Viðskipti innlent

Bati á fasteignamarkaði

Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu
Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu Mynd/GVA

148 kaupsamningum var þinglýst á fasteignamarkaði í síðustu viku. Þetta er 70 prósentum meiri velta en í ágústmánuði sem var einn sá rólegasti um langt skeið, að sögn greiningardeildar Kaupþings.

Deildin segir í Hálffimmfréttum sínum í dag að ef fram haldi sem horfi sé þess ekki langt að bíða að veltan verði komin í takt við meðaltal síðustu ára eftir fjóra rólega mánuði.

Á síðustu 5 árum hefur tæplega 190 kaupsamningum verið þinglýst að meðaltali í viku hverri í október. Þrátt fyrir að lítil velta síðustu mánaða endurspegli dræma eftirspurn á fasteignamarkaði hafa verð á íbúðum ekki fylgt í kjölfarið ólíkt því sem gerðist árið 2001. Hluti af skýringunni gæti verið að um þessar mundir seljist einkum gæðameiri og betur staðsettar íbúðir á meðan lakari íbúðir lenda frekar í sölutregðu. Því geti hækkun íbúðaverðs verið ofmetin þar sem vísitala íbúðaverðs er að litlu leyti gæðaleiðrétt, að sögn deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×