Búið er að aflýsa flugi til Vestmannaeyja í dag vegna vinds. Eins hefur flugi til Grænlands verið aflýst vegna veðurs en þangað átti að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli klukkan hálf tíu í morgun.
Ein flugvél fór til Akureyrar í morgun og önnur til Egilsstaða eins og áætlað var. Ekkert var flogið til Ísafjarðar í gær og þangað er ófært sem stendur en það verður athugað aftur nú rúmlega tíu en flugið er áætlað fimm mínútur fyrir tólf og brugðið getur til beggja vona.