Stjórn efnahagsmála í molum – ójöfnuður eykst 12. janúar 2007 05:00 Nú um áramótin er ástæða til þess að líta yfir farinn veg og athuga stöðu stjórnmálanna, þegar skammt er til þingkosninga en þær eiga að fara fram í maí næsta vor. Það sem blasir við nú um áramótin er að vöruskiptahallinn er meiri en nokkru sinni fyrr og verðbólga mikil. Vöruskiptahallinn á fyrstu 11 mánuðum ársins 2006 nemur 123 milljörðum. Er það mun meiri halli en síðasta ár en þá var einnig methalli. En það er einmitt hinn mikli viðskiptahalli sem á stærsta þáttinn í því að erlend matsfyrirtæki á sviði fjármála hafa gagnrýnt stjórn íslenskra efnahagsmála undanfarið og gefið okkur lakari lánshæfiseinkunn en áður. Hefur þessi gagnrýni leitt til lækkunar íslensku krónunnar. Miklar erlendar skuldir þjóðarbúsins í heild og þar á meðal bankanna hafa einnig valdið gagnrýni erlendra matsstofnana. Ríkisstjórnin hefur gumað af góðri stjórn efnahagsmála en sannleikurinn er sá, að stjórn efnahagsmála er í molum og stöðugleiki enginn. Krónan er á stöðugu flökti og aukinn þrýstingur á að evra verði tekin upp. Skattar hækkaðir á launafólkiÁ sama tíma og við blasir að stjórn efnahagsmála hefur mistekist hefur misskipting og ójöfnuður stóraukist í þjóðfélaginu. Ójöfnuður er meiri hér á landi en í nokkru hinna Norðurlandanna og stefnir nú óðfluga í það að verða jafnmikill og í Bandaríkjunum, þar sem ójöfnuður er einna mestur. Ójöfnuður hefur aukist hér á landi jafnt og þétt frá 1995 og á sama tíma hefur skattakerfið orðið óréttlátara. Skattar hafa verið hækkaðir á fátækum og launafólki öllu eða á 90% skattgreiðenda en skattar hafa verið lækkaðir á hinum hæst launuðu. Fátækt hefur aukist í landinu undanfarin ár. Níðst á öldruðum og öryrkjumÁ tímabilinu frá 1995 hafa aldraðir og öryrkjar ekki fengið sömu hækkun á lífeyri sínum eins og láglaunafólk á almennum vinnumarkaði hefur fengið á launum sínum. Fram að þeim tíma var það lögbundið að aldraðir og öryrkjar fengju sömu hækkun og verkafólk en þessi tengsl voru rofin. Tugir milljarða hafa verið hafðir af öldruðum og öryrkjum vegna þessarar breytingar. Alls hafa 40 milljarðar verið hafðir af öldruðum vegna þessa síðustu 11 árin. Það er réttlát krafa að ríkisstjórnin skili öldruðum þessum fjármunum. Ranglátt kvótakerfiÞað er eitt brýnasta málið í dag að leiðrétta myndarlega kjör aldraðra og öryrkja. En ekki síður er brýnt að leiðrétta hið rangláta kvótakerfi. Kerfið hefur lagt byggðir landsins víða út um land í eyði. Í margri sjávarbyggð er sem sviðin jörð þar eð kvótar hafa verið fluttir á brott. Nokkrir stórir aðilar braska með kvóta og græða milljarða á braskinu. Þeir fengu kvótana fría í upphafi. Það er krafa almennings að þessu kerfi verði breytt og braskið stöðvað. Valdníðslan heldur áframEinkenni ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er ójöfnuður og misskipting. En valdníðslan hefur einnig sett mark sitt á þessa ríkisstjórn. Það er alltaf verið að veita vinum og vandamönnum embætti. En einnig hefur þessi ríkisstjórn stöðugt verið að misbeita valdi sínu. Ríkisstjórnin hefur gerst sek um valdníðslu hvað eftir annað, nú síðast þegar Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri var hrakinn úr embætti, sem hann var forsetaskipaður í og hafði gegnt með sóma. Einu sakir hans voru þær, að hann hafði aðrar sjórnmálaskoðanir en viðskiptaráðherrar Framsóknar. Ráðherrar Framsóknar þurftu ekki að hugsa um það hvað það kostaði ríkissjóð að hrekja Björn úr embætti. Þetta er hrein valdníðsla. Stjórnarskipti eru nauðsynNauðsynlegt er að koma ríkisstjórn misskiptingar og ójafnaðar frá næsta vor. Að því ber að stefna. Höfundur er viðskiptafræðingur. Það er eitt brýnasta málið í dag að leiðrétta myndarlega kjör aldraðra