Áróður álmanna Katrín Jakobsdóttir skrifar 2. janúar 2007 06:00 Katrín Jakobsdóttir skrifar. Hafnfirðingar fengu allir gjöf frá Alcan nú fyrir jólin. Í ljósvakamiðlum mátti sjá auglýsingar frá álfyrirtækjum og í prentmiðlum myndir af brosandi fólki við störf sín í álverum. Áróður álfyrirtækjanna er kominn á fullt enda átta forsvarsmenn þeirra sig á því að í kosningunum hér á landi í vor verður kosið um umhverfismál. Ekki bara náttúruverndarmál í þröngum skilningi heldur umhverfisverndarmál og ábyrgð Íslendinga í hnattrænu samhengi. Og svo mikið er víst að álfyrirtækin munu leggja sitt af mörkum til að hér verði engin stefnubreyting. Hart hefur verið deilt um stórvirkjanir og náttúruspjöll af þeirra völdum undanfarin ár og hefur svo hart verið tekist á að forsvarsmenn Framsóknarflokksins afneita stóriðjustefnunni sem núverandi ríkisstjórn hefur rekið, m.a. með lágu orkuverði til stóriðjufyrirtækja, skattaívilnunum og þeirri staðreynd að íslensk náttúra hefur einskis verið metin þegar reisa á virkjanir og stóriðjuver. Nú er svo komið að við Íslendingar þurfum að velja hvert við stefnum og taka afstöðu óháð áróðri álfyrirtækjanna. Ætlum við að byggja hér upp einhæft atvinnulíf, auka hér losun gróðurhúsalofttegunda þvert á öll alþjóðleg markmið og spilla náttúru landsins enn frekar. Víglínan hefur verið dregin. Fyrir liggja óskir stóriðjumanna um allt að 250.000 tonna álver í Helguvík, allt að 250 þúsund tonna álver við Húsavík, stækkun á Grundartanga upp í 260.000 tonn og síðast en ekki síst stækkun í Straumsvík upp í heil 460 þúsund tonn! Ekki má gleyma álverinu í Reyðarfirði sem verður rúm 340.000 tonn. Það er tími til kominn til að staldra við. Fyrir utan álverið í Reyðarfirði er hægt að endurskoða öll þau vilyrði sem liggja fyrir um álverksmiðjur. Til þess er engum betur treystandi en Vinstri-grænum sem hafa lagt línurnar í umhverfismálaumræðu hér á landi. Nú þarf að stoppa áður en höfuðborgarsvæðið allt verður umkringt af verksmiðjum. Það þarf að hugsa til framtíðar og átta sig á því að þessar verksmiðjur verða ekki knúnar nema með verulegum spjöllum á náttúru landsins. Það þarf að velja aðra kosti til að tryggja hér fjölbreytt og nútímavætt atvinnulíf í góðri sátt við náttúru landsins og í samræmi við alþjóðleg markmið í loftslagsmálum. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifar. Hafnfirðingar fengu allir gjöf frá Alcan nú fyrir jólin. Í ljósvakamiðlum mátti sjá auglýsingar frá álfyrirtækjum og í prentmiðlum myndir af brosandi fólki við störf sín í álverum. Áróður álfyrirtækjanna er kominn á fullt enda átta forsvarsmenn þeirra sig á því að í kosningunum hér á landi í vor verður kosið um umhverfismál. Ekki bara náttúruverndarmál í þröngum skilningi heldur umhverfisverndarmál og ábyrgð Íslendinga í hnattrænu samhengi. Og svo mikið er víst að álfyrirtækin munu leggja sitt af mörkum til að hér verði engin stefnubreyting. Hart hefur verið deilt um stórvirkjanir og náttúruspjöll af þeirra völdum undanfarin ár og hefur svo hart verið tekist á að forsvarsmenn Framsóknarflokksins afneita stóriðjustefnunni sem núverandi ríkisstjórn hefur rekið, m.a. með lágu orkuverði til stóriðjufyrirtækja, skattaívilnunum og þeirri staðreynd að íslensk náttúra hefur einskis verið metin þegar reisa á virkjanir og stóriðjuver. Nú er svo komið að við Íslendingar þurfum að velja hvert við stefnum og taka afstöðu óháð áróðri álfyrirtækjanna. Ætlum við að byggja hér upp einhæft atvinnulíf, auka hér losun gróðurhúsalofttegunda þvert á öll alþjóðleg markmið og spilla náttúru landsins enn frekar. Víglínan hefur verið dregin. Fyrir liggja óskir stóriðjumanna um allt að 250.000 tonna álver í Helguvík, allt að 250 þúsund tonna álver við Húsavík, stækkun á Grundartanga upp í 260.000 tonn og síðast en ekki síst stækkun í Straumsvík upp í heil 460 þúsund tonn! Ekki má gleyma álverinu í Reyðarfirði sem verður rúm 340.000 tonn. Það er tími til kominn til að staldra við. Fyrir utan álverið í Reyðarfirði er hægt að endurskoða öll þau vilyrði sem liggja fyrir um álverksmiðjur. Til þess er engum betur treystandi en Vinstri-grænum sem hafa lagt línurnar í umhverfismálaumræðu hér á landi. Nú þarf að stoppa áður en höfuðborgarsvæðið allt verður umkringt af verksmiðjum. Það þarf að hugsa til framtíðar og átta sig á því að þessar verksmiðjur verða ekki knúnar nema með verulegum spjöllum á náttúru landsins. Það þarf að velja aðra kosti til að tryggja hér fjölbreytt og nútímavætt atvinnulíf í góðri sátt við náttúru landsins og í samræmi við alþjóðleg markmið í loftslagsmálum. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun