Stefnir í hagnað hjá Sterling árið 2006 20. september 2006 09:12 Ein af vélum flugfélagsins Sterling. Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, segir í viðtali við Markaðinn í dag, að allt stefni í það að félagið verði rekið með hagnaði í ár. „Árið 2006 stefnir í hagnað sem í reynd er ótrúlegur árangur á einu ári. Þetta var margfalt betra en þessi félög hafa gert nokkru sinni áður. Ég held að menn hafi verið búnir að gleyma því hjá Maersk að það hafi verið til plús í tölvunum." Sterling skilaði hagnaði á öðrum ársfjórðungi eftir samfelldan hallarekstur í gegnum tíðina, en heildartap á fyrri hluta ársins nam 1,8 milljarði króna. Þrátt fyrir þetta er það mat Almars að fátt hafi unnið með félaginu. „Við höfum verið að reka fyrirtæki og sameina á sama tíma, við höfum því miður lent í deilum við stóran hluta starfsfólksins og olíuverð er 70-80 prósent hærra en á síðasta ári.“ Á sama tíma hafi frábært sumar í Danmörku, ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs, skopmyndamálið og fuglaflensan tvímælalaust haft áhrif. Almar Örn segist lítið geta tjáð sig um það hvort FL Group, eigendur félagsins, skoði sameiningu við önnur lággjaldaflugfélög eða þann möguleika að skrá félagið í kauphöll. FL Group er auðvitað fjárfestingafélag og hljóti að skoða alla kosti. Báðir kostir hljóti að koma til greina, enda er eigandi Sterling, FL Group, fjárfestingafélag þegar allt kemur til alls. „Við erum ekkert að vinna í því að sameinast öðrum félögum í dag, en maður getur aldrei kastað slíkum tækifærum frá sér. Ég hef oft vaknað á morgnana og spurt sjálfan mig hvers vegna í ósköpunum við sameinuðumst Maersk. Þegar upp er staðið þá sé ég að það var auðvitað rétt ákvörðun.“ Nú er eitt ár liðið frá því að Sterling og Maersk Air sameinuðust en gríðarlegur tími hefur farið í það að samþætta rekstur félaganna og er því verkefni að mestu leyti lokið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, segir í viðtali við Markaðinn í dag, að allt stefni í það að félagið verði rekið með hagnaði í ár. „Árið 2006 stefnir í hagnað sem í reynd er ótrúlegur árangur á einu ári. Þetta var margfalt betra en þessi félög hafa gert nokkru sinni áður. Ég held að menn hafi verið búnir að gleyma því hjá Maersk að það hafi verið til plús í tölvunum." Sterling skilaði hagnaði á öðrum ársfjórðungi eftir samfelldan hallarekstur í gegnum tíðina, en heildartap á fyrri hluta ársins nam 1,8 milljarði króna. Þrátt fyrir þetta er það mat Almars að fátt hafi unnið með félaginu. „Við höfum verið að reka fyrirtæki og sameina á sama tíma, við höfum því miður lent í deilum við stóran hluta starfsfólksins og olíuverð er 70-80 prósent hærra en á síðasta ári.“ Á sama tíma hafi frábært sumar í Danmörku, ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs, skopmyndamálið og fuglaflensan tvímælalaust haft áhrif. Almar Örn segist lítið geta tjáð sig um það hvort FL Group, eigendur félagsins, skoði sameiningu við önnur lággjaldaflugfélög eða þann möguleika að skrá félagið í kauphöll. FL Group er auðvitað fjárfestingafélag og hljóti að skoða alla kosti. Báðir kostir hljóti að koma til greina, enda er eigandi Sterling, FL Group, fjárfestingafélag þegar allt kemur til alls. „Við erum ekkert að vinna í því að sameinast öðrum félögum í dag, en maður getur aldrei kastað slíkum tækifærum frá sér. Ég hef oft vaknað á morgnana og spurt sjálfan mig hvers vegna í ósköpunum við sameinuðumst Maersk. Þegar upp er staðið þá sé ég að það var auðvitað rétt ákvörðun.“ Nú er eitt ár liðið frá því að Sterling og Maersk Air sameinuðust en gríðarlegur tími hefur farið í það að samþætta rekstur félaganna og er því verkefni að mestu leyti lokið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira