Markið hans Van Persie var stórkostlegt 30. september 2006 18:09 Arsene Wenger hélt upp á 10 ára starfsafmæli sitt hjá Arsenal með sigri í dag NordicPhotos/GettyImages Arsene Wenger var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þegar Arsenal náði að leggja Charlton 2-1 á útivelli eftir að hafa lent undir 1-0. Það var Robin Van Persie sem stal senunni og skoraði bæði mörk Arsenal og það síðara er þegar skráð sem eitt af mörkum tímabilsins. "Ég var með alla mína athygli á leiknum," sagði Wenger sem á 10 ára starfsafmæli um þessar mundir, þegar hann var spurður hvort það hefði verið sérstakt að fá sigur í tilefni áfangans. "Það er verðugt verkefni að þurfa að mæta liði eins og Charlton á útivelli eftir leik í meistaradeildinni í vikunni. Þeir voru ekki með mikið sjálfstraust í upphafi leiks, en það jókst til muna eftir að þeir náðu að skora og því þurftum við að keyra upp hraðann. Mínir menn sýndu hungrið sem til þurfti í dag og ég er mjög ánægður að ná sigri hér," sagði Wenger og hrósaði Robin Van Persie fyrir mark sitt. "Menn skora svona mörk bara einu sinni á ferlinum. Hann fékk mjög góða fyrirgjöf, en þegar hann skaut, hélt ég að boltinn væri að fara framhjá markinu," sagði Wenger ánægður. Charlton átti þó skilið að fá stig út úr leiknum í dag. Darren Bent hafði komið heimamönnum yfir eftir undirbúning Hermanns Hreiðarssonar og Jens Lehmann stóð vaktina vel í marki Arsenal. Undir lok leiksins átti Charlton svo að fá vítaspyrnu þegar boltanum var spyrnt í hönd William Gallas, en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma víti. "Dómarinn gerði mistök, en við gerum allir mistök. Það er tilgangslaust fyrir mig að vera að væla yfir því - ég bíð bara eftir því að hann hringi í mig í kvöld og viðurkenni mistökin," sagði Ian Dowie, stjóri Charlton. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sjá meira
Arsene Wenger var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þegar Arsenal náði að leggja Charlton 2-1 á útivelli eftir að hafa lent undir 1-0. Það var Robin Van Persie sem stal senunni og skoraði bæði mörk Arsenal og það síðara er þegar skráð sem eitt af mörkum tímabilsins. "Ég var með alla mína athygli á leiknum," sagði Wenger sem á 10 ára starfsafmæli um þessar mundir, þegar hann var spurður hvort það hefði verið sérstakt að fá sigur í tilefni áfangans. "Það er verðugt verkefni að þurfa að mæta liði eins og Charlton á útivelli eftir leik í meistaradeildinni í vikunni. Þeir voru ekki með mikið sjálfstraust í upphafi leiks, en það jókst til muna eftir að þeir náðu að skora og því þurftum við að keyra upp hraðann. Mínir menn sýndu hungrið sem til þurfti í dag og ég er mjög ánægður að ná sigri hér," sagði Wenger og hrósaði Robin Van Persie fyrir mark sitt. "Menn skora svona mörk bara einu sinni á ferlinum. Hann fékk mjög góða fyrirgjöf, en þegar hann skaut, hélt ég að boltinn væri að fara framhjá markinu," sagði Wenger ánægður. Charlton átti þó skilið að fá stig út úr leiknum í dag. Darren Bent hafði komið heimamönnum yfir eftir undirbúning Hermanns Hreiðarssonar og Jens Lehmann stóð vaktina vel í marki Arsenal. Undir lok leiksins átti Charlton svo að fá vítaspyrnu þegar boltanum var spyrnt í hönd William Gallas, en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma víti. "Dómarinn gerði mistök, en við gerum allir mistök. Það er tilgangslaust fyrir mig að vera að væla yfir því - ég bíð bara eftir því að hann hringi í mig í kvöld og viðurkenni mistökin," sagði Ian Dowie, stjóri Charlton.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sjá meira