og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Nú um áramótin er ástæða til þess að líta yfir farinn veg og athuga stöðu stjórnmálanna, þegar skammt er til þingkosninga en þær eiga að fara fram í maí næsta vor. Það sem blasir við nú um áramótin er að vöruskiptahallinn er meiri en nokkru sinni fyrr og verðbólga mikil. Vöruskiptahallinn á fyrstu 11 mánuðum ársins 2006 nemur 123 milljörðum. Er það mun meiri halli en síðasta ár en þá var einnig methalli. En það er einmitt hinn mikli viðskiptahalli sem á stærsta þáttinn í því að erlend matsfyrirtæki á sviði fjármála hafa gagnrýnt stjórn íslenskra efnahagsmála undanfarið og gefið okkur lakari lánshæfiseinkunn en áður. Hefur þessi gagnrýni leitt til lækkunar íslensku krónunnar. Miklar erlendar skuldir þjóðarbúsins í heild og þar á meðal bankanna hafa einnig valdið gagnrýni erlendra matsstofnana. Ríkisstjórnin hefur gumað af góðri stjórn efnahagsmála en sannleikurinn er sá, að stjórn efnahagsmála er í molum og stöðugleiki enginn. Krónan er á stöðugu flökti og aukinn þrýstingur á að evra verði tekin upp. Skattar hækkaðir á launafólkiÁ sama tíma og við blasir að stjórn efnahagsmála hefur mistekist hefur misskipting og ójöfnuður stóraukist í þjóðfélaginu. Ójöfnuður er meiri hér á landi en í nokkru hinna Norðurlandanna og stefnir nú óðfluga í það að verða jafnmikill og í Bandaríkjunum, þar sem ójöfnuður er einna mestur. Ójöfnuður hefur aukist hér á landi jafnt og þétt frá 1995 og á sama tíma hefur skattakerfið orðið óréttlátara. Skattar hafa verið hækkaðir á fátækum og launafólki öllu eða á 90% skattgreiðenda en skattar hafa verið lækkaðir á hinum hæst launuðu. Fátækt hefur aukist í landinu undanfarin ár. Níðst á öldruðum og öryrkjumÁ tímabilinu frá 1995 hafa aldraðir og öryrkjar ekki fengið sömu hækkun á lífeyri sínum eins og láglaunafólk á almennum vinnumarkaði hefur fengið á launum sínum. Fram að þeim tíma var það lögbundið að aldraðir og öryrkjar fengju sömu hækkun og verkafólk en þessi tengsl voru rofin. Tugir milljarða hafa verið hafðir af öldruðum og öryrkjum vegna þessarar breytingar. Alls hafa 40 milljarðar verið hafðir af öldruðum vegna þessa síðustu 11 árin. Það er réttlát krafa að ríkisstjórnin skili öldruðum þessum fjármunum. Ranglátt kvótakerfiÞað er eitt brýnasta málið í dag að leiðrétta myndarlega kjör aldraðra og öryrkja. En ekki síður er brýnt að leiðrétta hið rangláta kvótakerfi. Kerfið hefur lagt byggðir landsins víða út um land í eyði. Í margri sjávarbyggð er sem sviðin jörð þar eð kvótar hafa verið fluttir á brott. Nokkrir stórir aðilar braska með kvóta og græða milljarða á braskinu. Þeir fengu kvótana fría í upphafi. Það er krafa almennings að þessu kerfi verði breytt og braskið stöðvað. Valdníðslan heldur áframEinkenni ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er ójöfnuður og misskipting. En valdníðslan hefur einnig sett mark sitt á þessa ríkisstjórn. Það er alltaf verið að veita vinum og vandamönnum embætti. En einnig hefur þessi ríkisstjórn stöðugt verið að misbeita valdi sínu. Ríkisstjórnin hefur gerst sek um valdníðslu hvað eftir annað, nú síðast þegar Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri var hrakinn úr embætti, sem hann var forsetaskipaður í og hafði gegnt með sóma. Einu sakir hans voru þær, að hann hafði aðrar sjórnmálaskoðanir en viðskiptaráðherrar Framsóknar. Ráðherrar Framsóknar þurftu ekki að hugsa um það hvað það kostaði ríkissjóð að hrekja Björn úr embætti. Þetta er hrein valdníðsla. Stjórnarskipti eru nauðsynNauðsynlegt er að koma ríkisstjórn misskiptingar og ójafnaðar frá næsta vor. Að því ber að stefna. Höfundur er viðskiptafræðingur. Það er eitt brýnasta málið í dag að leiðrétta myndarlega kjör aldraðra og öryrkja.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun