Nýsjálendingar segja ákvörðun Íslendinga aumkunarverða 18. október 2006 13:15 Tortryggni og undrun eru leiðarstef í umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að heimila atvinnuhvalveiðar. Einna hörðust hafa viðbrögðin verið í Nýja-Sjálandi en þarlend stjórnvöld segja ákvörðunina aumkunarverða. Óhætt er að segja að fréttirnar um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar um að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni á nýjan leik hafi borist um heiminn eins og eldur í sinu. Það má meðal annars merkja af vefgáttinni Google News sem leitar í öllum fréttamiðlum sem skrifaðir eru á ensku. Nú undir hádegi höfðu ríflega 250 blaðagreinar birst um málið um allan heim. Þá eru ekki taldar með þær greinar sem ritaðar eru á öðrum tungumálum. Breska ríkisútvarpið var einna fyrst til að fjalla um málið, þar var afstaða íslenskra stjórnvalda skýrð en jafnframt bent á að markaðir væru af skornum skammti. Breska blaðið Independent, sem er þekkt fyrir áherslu á umhverfisvernd, bendir á að fæstir Íslendingar borði hvalkjöt og á vefsíðu Grænfriðunga í landinu er staðhæft að ákvörðunin sé efnahagslegt feigðarflan. Þýska blaðið Die Welt hnykkir á að Íslendingar séu að ganga gegn banni alþjóðahvalveiðiráðsins og í Washington Post er tekið í svipaðan streng. Hörðustu viðbrögðin koma hins vegar frá Nýja-Sjálandi. Þarlend stjórnvöld segja ákvörðun íslensku stjórnarinnar aumkunaverða og segja að þeim skilaboðum verði komið rækilega á framfæri. Alger einangrun Íslendinga á alþjóðavettvangi virðist þó ekki raunin. Jákvæður tónn er í grein danska blaðsins Politiken um málið og norska blaðið Fiskaren fagnar ákvörðuninni. Erlent Fréttir Hvalveiðar Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Tortryggni og undrun eru leiðarstef í umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að heimila atvinnuhvalveiðar. Einna hörðust hafa viðbrögðin verið í Nýja-Sjálandi en þarlend stjórnvöld segja ákvörðunina aumkunarverða. Óhætt er að segja að fréttirnar um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar um að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni á nýjan leik hafi borist um heiminn eins og eldur í sinu. Það má meðal annars merkja af vefgáttinni Google News sem leitar í öllum fréttamiðlum sem skrifaðir eru á ensku. Nú undir hádegi höfðu ríflega 250 blaðagreinar birst um málið um allan heim. Þá eru ekki taldar með þær greinar sem ritaðar eru á öðrum tungumálum. Breska ríkisútvarpið var einna fyrst til að fjalla um málið, þar var afstaða íslenskra stjórnvalda skýrð en jafnframt bent á að markaðir væru af skornum skammti. Breska blaðið Independent, sem er þekkt fyrir áherslu á umhverfisvernd, bendir á að fæstir Íslendingar borði hvalkjöt og á vefsíðu Grænfriðunga í landinu er staðhæft að ákvörðunin sé efnahagslegt feigðarflan. Þýska blaðið Die Welt hnykkir á að Íslendingar séu að ganga gegn banni alþjóðahvalveiðiráðsins og í Washington Post er tekið í svipaðan streng. Hörðustu viðbrögðin koma hins vegar frá Nýja-Sjálandi. Þarlend stjórnvöld segja ákvörðun íslensku stjórnarinnar aumkunaverða og segja að þeim skilaboðum verði komið rækilega á framfæri. Alger einangrun Íslendinga á alþjóðavettvangi virðist þó ekki raunin. Jákvæður tónn er í grein danska blaðsins Politiken um málið og norska blaðið Fiskaren fagnar ákvörðuninni.
Erlent Fréttir Hvalveiðar Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira