Keflavík lagði Skallagrím í spennandi leik 19. október 2006 05:00 Keflvíkingar lögðu Borgnesinga í framlengingu í gærkvöldi Mynd/Daníel Rúnarsson Fyrsta umferð Iceland Express deildarinnar hófst í gær þegar Keflvíkingar mættu Skallagrímsmönnum í íþróttahúsinu við sunnubraut en báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í vetur. Leikurinn var jafn og æsispennandi allan tímann og fór í framlengingu en lyktaði með naumum sigri Keflvíkinga 87-84. Leikurinn byrjaði með miklum látum og var mikið jafnræði með liðunum en Keflvíkingar tóku upp á því að spila stífari vörn eftir því sem leið á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var þó frekar stirðbusalegur á köflum. Bæði lið voru að berjast af miklum krafti en körfuboltinn var að sama skapi ekki áferðafallegur og hittnin úr þriggja stiga skotum var afspyrnuslök. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-20. Makedóníumennirnir tveir og bandaríkjamaðurinn fóru fyrir liði Skallagríms og meðan sóknarkrafts þeirra naut ekki við var sóknarleikurinn vandræðalegur. Jafnræði hélst með liðunum og var staðan í hálfleik 39-35 Keflvíkingum í vil. Skallagrímur spiluðu agan sóknarleik og sterka vörn í seinni hálfleik og komust yfir 43-46 strax þegar 3 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Á þessum leikkafla má segja að Magnús Gunnarsson hafi haldið Keflvíkingum á floti með sóknarleik sínum en hann var funheitur í þriggja stiga skotum sínum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 60-58 Keflvíkingum í vil en þegar sex mínútur voru eftir jafnaði makedóníumaðurinn leikinn 66-66 og allt var því í járnum. Þegar mínúta var eftir dæmdu dómarar leiksins ruðning á skallagrím sem vakti litla hrifningu hjá Val Ingimundarsyni þjálfara Skallagrímur en Pétur Sigurðsson jafnaði fyrir Skallagrím með þriggja stiga körfu þegar innan við mínúta var eftir. Keflvíkingar flýttu sér í sókn og svo fór að brotið var á Elentínusi Margeirssyni leikmanni Keflavíkur sem fékk tvö skot en brenndi af þeim báðum. Því varð að framlengja leikinn. Jermain Williams reið á vaðið fyrir Keflvíkinga þegar staðan var jöfn 84-84 en hann tryggði Keflvíkingum sigur með laglegu sniðskoti þegar 4 sekúndur voru eftir af framlenginginu en hann fékk auk þess vítaskot sem hann hitti úr og endaði leikurinn því 87-84 keflvíkingum í vil. Í liði Keflvíkinga voru Jermain Williams, Magnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson bestir en hjá Skallagrímsmönnum voru Makedóníumennirnir tveir drjúgir ásamt Darryl Flake og Pétri Sigurðssyni. Valur Ingimundarson þjálfari Skallagrímsmanna var ekki ánægður með sína menn. "Við vorum bara klaufar að klúðra þessum leik. Við áttum að vinna Keflavík en nýttum okkur ekki gullið tækifæri til að fara með sigur af hólmi." Sigurður Ingimundarson var ánægður með leikinn og fannst sínir menn leika vel en hann sagði Skallagrímsmenn vera með hörkulið sem er til alls líklegt í vetur. Þótt leikurinn hafi verið spennandi er ljóst að bæði lið þurfa greinilega að fínpússa sinn leik en verða að öllum líkindum í toppbaráttunni í vetur. Stig Keflavíkur: Jermain Williams 25 (fráköst 11), Magnús Gunnarsson 22 (fráköst 11), Gunnar Einarsson 18, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Arnar Freyr Jónsson 5, Sverrir Þór Sverrisson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Halldór Örn Halldórsson 2, , Elentínus Margeirsson 1. Stig Skallagríms: Jovan Zdraveski 27, Darryl Flake 22 (13 fráköst), Pétur Sigurðsson 13, Dimitar Karadowski 11, Axel Kárason 4, Hafþór Gunnarsson 4 (6 stoðsendingar), Pálmi Sævarsson 2, Sveinn Blöndal 1. Áhorfendur: 250 Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Björgvin Rúnarsson, góðir. Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Fyrsta umferð Iceland Express deildarinnar hófst í gær þegar Keflvíkingar mættu Skallagrímsmönnum í íþróttahúsinu við sunnubraut en báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í vetur. Leikurinn var jafn og æsispennandi allan tímann og fór í framlengingu en lyktaði með naumum sigri Keflvíkinga 87-84. Leikurinn byrjaði með miklum látum og var mikið jafnræði með liðunum en Keflvíkingar tóku upp á því að spila stífari vörn eftir því sem leið á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var þó frekar stirðbusalegur á köflum. Bæði lið voru að berjast af miklum krafti en körfuboltinn var að sama skapi ekki áferðafallegur og hittnin úr þriggja stiga skotum var afspyrnuslök. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-20. Makedóníumennirnir tveir og bandaríkjamaðurinn fóru fyrir liði Skallagríms og meðan sóknarkrafts þeirra naut ekki við var sóknarleikurinn vandræðalegur. Jafnræði hélst með liðunum og var staðan í hálfleik 39-35 Keflvíkingum í vil. Skallagrímur spiluðu agan sóknarleik og sterka vörn í seinni hálfleik og komust yfir 43-46 strax þegar 3 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Á þessum leikkafla má segja að Magnús Gunnarsson hafi haldið Keflvíkingum á floti með sóknarleik sínum en hann var funheitur í þriggja stiga skotum sínum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 60-58 Keflvíkingum í vil en þegar sex mínútur voru eftir jafnaði makedóníumaðurinn leikinn 66-66 og allt var því í járnum. Þegar mínúta var eftir dæmdu dómarar leiksins ruðning á skallagrím sem vakti litla hrifningu hjá Val Ingimundarsyni þjálfara Skallagrímur en Pétur Sigurðsson jafnaði fyrir Skallagrím með þriggja stiga körfu þegar innan við mínúta var eftir. Keflvíkingar flýttu sér í sókn og svo fór að brotið var á Elentínusi Margeirssyni leikmanni Keflavíkur sem fékk tvö skot en brenndi af þeim báðum. Því varð að framlengja leikinn. Jermain Williams reið á vaðið fyrir Keflvíkinga þegar staðan var jöfn 84-84 en hann tryggði Keflvíkingum sigur með laglegu sniðskoti þegar 4 sekúndur voru eftir af framlenginginu en hann fékk auk þess vítaskot sem hann hitti úr og endaði leikurinn því 87-84 keflvíkingum í vil. Í liði Keflvíkinga voru Jermain Williams, Magnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson bestir en hjá Skallagrímsmönnum voru Makedóníumennirnir tveir drjúgir ásamt Darryl Flake og Pétri Sigurðssyni. Valur Ingimundarson þjálfari Skallagrímsmanna var ekki ánægður með sína menn. "Við vorum bara klaufar að klúðra þessum leik. Við áttum að vinna Keflavík en nýttum okkur ekki gullið tækifæri til að fara með sigur af hólmi." Sigurður Ingimundarson var ánægður með leikinn og fannst sínir menn leika vel en hann sagði Skallagrímsmenn vera með hörkulið sem er til alls líklegt í vetur. Þótt leikurinn hafi verið spennandi er ljóst að bæði lið þurfa greinilega að fínpússa sinn leik en verða að öllum líkindum í toppbaráttunni í vetur. Stig Keflavíkur: Jermain Williams 25 (fráköst 11), Magnús Gunnarsson 22 (fráköst 11), Gunnar Einarsson 18, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Arnar Freyr Jónsson 5, Sverrir Þór Sverrisson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Halldór Örn Halldórsson 2, , Elentínus Margeirsson 1. Stig Skallagríms: Jovan Zdraveski 27, Darryl Flake 22 (13 fráköst), Pétur Sigurðsson 13, Dimitar Karadowski 11, Axel Kárason 4, Hafþór Gunnarsson 4 (6 stoðsendingar), Pálmi Sævarsson 2, Sveinn Blöndal 1. Áhorfendur: 250 Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Björgvin Rúnarsson, góðir.
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum