Tælir skjólstæðinga til kynlífsathafna 17. desember 2006 18:42 Guðmundur Jónsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins, hefur ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið hundruð milljóna króna í opinberum framlögum en fjármál meðferðarheimilisins eru í miklum ólestri. Um þetta er fjallað í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Byrgið hefur um árabil rekið meðferðarheimili fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista en starfið er allt unnið á kristilegum grunni. Kompás hefur undir höndum gögn sem sanna að Guðmundur Jónsson , forstöðumaður Byrgisins tók ítrekað þátt í kynlífsathöfnum með ungum konum, skjólstæðingum sínum í meðferðarstarfinu. Í þættinum í kvöld vitna konur um hvernig hann tældi þær til kynlífsathafna sem vægast sagt verða taldar óhefðbundnar. Þar er um svokallað BDSM kynlíf þar sem valdbeiting og drottnun er grunnþema. Viðmælandi Kompáss segir Guðmund halda því fram að Guð lækni í gegnum hann. Hann geti fyrirgefið syndir fyrir hönd Guðs og að sæði hans lækni. Þrátt fyrir að Kompás hafi vitnisburð fjögurra kvenna um eigin reynslu og annara á þessu sviði þvertekur Guðmundur fyrir að þessar ásakanir séu sannar. Hann segir þær algjöra þvælu. Gögn sem Kompás hefur sýna að Guðmundur fer ekki með rétt mál meðal annars tölvupóstar og myndskilaboð sem Guðmundur hefur sent. Meðal annars myndskilaboð þar sem hann hefur myndað getnaðarlim sinn og sent í síma konu sem var í meðferð. Kompás hefur einnig rannsakað fjármál Byrgisins og hefur það eftir heimildarmönnum sínum að óreiða sé á fjármálum líknarfélagsins. Guðmundur Jónsson er sagður hafa notað fé félagsins í eigin þágu og til að tæla til sín stúlkur. Fram kemur í þættinum að Guðmundur hafi keypt gjafir handa stúlkunum svo sem eins og skartgripi og föt. Í skýrslu sem varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins lét gera árið 2001, skýrsla sem Kompás komst yfir, kemur fram að fjármálastjórn Byrgisins sé í molum. Þrátt fyrir þetta hefur ekkert lát orðið á opinberum stuðningi við Byrgið. Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sjá meira
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins, hefur ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið hundruð milljóna króna í opinberum framlögum en fjármál meðferðarheimilisins eru í miklum ólestri. Um þetta er fjallað í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Byrgið hefur um árabil rekið meðferðarheimili fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista en starfið er allt unnið á kristilegum grunni. Kompás hefur undir höndum gögn sem sanna að Guðmundur Jónsson , forstöðumaður Byrgisins tók ítrekað þátt í kynlífsathöfnum með ungum konum, skjólstæðingum sínum í meðferðarstarfinu. Í þættinum í kvöld vitna konur um hvernig hann tældi þær til kynlífsathafna sem vægast sagt verða taldar óhefðbundnar. Þar er um svokallað BDSM kynlíf þar sem valdbeiting og drottnun er grunnþema. Viðmælandi Kompáss segir Guðmund halda því fram að Guð lækni í gegnum hann. Hann geti fyrirgefið syndir fyrir hönd Guðs og að sæði hans lækni. Þrátt fyrir að Kompás hafi vitnisburð fjögurra kvenna um eigin reynslu og annara á þessu sviði þvertekur Guðmundur fyrir að þessar ásakanir séu sannar. Hann segir þær algjöra þvælu. Gögn sem Kompás hefur sýna að Guðmundur fer ekki með rétt mál meðal annars tölvupóstar og myndskilaboð sem Guðmundur hefur sent. Meðal annars myndskilaboð þar sem hann hefur myndað getnaðarlim sinn og sent í síma konu sem var í meðferð. Kompás hefur einnig rannsakað fjármál Byrgisins og hefur það eftir heimildarmönnum sínum að óreiða sé á fjármálum líknarfélagsins. Guðmundur Jónsson er sagður hafa notað fé félagsins í eigin þágu og til að tæla til sín stúlkur. Fram kemur í þættinum að Guðmundur hafi keypt gjafir handa stúlkunum svo sem eins og skartgripi og föt. Í skýrslu sem varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins lét gera árið 2001, skýrsla sem Kompás komst yfir, kemur fram að fjármálastjórn Byrgisins sé í molum. Þrátt fyrir þetta hefur ekkert lát orðið á opinberum stuðningi við Byrgið.
Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sjá meira