Tökum þátt í forvali 2. desember 2006 05:00 Forval Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag. Þá veljum við þá sveit sem mun leiða framboð flokksins í þremur kjördæmum, í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Þetta er áreiðanlega í fyrsta skipti sem valið er sameiginlega á framboðslista fyrir fleiri en eitt kjördæmi utan Reykjavíkur. Hefur þessi nýbreytni vakið athygli langt út fyrir raðir flokksmanna VG og mælst vel fyrir. Líklegt er að aðrir flokkar muni í kjölfarið feta í fótspor okkar vinstri grænna, gefist þessi leið vel. Frambjóðendur í forvalinu eru 30 talsins. Öflug sveit kvenna og karla með mismunandi bakgrunn og reynslu. Ég gef kost á mér í þessu forvali og bið um stuðning félagsmanna í 1.-2. sæti á einhverjum hinna þriggja framboðslista en kosið er um þrjá einstaklinga í hvert sæti 1.-4., alls 12 manns. Ég tel meðal brýnustu verkefna stjórnmála næstu ára vera m.a. að byggja upp atvinnulíf sem tekur mið af hagsmunum komandi kynslóða með umhverfis- og náttúruvernd að leiðarljósi, að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, efla almenningssamgöngur, treysta stoðir allra skólastiga og tryggja jafnrétti til náms og stórefla rannsóknir og vísindi. Þá er nauðsynlegt að útrýma launamun kynjanna og ráða niðurlögum kynbundins ofbeldis, tryggja jafnt aðgengi allra að samfélaginu og standa vörð um eitt öflugt heilbrigðis- og velferðarkerfi fyrir alla landsmenn svo fátt eitt sé nefnt. Við vinstri græn höfum sterka málefnastöðu og sjónarmið okkar eiga vaxandi fylgi að fagna meðal landsmanna. Þjóðin hefur fengið nóg af eyðimerkurgöngu taumlausrar stóriðjustefnu og undirlægjuháttar gagnvart erlendu herveldi sem núverandi ríkisstjórn hefur leitt. Sömuleiðis vaxandi misskiptingu í samfélaginu og niðurskurði í velferðar- og menntamálum. Það er rík þörf á að snúa við stjórnarstefnunni og það verður einungis gert með því að núverandi ríkisstjórn verði felld og ný stjórn með sterki aðkomu vinstri grænna taki við. Í forvalinu munum við velja okkur sterka og samhenta sigursveit sem getur einmitt tekist á við núverandi ríkisstjórnarflokka og snúið við blaðinu með hagsmuni alls almennings að leiðarljósi. Með samstilltu átaki, góðum málstað og öflugri sveit frambjóðenda mun okkur takast það. Höfundur er frambjóðandi í forvali VG á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Forval Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag. Þá veljum við þá sveit sem mun leiða framboð flokksins í þremur kjördæmum, í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Þetta er áreiðanlega í fyrsta skipti sem valið er sameiginlega á framboðslista fyrir fleiri en eitt kjördæmi utan Reykjavíkur. Hefur þessi nýbreytni vakið athygli langt út fyrir raðir flokksmanna VG og mælst vel fyrir. Líklegt er að aðrir flokkar muni í kjölfarið feta í fótspor okkar vinstri grænna, gefist þessi leið vel. Frambjóðendur í forvalinu eru 30 talsins. Öflug sveit kvenna og karla með mismunandi bakgrunn og reynslu. Ég gef kost á mér í þessu forvali og bið um stuðning félagsmanna í 1.-2. sæti á einhverjum hinna þriggja framboðslista en kosið er um þrjá einstaklinga í hvert sæti 1.-4., alls 12 manns. Ég tel meðal brýnustu verkefna stjórnmála næstu ára vera m.a. að byggja upp atvinnulíf sem tekur mið af hagsmunum komandi kynslóða með umhverfis- og náttúruvernd að leiðarljósi, að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, efla almenningssamgöngur, treysta stoðir allra skólastiga og tryggja jafnrétti til náms og stórefla rannsóknir og vísindi. Þá er nauðsynlegt að útrýma launamun kynjanna og ráða niðurlögum kynbundins ofbeldis, tryggja jafnt aðgengi allra að samfélaginu og standa vörð um eitt öflugt heilbrigðis- og velferðarkerfi fyrir alla landsmenn svo fátt eitt sé nefnt. Við vinstri græn höfum sterka málefnastöðu og sjónarmið okkar eiga vaxandi fylgi að fagna meðal landsmanna. Þjóðin hefur fengið nóg af eyðimerkurgöngu taumlausrar stóriðjustefnu og undirlægjuháttar gagnvart erlendu herveldi sem núverandi ríkisstjórn hefur leitt. Sömuleiðis vaxandi misskiptingu í samfélaginu og niðurskurði í velferðar- og menntamálum. Það er rík þörf á að snúa við stjórnarstefnunni og það verður einungis gert með því að núverandi ríkisstjórn verði felld og ný stjórn með sterki aðkomu vinstri grænna taki við. Í forvalinu munum við velja okkur sterka og samhenta sigursveit sem getur einmitt tekist á við núverandi ríkisstjórnarflokka og snúið við blaðinu með hagsmuni alls almennings að leiðarljósi. Með samstilltu átaki, góðum málstað og öflugri sveit frambjóðenda mun okkur takast það. Höfundur er frambjóðandi í forvali VG á höfuðborgarsvæðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar