Bradshaw hefur engan rétt til að tala svo harkalega til annarra þjóða 20. október 2006 12:34 Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit. Ben Bradsaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, gagnrýndi ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar á ný harkarlega í gær. Bradsaw sagði ákvörðunina óskiljanlega ekki hvað síst vegna þess að gefin hefðu verið út veiðileyfi á langreyði sem væri í útrýmingarhættu. Einar K. Guðfinsson sjávarútvegsráðherra segir að það hafi ekki komið honum á óvart að Bradshaw sé andvígur Íselndingum í hvalveiðimálum en það hafi hins vegar komið honum á óvart sá stóra bróður tónn sem verið hafi í yfirlýsingum hans. Hann telji að Bradshaw hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann hafi ekki stöðu til að tala svona til annarrar þjóðar. Einar segir að skýringin kunni að vera sú að hann sé að hafa uppi mjög rangar fullyrðingar og ef hann byggi skoðun sína á því að við séum að veiða úr stofnum sem séu í útrýmingarhættu sé ekki óeðlilegt að hann hrapi að svo röngum ályktunum. Stofnanir sem veitt sé úr þoli veiðina vel og meira til. Hvalur níu fór á miðin á þriðjudagskvöld. Skipið er nú statt úti fyrir Vestfjörðum og hefur enn ekki náð að veiða hval. Breski sjávarútvegsráðherrann sagði í gær að veiðar Íslendinga myndu verða til þess að draga úr áhuga almennings á að koma til Íslands og til að kaupa íslenskar vörur. Aðspurður segist Einar ekki telja að sá harkalegi tónn sem var í orðum Bradshaws hafi áhrif á samskipti Íslands og Bretlands. Bradshaw hafi þó verið með dulbúnar hótanir þar að lútandi en þegar hann hafi farið yfir málin í heild sinni trúi Einar ekki öðru en að Bradshaw komist að annarri niðurstöðu eins og allir skynsamir menn hljóti að gera. Snarpar umræður voru um málið á Alþingi í gær og gaf stjórnarandstaðan í skyn að ekki væri samstaða um málið í ríkisstjórn vegna fyrirvara frá umhverfisráðherra. Einar segir að ákvörðunin um veiðarnar sé formlega hans og hún hafi verið kynnt rækilega í ríkisstjórn og hún standi á bak við hann. Hann hefði ekki farið af stað með svo stórt mál í andstöðu við ríkisstjórnina. Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit. Ben Bradsaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, gagnrýndi ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar á ný harkarlega í gær. Bradsaw sagði ákvörðunina óskiljanlega ekki hvað síst vegna þess að gefin hefðu verið út veiðileyfi á langreyði sem væri í útrýmingarhættu. Einar K. Guðfinsson sjávarútvegsráðherra segir að það hafi ekki komið honum á óvart að Bradshaw sé andvígur Íselndingum í hvalveiðimálum en það hafi hins vegar komið honum á óvart sá stóra bróður tónn sem verið hafi í yfirlýsingum hans. Hann telji að Bradshaw hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann hafi ekki stöðu til að tala svona til annarrar þjóðar. Einar segir að skýringin kunni að vera sú að hann sé að hafa uppi mjög rangar fullyrðingar og ef hann byggi skoðun sína á því að við séum að veiða úr stofnum sem séu í útrýmingarhættu sé ekki óeðlilegt að hann hrapi að svo röngum ályktunum. Stofnanir sem veitt sé úr þoli veiðina vel og meira til. Hvalur níu fór á miðin á þriðjudagskvöld. Skipið er nú statt úti fyrir Vestfjörðum og hefur enn ekki náð að veiða hval. Breski sjávarútvegsráðherrann sagði í gær að veiðar Íslendinga myndu verða til þess að draga úr áhuga almennings á að koma til Íslands og til að kaupa íslenskar vörur. Aðspurður segist Einar ekki telja að sá harkalegi tónn sem var í orðum Bradshaws hafi áhrif á samskipti Íslands og Bretlands. Bradshaw hafi þó verið með dulbúnar hótanir þar að lútandi en þegar hann hafi farið yfir málin í heild sinni trúi Einar ekki öðru en að Bradshaw komist að annarri niðurstöðu eins og allir skynsamir menn hljóti að gera. Snarpar umræður voru um málið á Alþingi í gær og gaf stjórnarandstaðan í skyn að ekki væri samstaða um málið í ríkisstjórn vegna fyrirvara frá umhverfisráðherra. Einar segir að ákvörðunin um veiðarnar sé formlega hans og hún hafi verið kynnt rækilega í ríkisstjórn og hún standi á bak við hann. Hann hefði ekki farið af stað með svo stórt mál í andstöðu við ríkisstjórnina.
Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira