Fótbolti

Líkir Platini við leyniskyttu

Lennart Johansson er ekki sáttur við vinnbrögð Platinis.
Lennart Johansson er ekki sáttur við vinnbrögð Platinis. MYND/Getty

Það stefnir í harða kosningabaráttu milli Lennarts Johansson og Michels Platini sem báðir sækjast eftir forsetastóli UEFA. Sitjandi forseti sambandins, Lennart Johansson, hefur líkt vinnuaðferðum Michels Platini við þeirra sem vinna sem leyniskyttur.

Johansson talar um að Platini hafi í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér efast um getu Johanssons til að sinna áfram starfinu og gagnrýnt það að hann byggi ekki nálægt höfuðstöðum UEFA í Nyon. Hinn 77 ára gamli Svíi segist hafa sigrast á krabbameininu sem hrjáði hann og að hann sé heilsuhraustur og klár í slaginn.

Johansson segist einnig hafa áhyggjur af sumum hugmyndum Platinis, þar á meðal þeirri að fækka sætum stóru landanna í Meistaradeildinni þar sem ekki eigi að stunda tilraunastarfsemi á keppni eins og Meistaradeildinni. Johansson hefur setið í forsetastólnum síðan 1990 en kosningin á milli hans og Platinis fer fram 26. janúar.


Tengdar fréttir

Logi fagnar gagnrýninni

Það vakti athygli í lok landsleiksins við Tékka á sunnudaginn að Ólafur Stefánsson sást þá fara í gegnum ákveðna hluti með Loga Geirssyni sem hafði leikið mjög vel í seinni hálfleiknum og skorað sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×