Bretar vilja samkomulag til framtíðar 31. október 2006 18:45 Bresk stjórnvöld leggja áherslu á að nýr samningur um losun gróðurhúsalofttegunda verði tilbúinn eigi síðar en árið 2008. Kyoto-bókunin um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda gildi aðeins til ársins 2012. Sir Nicholas Stern, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, spáir alheimskreppu verði ekkert gert til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda í nýrir skýrslu fyrir bresk stjórnvöld sem birt var í gær. Bretar leggja mikla áherslu á að nýtt samkomulag um losun gróðurhúsalofttegunda sem gert verði í samvinnu við átta helstu iðnríki heims og fimm stærstu þróunarríkin. Gordons Brown, fjármálaráðherra Breta, leggur til að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu um þrjátíu prósent fyrir árið 2020 og um að minnsta kosti sextíu prósent fyrir árið 2050. Stefnt verði að því að fimm prósent allra bíla í Bretlandi gangi fyrir vistvænu eldsneyti árið 2010. David Miliband, umhverfisráðherra Breta, mun, að sögn Sky fréttastofunnar, hafa undirbúið áætlun sem lekið hefur verið í breska fjölmiðla. Þar eru lagðir til skattar á eldsneyti og flugmiða því bílar og flugvélar mengi einna mest. Bretar ætla að senda Stern til Ástralíu, Bandaríkjanna, Indlands og Kína til að kynna nýja skýrslu sína nánar. Ástralir gefa lítið fyrir niðurstöður Sterns. Stjórnvöld þar segja megnunarskatta aðeins hækka orkuverð til neytenda, þar á meðal almennings og því muni störf færast frá Ástralíu til annarra ríkja. Peter Costello, fjármálaráðherra Ástralíu, segir að ef Ástralir myndu loka öllum orkuverum í Ástralíu í dag myndu Kínverjar opna jafn mörg, ef ekki fleiri innan árs. Fulltrúar 189 ríkja heims koma saman til árlegs fundar um Kyoto-bókunina í Næróbí í Kenía í næstu viku. Ætla má að skýrsla Sir Nicholas Sterns, hagfræðings verði þar til umræðu. Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, sækir fundinn fyrir hönd Íslands. Erlent Fréttir Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Bresk stjórnvöld leggja áherslu á að nýr samningur um losun gróðurhúsalofttegunda verði tilbúinn eigi síðar en árið 2008. Kyoto-bókunin um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda gildi aðeins til ársins 2012. Sir Nicholas Stern, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, spáir alheimskreppu verði ekkert gert til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda í nýrir skýrslu fyrir bresk stjórnvöld sem birt var í gær. Bretar leggja mikla áherslu á að nýtt samkomulag um losun gróðurhúsalofttegunda sem gert verði í samvinnu við átta helstu iðnríki heims og fimm stærstu þróunarríkin. Gordons Brown, fjármálaráðherra Breta, leggur til að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu um þrjátíu prósent fyrir árið 2020 og um að minnsta kosti sextíu prósent fyrir árið 2050. Stefnt verði að því að fimm prósent allra bíla í Bretlandi gangi fyrir vistvænu eldsneyti árið 2010. David Miliband, umhverfisráðherra Breta, mun, að sögn Sky fréttastofunnar, hafa undirbúið áætlun sem lekið hefur verið í breska fjölmiðla. Þar eru lagðir til skattar á eldsneyti og flugmiða því bílar og flugvélar mengi einna mest. Bretar ætla að senda Stern til Ástralíu, Bandaríkjanna, Indlands og Kína til að kynna nýja skýrslu sína nánar. Ástralir gefa lítið fyrir niðurstöður Sterns. Stjórnvöld þar segja megnunarskatta aðeins hækka orkuverð til neytenda, þar á meðal almennings og því muni störf færast frá Ástralíu til annarra ríkja. Peter Costello, fjármálaráðherra Ástralíu, segir að ef Ástralir myndu loka öllum orkuverum í Ástralíu í dag myndu Kínverjar opna jafn mörg, ef ekki fleiri innan árs. Fulltrúar 189 ríkja heims koma saman til árlegs fundar um Kyoto-bókunina í Næróbí í Kenía í næstu viku. Ætla má að skýrsla Sir Nicholas Sterns, hagfræðings verði þar til umræðu. Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, sækir fundinn fyrir hönd Íslands.
Erlent Fréttir Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira