Anza kaupir hluta af starfsemi TietoEnator 18. október 2006 10:04 Anza hf., dótturfyrirtæki Símans hf., hefur keypt þann hluta af starfsemi TietoEnator sem veitir aðilum tengdum opinbera geiranum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þjónustu á sviði upplýsingatækni. Samfara því hefur verið stofnað fyrirtækið Sirius IT, nýtt norrrænt upplýsingatæknifyrirtæki sem yfirtekur þessa starfsemi. Í tilkynningu frá Anza segir að hjjá fyrirtækinu muni starfa um 420 manns. Veltan á þessu ári er áætluð um 5,4 milljarðar króna. Þá segir að reksturinn byggist fyrst og fremst á þróun og viðhaldi hugbúnaðarkerfa, margþættri ráðgjöf, innleiðingu staðlaðra hugbúnaðarlausna og fjölbreyttri þjónustu á þessu sviði. Fyrirtækið eignast jafnframt með kaupunum vörur og hugbúnaðarlausnir, sem eru í notkun á Norðurlöndum og víðar. Þessar lausnir eru m.a. sérhæfð þjónustukerfi, skjalavistunarkerfi og eftirlitskerfi. Jafnframt er fyrirtækið með samstarfssamninga við helstu hugbúnaðarframleiðendur í heimi, svo sem Microsoft og Oracle. Meðal viðskiptavina eru margar opinberar stofnanir á Norðurlöndunum, þjónustustofnanir, vinnumálastofnanir, skattyfirvöld, eftirlitsstofnanir, lífeyrissjóðir, sveitarfélög og einkafyrirtæki. Auk þess veitir félagið þjónustu sem snýr að stöðluðum lausnum og byggist starfsemin í Noregi t.d. einna helst á ráðgjöf og þjónustu við Oracle e-Business Suite fyrir háskóla, sjúkrahús, þjónustustofnanir og fleiri aðila. Keypt er starfandi fyrirtæki í Svíþjóð og stofnuð eru ný rekstrarfélög um starfsemina í Danmörku og Noregi. ANZA mun eiga félögin í gegnum dótturfélag sitt í Danmörku Sirius IT Holding A/S. Lykilstjórnendur félagsins halda allir áfram störfum og munu eiga um 10% hlutafjár. Hreinn Jakobsson, framkvæmdastjóri Anza segir að með kaupunum verði Anza eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins með starfsemi í fjórum löndum, Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi með yfir 500 starfsmenn og veltu upp á 7 milljarðar króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Anza hf., dótturfyrirtæki Símans hf., hefur keypt þann hluta af starfsemi TietoEnator sem veitir aðilum tengdum opinbera geiranum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þjónustu á sviði upplýsingatækni. Samfara því hefur verið stofnað fyrirtækið Sirius IT, nýtt norrrænt upplýsingatæknifyrirtæki sem yfirtekur þessa starfsemi. Í tilkynningu frá Anza segir að hjjá fyrirtækinu muni starfa um 420 manns. Veltan á þessu ári er áætluð um 5,4 milljarðar króna. Þá segir að reksturinn byggist fyrst og fremst á þróun og viðhaldi hugbúnaðarkerfa, margþættri ráðgjöf, innleiðingu staðlaðra hugbúnaðarlausna og fjölbreyttri þjónustu á þessu sviði. Fyrirtækið eignast jafnframt með kaupunum vörur og hugbúnaðarlausnir, sem eru í notkun á Norðurlöndum og víðar. Þessar lausnir eru m.a. sérhæfð þjónustukerfi, skjalavistunarkerfi og eftirlitskerfi. Jafnframt er fyrirtækið með samstarfssamninga við helstu hugbúnaðarframleiðendur í heimi, svo sem Microsoft og Oracle. Meðal viðskiptavina eru margar opinberar stofnanir á Norðurlöndunum, þjónustustofnanir, vinnumálastofnanir, skattyfirvöld, eftirlitsstofnanir, lífeyrissjóðir, sveitarfélög og einkafyrirtæki. Auk þess veitir félagið þjónustu sem snýr að stöðluðum lausnum og byggist starfsemin í Noregi t.d. einna helst á ráðgjöf og þjónustu við Oracle e-Business Suite fyrir háskóla, sjúkrahús, þjónustustofnanir og fleiri aðila. Keypt er starfandi fyrirtæki í Svíþjóð og stofnuð eru ný rekstrarfélög um starfsemina í Danmörku og Noregi. ANZA mun eiga félögin í gegnum dótturfélag sitt í Danmörku Sirius IT Holding A/S. Lykilstjórnendur félagsins halda allir áfram störfum og munu eiga um 10% hlutafjár. Hreinn Jakobsson, framkvæmdastjóri Anza segir að með kaupunum verði Anza eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins með starfsemi í fjórum löndum, Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi með yfir 500 starfsmenn og veltu upp á 7 milljarðar króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira