Athugasemd gerð við innihald vefsíðu 15. desember 2006 19:00 Verkfræðinemi, sem birti ítarlegan leiðarvísi á íslensku um sprengjugerð og kveikibúnað á háskólavefsíðu sinni, skrifaði leiðbeiningarnar ekki sjálfur heldur fann þær við heimildaöflun á vefnum. Forseti verkfræðideildar hafði samband við nemann í dag og gerði athugasemd við innihald síðunnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að leiðarvísirinn hefði verið öllum aðgengilegur á háskólavefsvæði verkfræðinemans. Hann hafi svo verið tekinn af vefnum eftir að fréttamaður ræddi við nemann. Eftirlit er haft með því að engar óviðurkvæmilegar upplýsingar séu birtar á þeim vefsvæðum sem nemendum við Háskóla Íslands er úthlutað við upphaf náms. Þeim sé frjálst að birta það sem þeir vilji ar en það þýði þó ekki að allt sé leyfilegt. Sigurður Brynjólfsson, forseti verkfræðideildar Háskólans, segist sjaldan hafa þurft að gera athugasemdir við innihald á síðum nemenda sinna síðustu fimm árin, í mesta lagi tvisvar eða þrisvar. Í þetta sinn hafi hann þó hringt í viðkomandi nemanda og bent honum á að þetta hafi ekki verið við hæfi. Hann hafi beðist afsökunar. Sigurður segir að af hans hálfu verði engir eftirmál af þessu. Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá nemandanum að hann hafi ekki skrifað leiðbeiningarnar sjálfur heldur fundið þær við heimildaöflun vegna efnafræðiáfanga. Hann hafi afráðið að birta þær en síðan fjarlægt af netinu í gær. Hann hafi reynt að finna upprunalegu birtingarsíðuna á netinu í gær en ekki fundið hana aftur. Við leit sína hafi hann veitt því athygli að upplýsingarnar væri nú að finna á ýmsum bloggsíðum. Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Verkfræðinemi, sem birti ítarlegan leiðarvísi á íslensku um sprengjugerð og kveikibúnað á háskólavefsíðu sinni, skrifaði leiðbeiningarnar ekki sjálfur heldur fann þær við heimildaöflun á vefnum. Forseti verkfræðideildar hafði samband við nemann í dag og gerði athugasemd við innihald síðunnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að leiðarvísirinn hefði verið öllum aðgengilegur á háskólavefsvæði verkfræðinemans. Hann hafi svo verið tekinn af vefnum eftir að fréttamaður ræddi við nemann. Eftirlit er haft með því að engar óviðurkvæmilegar upplýsingar séu birtar á þeim vefsvæðum sem nemendum við Háskóla Íslands er úthlutað við upphaf náms. Þeim sé frjálst að birta það sem þeir vilji ar en það þýði þó ekki að allt sé leyfilegt. Sigurður Brynjólfsson, forseti verkfræðideildar Háskólans, segist sjaldan hafa þurft að gera athugasemdir við innihald á síðum nemenda sinna síðustu fimm árin, í mesta lagi tvisvar eða þrisvar. Í þetta sinn hafi hann þó hringt í viðkomandi nemanda og bent honum á að þetta hafi ekki verið við hæfi. Hann hafi beðist afsökunar. Sigurður segir að af hans hálfu verði engir eftirmál af þessu. Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá nemandanum að hann hafi ekki skrifað leiðbeiningarnar sjálfur heldur fundið þær við heimildaöflun vegna efnafræðiáfanga. Hann hafi afráðið að birta þær en síðan fjarlægt af netinu í gær. Hann hafi reynt að finna upprunalegu birtingarsíðuna á netinu í gær en ekki fundið hana aftur. Við leit sína hafi hann veitt því athygli að upplýsingarnar væri nú að finna á ýmsum bloggsíðum.
Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira