Sænska vísindaakademían greindi frá því í morgun að Bandaríkjamennirnir John Mather og George Smoot fengju Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið fyrir framlag þeirra til að varpa frekara ljósi á tilurð alheimsins. Þeir smíðuðu gervihnött sem mælt gat svonefndan örbylgjuklið en hann er almennt talinn ein besta sönnun þess að heimurinn varð til í Miklahvelli á sínum tíma.
