Spennandi ár fram undan 3. janúar 2007 06:30 Friðrik Jóhannsson, forstjóri Straums-Burðaráss, fjárfestingarbanka. Það má með sanni segja að það hafi verið líf í mörkuðunum á því ári sem nú er að renna sitt skeið. Það hefur einnig verið viðburðarríkt hjá okkur í Straumi-Burðarási; umtalsverðar breytingar í hluthafahópnum, geysilega góð afkoma, kaup á breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners í London, formleg opnun útibús í Danmörku, níföldun vaxta- og þóknunartekna á fyrstu níu mánuðum ársins, tilkynnt um fyrirhugaða opnun útibús bankans í Bretlandi og síðast en ekki síst sú ákvörðun stjórnar Straums-Burðaráss að færa og semja ársreikning bankans í evrum. Íslendingar, hversu mikil sem hlutabréfaeign þeirra er, eru alþjóðlegir í hugsun. Þrátt fyrir að hafa vanist gjaldmiðli sem eingöngu er notaður hér á landi, eru þeir vanir því að nota erlenda gjaldmiðla á ferðalögum og margir þekkja gengi á fjölmörgun erlendum myntum. Nokkur fjöldi Íslendinga á sparnað í erlendum myntum, gjaldeyri eða erlend verðbréf. Í raun má segja að þessi ákvörðun okkar nú í desember sé hluti af aukinni alþjóðavæðingu. Meira en helmingur tekna Straums-Burðaráss kemur í dag erlendis frá. Þegar eru nokkur önnur fyrirtæki farin að færa reikninga sína í evrum. Íslenska kauphöllin hefur verið sameinuð erlendri kauphöll og íslensk hlutabréf verða nú skráð þar. Evran er stærsti gjaldmiðill Norður-Evrópu, sem við skilgreinum sem okkar markaðssvæði. Við stefnum að því að vera leiðandi norrænn fjárfestingabanki og sú ákvörðun að færa bókhald og reikninga Straums-Burðaráss í evrum mun hjálpa okkur að ná því markmiði. Þetta gerum við með langtíma hagsmuni bankans, og þar með hluthafa hans, í huga. Bankinn hefur þróast hratt og vaxið mikið á stuttum tíma en við erum rétt að byrja. Árið 2007 verður spennandi ár í sögu Straums-Burðaráss. Þessi grein átti að birtast með öðrum greinum forystufólks viðskiptalífsins í áramótablaði Markaðarins en féll út vegna mistaka í vinnslu. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Það má með sanni segja að það hafi verið líf í mörkuðunum á því ári sem nú er að renna sitt skeið. Það hefur einnig verið viðburðarríkt hjá okkur í Straumi-Burðarási; umtalsverðar breytingar í hluthafahópnum, geysilega góð afkoma, kaup á breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners í London, formleg opnun útibús í Danmörku, níföldun vaxta- og þóknunartekna á fyrstu níu mánuðum ársins, tilkynnt um fyrirhugaða opnun útibús bankans í Bretlandi og síðast en ekki síst sú ákvörðun stjórnar Straums-Burðaráss að færa og semja ársreikning bankans í evrum. Íslendingar, hversu mikil sem hlutabréfaeign þeirra er, eru alþjóðlegir í hugsun. Þrátt fyrir að hafa vanist gjaldmiðli sem eingöngu er notaður hér á landi, eru þeir vanir því að nota erlenda gjaldmiðla á ferðalögum og margir þekkja gengi á fjölmörgun erlendum myntum. Nokkur fjöldi Íslendinga á sparnað í erlendum myntum, gjaldeyri eða erlend verðbréf. Í raun má segja að þessi ákvörðun okkar nú í desember sé hluti af aukinni alþjóðavæðingu. Meira en helmingur tekna Straums-Burðaráss kemur í dag erlendis frá. Þegar eru nokkur önnur fyrirtæki farin að færa reikninga sína í evrum. Íslenska kauphöllin hefur verið sameinuð erlendri kauphöll og íslensk hlutabréf verða nú skráð þar. Evran er stærsti gjaldmiðill Norður-Evrópu, sem við skilgreinum sem okkar markaðssvæði. Við stefnum að því að vera leiðandi norrænn fjárfestingabanki og sú ákvörðun að færa bókhald og reikninga Straums-Burðaráss í evrum mun hjálpa okkur að ná því markmiði. Þetta gerum við með langtíma hagsmuni bankans, og þar með hluthafa hans, í huga. Bankinn hefur þróast hratt og vaxið mikið á stuttum tíma en við erum rétt að byrja. Árið 2007 verður spennandi ár í sögu Straums-Burðaráss. Þessi grein átti að birtast með öðrum greinum forystufólks viðskiptalífsins í áramótablaði Markaðarins en féll út vegna mistaka í vinnslu.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira