Óskað eftir áliti dómsmálaráðuneytis 21. september 2006 19:34 Kærunefnd upplýsingamála hefur beðið dómsmálaráðuneytið um álit á því hvort gögn um símhleranir, sem Þjóðskjalasafnið neitar að veita aðgang að, varði virka öryggishagsmuni ríkisins. Ráðuneytið hefur frest fram á miðvikudag til að svara. NFS krafðist á grundvelli upplýsingalaga aðgangs að hinum umdeildu gögnum, sem dómsmálaráðuneytið afhenti Þjóðskjalasafninu, og varða símhleranir hjá fjölda manna, þar á meðal hjá alþingismönnum, í kalda stríðinu. Þjóðskjalasafnið neitaði að afhenda NFS gögnin á þeirri forsendu að upplýsingalög nái ekki yfir dómsmál. Synjun Þjóðskjalasafnsins var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem hefur tekið málið til meðferðar. Til að leggja dóm á hvort synjunin sé á rökum reist hefur úrskurðarnefndin fengið 18 skjöl afhent úr Þjóðskjalasafninu og í framhaldi af því sent dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bréf. Í því er spurt hvort skjölin hafi verið varðveitt saman í einu lagi í skjalasafni ráðuneytisins áður en þau voru afhent Þjóðskjalasafninu, hvort þau geymi upplýsingar sem þagnarskylda ríkir um vegna skuldbindinga íslenska ríkisins samkvæmt þjóðarrétti og hvort lög um þagnarskyldu girði fyrir aðgang að skjölunum - en í því sambandi er sérstaklega farið fram á upplýsingar um hvort skjölin geymi upplýsingar um virka öryggishagsmuni ríkisins. Úrskurðarnefndin vegur svo og metur hvort lög um aðgang að gögnum og skjölum í vörslu hins opinbera nái yfir þessi skjöl um símhleranir og hvort í gildi séu undanþágur sem takmarka aðgang að þeim. Á sama tíma lýsa sagnfræðingar furðu sinni á að Guðni Thorlacíus Jóhannesson sagnfræðingur hafi fengið aðgang að skjölunum en ekki Kjartan Ólafsson - en telja má líklegt að hann, fyrrverandi þingmaður og framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, sé einn þeirra sem þurfti að sæta símhlerunum. Fréttir Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Kærunefnd upplýsingamála hefur beðið dómsmálaráðuneytið um álit á því hvort gögn um símhleranir, sem Þjóðskjalasafnið neitar að veita aðgang að, varði virka öryggishagsmuni ríkisins. Ráðuneytið hefur frest fram á miðvikudag til að svara. NFS krafðist á grundvelli upplýsingalaga aðgangs að hinum umdeildu gögnum, sem dómsmálaráðuneytið afhenti Þjóðskjalasafninu, og varða símhleranir hjá fjölda manna, þar á meðal hjá alþingismönnum, í kalda stríðinu. Þjóðskjalasafnið neitaði að afhenda NFS gögnin á þeirri forsendu að upplýsingalög nái ekki yfir dómsmál. Synjun Þjóðskjalasafnsins var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem hefur tekið málið til meðferðar. Til að leggja dóm á hvort synjunin sé á rökum reist hefur úrskurðarnefndin fengið 18 skjöl afhent úr Þjóðskjalasafninu og í framhaldi af því sent dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bréf. Í því er spurt hvort skjölin hafi verið varðveitt saman í einu lagi í skjalasafni ráðuneytisins áður en þau voru afhent Þjóðskjalasafninu, hvort þau geymi upplýsingar sem þagnarskylda ríkir um vegna skuldbindinga íslenska ríkisins samkvæmt þjóðarrétti og hvort lög um þagnarskyldu girði fyrir aðgang að skjölunum - en í því sambandi er sérstaklega farið fram á upplýsingar um hvort skjölin geymi upplýsingar um virka öryggishagsmuni ríkisins. Úrskurðarnefndin vegur svo og metur hvort lög um aðgang að gögnum og skjölum í vörslu hins opinbera nái yfir þessi skjöl um símhleranir og hvort í gildi séu undanþágur sem takmarka aðgang að þeim. Á sama tíma lýsa sagnfræðingar furðu sinni á að Guðni Thorlacíus Jóhannesson sagnfræðingur hafi fengið aðgang að skjölunum en ekki Kjartan Ólafsson - en telja má líklegt að hann, fyrrverandi þingmaður og framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, sé einn þeirra sem þurfti að sæta símhlerunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent