Viðskipti innlent

Spá lægri verðbólgu

Landsbankinn.
Landsbankinn.

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4 prósent í október og muni 12 mánaða verðbólga því lækka úr 7,6 prósentum í 7,3 prósent. Á móti hækkunum á matvöru, fatnaði og þjónustu skiptir miklu lækkun eldsneytisverð.

Í Vegvísi greiningardeildarinnar í dag segir að hækkun á matarliðnum í síðasta mánuði hafi verið töluvert meiri en spáð hafði verið. Telur deildin að matvöruverð eigi eftir að hækkað nokkuð áfram. Þá munu áhrif sumarútsala vera enn að ganga til baka og telur deildin að verð á fötum og skóm hækki á næstunni en þó ekkert í líkingu við hækkun síðasta mánaðar.

Þá segir greiningardeildin að töluvert hafi dregið úr fasteignaviðskiptum undanfarnar vikur og gerir hún ráð fyrir lítilsháttar hækkun á húsnæðisliðnum í október, sem er að mestu tilkomin vegna hærri vaxta á húsnæðislánum, að sögn greiningardeildar Landsbankans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×