Færri kertabrunar 17. desember 2006 13:45 Fyrstu tvær vikurnar í desember hefur kertabrunum fækkað um 75% frá meðaltali síðustu ára sem telur 24 kertabruna á tímabilinu. Einungis sex kertabrunar hafa verið tilkynntir. Það þarf einungis neista, eða gust sem fær gardínur til að blakta yfir kertaloga, til að kviknað geti mikið bál. Og ef ekki er slökkvitæki eða vatn við hendina getur farið mjög illa. Einar Guðmundsson hjá Forvarnarhúsi Sjóvár segir afar ánægjulegt að sjá fækkun tilfella. Einar segir einnig ánægjulegt að sjá hversu vel blómaverslanir vandi gerð skreytinga með kramahúsum og sjálfslökkvandi kertum, en fólk sem geri skreytingar sjálft þurfti að passa að ekki sé eldsmatur nálægt loganum. Hann segir hættu á kertabrunum aukast á næstu vikum. Þegar líði á aðventuna og þegar jólin komi þá sé grenið orðið miklu þurrara og kertin farin að brenna neðar og þá fjölgi kertabrunum. Sérstaklega nefnir Einar aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Einnig tiltekur hann þrettándann. Þetta séu þeir dagar þar sem kertabrunar séu flestir. Reykskynjarar eru ódýrasta líftryggingin og þegar manntjón verður af eldi, er það oftast vegna þess að ekki eru virkir reykskynjarar á staðnum. Slökkviliðið brýnir fyrir fólki að endurnýja rafhlöður árlega, helst á aðventunni. Jón Pétursson hjá slökkviliðinu bendir auk þess á að ruslpóstur safnist ekki saman í stigagöngum fjölbýlishúsa. Dæmi sanni að ár hvert gangi undir drengir í hús og kveiki í og reyni að sprengja póstkassa. Oft á tíðum verði þessi tilfelli alvarlegri en efni stóðu til, hrekkur verði kannski að efni í stórslys. Fréttir Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Fyrstu tvær vikurnar í desember hefur kertabrunum fækkað um 75% frá meðaltali síðustu ára sem telur 24 kertabruna á tímabilinu. Einungis sex kertabrunar hafa verið tilkynntir. Það þarf einungis neista, eða gust sem fær gardínur til að blakta yfir kertaloga, til að kviknað geti mikið bál. Og ef ekki er slökkvitæki eða vatn við hendina getur farið mjög illa. Einar Guðmundsson hjá Forvarnarhúsi Sjóvár segir afar ánægjulegt að sjá fækkun tilfella. Einar segir einnig ánægjulegt að sjá hversu vel blómaverslanir vandi gerð skreytinga með kramahúsum og sjálfslökkvandi kertum, en fólk sem geri skreytingar sjálft þurfti að passa að ekki sé eldsmatur nálægt loganum. Hann segir hættu á kertabrunum aukast á næstu vikum. Þegar líði á aðventuna og þegar jólin komi þá sé grenið orðið miklu þurrara og kertin farin að brenna neðar og þá fjölgi kertabrunum. Sérstaklega nefnir Einar aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Einnig tiltekur hann þrettándann. Þetta séu þeir dagar þar sem kertabrunar séu flestir. Reykskynjarar eru ódýrasta líftryggingin og þegar manntjón verður af eldi, er það oftast vegna þess að ekki eru virkir reykskynjarar á staðnum. Slökkviliðið brýnir fyrir fólki að endurnýja rafhlöður árlega, helst á aðventunni. Jón Pétursson hjá slökkviliðinu bendir auk þess á að ruslpóstur safnist ekki saman í stigagöngum fjölbýlishúsa. Dæmi sanni að ár hvert gangi undir drengir í hús og kveiki í og reyni að sprengja póstkassa. Oft á tíðum verði þessi tilfelli alvarlegri en efni stóðu til, hrekkur verði kannski að efni í stórslys.
Fréttir Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira