja afsökunarbeiðni páfa ekki fullnægjandi. Páfi bað í gær afsökunar á ummælum sínum í ræðu í Þýskalandi í síðustu viku, þar sem hann vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar og ómannúðlegar. Páfi sagðist hafa viljað með ræðu sinni efna til opinskárrar og einlægrar umræðu um trúmál þar sem gagnkvæm virðing yrði sýnd. Hann sagðist vona að útskýringar sínar myndu duga til að lægja öldurnar. Það virðist þó ekki hafa tekist. Bandalag múslima í Egyptalandi sagði í gær að páfi hefði ekki beðist afsökunar með nægilega skýrum hætti. Mótmæli héldu áfram víða í hinum íslamska heimi í dag. Um fimm hundruð manns mótmæltu á götum Basra í Írak í dag. Ahmed al-Badrani, klerkur sjía, sagði múslima krefjast þess að páfinn og Vatíkanið verði dregin fyrir dómstóla vegna ummælanna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ætti að skipa í dóminn. Íranskur klekur lagði til að dagurinn í dag yrði dagur reiðinnar og virðast margir múslimar því langt því frá tilbúnir að fyrirgefa páfa ummæli síns. Heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar telja afar líklegt að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í gærmorgun vegna ummæla páfa fyrir helgi. Hún var skotin til bana fyrir utan barnaspítala í borginni. Lífvörður hennar féll einnig í árásinni. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins og annars er leitað. Erlent Fréttir Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira
Íraskur múslimaklerkur krafðist þess í morgun að páfi verði dregin fyrir dómstóla vegna ummæla hans um Múhameð spámann. Múslimar segja afsökunarbeiðni páfa ekki fullnægjandi. Páfi bað í gær afsökunar á ummælum sínum í ræðu í Þýskalandi í síðustu viku, þar sem hann vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar og ómannúðlegar. Páfi sagðist hafa viljað með ræðu sinni efna til opinskárrar og einlægrar umræðu um trúmál þar sem gagnkvæm virðing yrði sýnd. Hann sagðist vona að útskýringar sínar myndu duga til að lægja öldurnar. Það virðist þó ekki hafa tekist. Bandalag múslima í Egyptalandi sagði í gær að páfi hefði ekki beðist afsökunar með nægilega skýrum hætti. Mótmæli héldu áfram víða í hinum íslamska heimi í dag. Um fimm hundruð manns mótmæltu á götum Basra í Írak í dag. Ahmed al-Badrani, klerkur sjía, sagði múslima krefjast þess að páfinn og Vatíkanið verði dregin fyrir dómstóla vegna ummælanna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ætti að skipa í dóminn. Íranskur klekur lagði til að dagurinn í dag yrði dagur reiðinnar og virðast margir múslimar því langt því frá tilbúnir að fyrirgefa páfa ummæli síns. Heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar telja afar líklegt að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í gærmorgun vegna ummæla páfa fyrir helgi. Hún var skotin til bana fyrir utan barnaspítala í borginni. Lífvörður hennar féll einnig í árásinni. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins og annars er leitað.
Erlent Fréttir Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira