Skipverjar á Hval 9 veiddu í dag þriðju langreyðina frá því að atvinnuveiðar hófust á ný í síðustu viku. Hvalveiðimenn hófu leit að hval um tíuleytið í morgun úti fyrir Snæfellsnesi þegar það var orðið leitarbjart og komu fljótlega auga hvalinn og fleiri til. Hvalurinn var svo skotinn rétt um hádegisbil en hann mun vera um 62 fet eða eilítið minni en fyrri hvalirnir tveir sem veiðst hafa. Hvalur 9 nú á leið með fenginn til Hvalfjarðar og er búist við að hann komi þangað um níuleytið í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort báturinn fer þá aftur til veiða en að sögn bátsmanna virðist töluvert að langreyði við landið.
Þriðja langreyðurin skotin úti fyrir Snæfellsnesi
