Viðbrögð Breta ekki eins sterk og búist hafði verið við 23. október 2006 12:00 Sænsk stjórnvöld eru ævareið hvalveiðum Íslendinga og skora á þá að þeim verði hætt hið fyrsta. Að mati sendiherra Íslands í Bretlandi eru viðbrögðin þar í landi við aflabrögðum helgarinnar ekki eins sterk og búist hafði verið við. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, fer á fund Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, á fimmtudaginn en þarlend stjórnvöld eru lítt hrifinn af hvalveiðum Íslendinga. Að öðru leyti virðast veiðarnar fá fremur litla athygli í breskum fjölmiðlum. Blöð á borð við Independent og Guardian, sem bæði fjalla mikið um umhverfsimál, segja stuttlega frá drápinu á langreyðinni aftarlega í blaðinu og BBC sýndi frá því þegar hvalurinn var dreginn á land í gær. Að sögn Sverris höfðu um 180 tölvuskeyti borist sendiráðinu um helgina þar sem hvalveiðunum var mótmælt, minna en búist hafði verið við. Í Svíþjóð fer umræðan og andstaðan við veiðarnar aftur á móti vaxandi enda fjölluðu sænskir fjölmiðlar talsvert um málið um helgina. Í viðtali við Dagens Nyheter gagnrýnir Andreas Carlgren, umhverfisráðherra, Íslendinga harðlega fyrir hvalveiðar og bendir á að það hafi einmitt verið fyrir mistök sænsku sendinefndarinnar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 2002 að Svíar mæltu með inngöngu Íslendinga í ráðið. Við inngönguna skuldbundu Íslendingar sig til að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Svíar reyndu á sínum tíma að ógilda atkvæðagreiðsluna þegar þeir áttuðu sig á hvað fyrirvarinn þýddi, en án árangurs. Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Sænsk stjórnvöld eru ævareið hvalveiðum Íslendinga og skora á þá að þeim verði hætt hið fyrsta. Að mati sendiherra Íslands í Bretlandi eru viðbrögðin þar í landi við aflabrögðum helgarinnar ekki eins sterk og búist hafði verið við. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, fer á fund Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, á fimmtudaginn en þarlend stjórnvöld eru lítt hrifinn af hvalveiðum Íslendinga. Að öðru leyti virðast veiðarnar fá fremur litla athygli í breskum fjölmiðlum. Blöð á borð við Independent og Guardian, sem bæði fjalla mikið um umhverfsimál, segja stuttlega frá drápinu á langreyðinni aftarlega í blaðinu og BBC sýndi frá því þegar hvalurinn var dreginn á land í gær. Að sögn Sverris höfðu um 180 tölvuskeyti borist sendiráðinu um helgina þar sem hvalveiðunum var mótmælt, minna en búist hafði verið við. Í Svíþjóð fer umræðan og andstaðan við veiðarnar aftur á móti vaxandi enda fjölluðu sænskir fjölmiðlar talsvert um málið um helgina. Í viðtali við Dagens Nyheter gagnrýnir Andreas Carlgren, umhverfisráðherra, Íslendinga harðlega fyrir hvalveiðar og bendir á að það hafi einmitt verið fyrir mistök sænsku sendinefndarinnar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 2002 að Svíar mæltu með inngöngu Íslendinga í ráðið. Við inngönguna skuldbundu Íslendingar sig til að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Svíar reyndu á sínum tíma að ógilda atkvæðagreiðsluna þegar þeir áttuðu sig á hvað fyrirvarinn þýddi, en án árangurs.
Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira