Fótbolti

Áfall að tapa þessum leik

Sir Alex Ferguson
Sir Alex Ferguson NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson segir að það hafi verið algjört áfall fyrir sig og sína menn í Manchester United að tapa fyrir Celtic í Meistaradeildinni í kvöld, en enska liðið hafði tögl og haldir áður en frábær aukaspyrna Japanans Nakamura tryggði Celtic sigurinn.

"Ég verð að viðurkenna að það er mjög erfitt að kyngja því að við höfum tapað þessum leik, en við kláruðum ekki færin okkar og það sýndi sig enn og aftur í kvöld að ef maður klárar ekki færin sín getur alltaf farið illa," sagði Ferguson, en hans menn eiga erfiða leiki fyrir höndum á næstunni. Um næstu helgi mætir liðið Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og í byrjun næsta mánaðar þarf liði svo að kljást við Benfica um að komast áfram í Meistaradeildinni. Celtic tryggði sig áfram í 16-liða úrslit með sigrinum í kvöld, en United bíður nú lokaeinvígi við Benfica líkt og í fyrra, en þá sló portúgalska liðið United úr keppni.

"Ég hef samt engar stórar áhyggjur af því að við klárum okkur ekki af í riðlinum, því við höfum verið að ná fínum árangri á heimavelli," sagði Ferguson og bætti við að hann hefði fulla trú á framherjanum Louis Saha þó hann hefði misnotað góð færi og vítaspyrnu í kvöld.

"Saha á eftir að klikka á fleiri vítaspyrnum á ferlinum og það er enginn heimsendir fyrir hann. Við erum lið og við tökum svona vonbrigðum sem lið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×