Veðjum á raunveruleg verðmæti 31. janúar 2007 00:01 Það fór eins og Aurasálina grunaði. Þjónustugjöldin hafa skilað bönkunum ævintýralegum hagnaði enn eitt árið. Allir bankarnir nema Seðlabankinn tilkynna nú um frámunalega mikinn hagnað af starfsemi sinni. Stóru bankarnir þrír græddu 163 milljarða á síðasta ári í þjónustugjöldum. Ef við gerum ráð fyrir að fjöldi heimila í landinu sé um hundrað þúsund þá eru þetta hvorki meira né minna en 1,6 milljónir á hvert heimili - eða 135 þúsund tæpar á mánuði. Þetta þýðir í raun og veru að hver fjölskylda þarf eina fyrirvinnu, á 200 þúsund á mánuði, bara til þess að vinna fyrir þjónustugjaldagróðanum. Heyr á endemi! En gróðasveinana í bönkunum munar vitaskuld ekkert um svoleiðis smámuni enda fá þeir annað eins í morgunbónus á hverjum degi þar sem þeir sitja á Saga Class og drekka kampavín og hlusta á Elton John í Bose heyrnartækjunum sínum á meðan þeir bíða eftir að verða uppvartaðir á veitingastaðamat á meðan þeir leika sér að því að slá inn stjarnfræðilegar vaxtaokurtölur inn í Excel líkönin sín - eða hlæja að þeim framúrskarandi vöxtum sem þeir sjálfir greiða í erlendri mynt á meðan alþýða þessa lands kvelst undan vaxtaokrinu. Annars heyrði Aurasálin ákaflega fyndið sjónarmið hjá einum gamaldags vini sínum um daginn. Sá er umhverfisverndarfrík og hefur nú bitið það í sig að fiskveiðar séu óréttlætanlegar út frá siðferðislegu tilliti. Hann benti á að árlega veiði Íslendingar tvær milljónir tonna af fiski - en samt búa hér aðeins um þrjú hundruð þúsund manns. Þessi blessaði maður hélt því fram að þar með þyrfti hver Íslendingur að innbyrða sem svaraði tæplega sjö tonnum af fiski á ári - eða 18 kíló á dag! Þvílík fásinna. Fiskurinn er að sjálfsögðu mestanpart seldur til útlendinga, og það skapar hin raunverulegu verðmæti. Fyrir fiskinn getum við svo keypt bíla og dósamat - jafnvel dósakók úr áli sem framleitt er í hinum umhverfistæru álverksmiðjum víða um land. Þannig virkar hið raunverulega hagkerfi. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að við Íslendingar þurfum að éta allan fiskinn sem við veiðum eða nýta allt álið sem við bræðum - allt má þetta nota til vöruskipta um heim allan og útskýrir dugnaður okkar við ál- og fiskframleiðslu þá miklu velmegun sem hér ríkir, þótt bankarnir hafi verið duglegir við að stinga því í eigin vasa. Þetta eru undarlegir tómlætistímar. En það er á hreinu að löngu eftir að pappírsgróði fjármálafyrirtækjanna mun gufa upp í veður og vind standa eftir blómleg álver og fiskihjallar til marks um hina raunverulegu undirstöðu íslenskrar velmegunar sem bjargráðastefna Framsóknarflokksins hefur alltaf verið. Héðan og þaðan Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Það fór eins og Aurasálina grunaði. Þjónustugjöldin hafa skilað bönkunum ævintýralegum hagnaði enn eitt árið. Allir bankarnir nema Seðlabankinn tilkynna nú um frámunalega mikinn hagnað af starfsemi sinni. Stóru bankarnir þrír græddu 163 milljarða á síðasta ári í þjónustugjöldum. Ef við gerum ráð fyrir að fjöldi heimila í landinu sé um hundrað þúsund þá eru þetta hvorki meira né minna en 1,6 milljónir á hvert heimili - eða 135 þúsund tæpar á mánuði. Þetta þýðir í raun og veru að hver fjölskylda þarf eina fyrirvinnu, á 200 þúsund á mánuði, bara til þess að vinna fyrir þjónustugjaldagróðanum. Heyr á endemi! En gróðasveinana í bönkunum munar vitaskuld ekkert um svoleiðis smámuni enda fá þeir annað eins í morgunbónus á hverjum degi þar sem þeir sitja á Saga Class og drekka kampavín og hlusta á Elton John í Bose heyrnartækjunum sínum á meðan þeir bíða eftir að verða uppvartaðir á veitingastaðamat á meðan þeir leika sér að því að slá inn stjarnfræðilegar vaxtaokurtölur inn í Excel líkönin sín - eða hlæja að þeim framúrskarandi vöxtum sem þeir sjálfir greiða í erlendri mynt á meðan alþýða þessa lands kvelst undan vaxtaokrinu. Annars heyrði Aurasálin ákaflega fyndið sjónarmið hjá einum gamaldags vini sínum um daginn. Sá er umhverfisverndarfrík og hefur nú bitið það í sig að fiskveiðar séu óréttlætanlegar út frá siðferðislegu tilliti. Hann benti á að árlega veiði Íslendingar tvær milljónir tonna af fiski - en samt búa hér aðeins um þrjú hundruð þúsund manns. Þessi blessaði maður hélt því fram að þar með þyrfti hver Íslendingur að innbyrða sem svaraði tæplega sjö tonnum af fiski á ári - eða 18 kíló á dag! Þvílík fásinna. Fiskurinn er að sjálfsögðu mestanpart seldur til útlendinga, og það skapar hin raunverulegu verðmæti. Fyrir fiskinn getum við svo keypt bíla og dósamat - jafnvel dósakók úr áli sem framleitt er í hinum umhverfistæru álverksmiðjum víða um land. Þannig virkar hið raunverulega hagkerfi. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að við Íslendingar þurfum að éta allan fiskinn sem við veiðum eða nýta allt álið sem við bræðum - allt má þetta nota til vöruskipta um heim allan og útskýrir dugnaður okkar við ál- og fiskframleiðslu þá miklu velmegun sem hér ríkir, þótt bankarnir hafi verið duglegir við að stinga því í eigin vasa. Þetta eru undarlegir tómlætistímar. En það er á hreinu að löngu eftir að pappírsgróði fjármálafyrirtækjanna mun gufa upp í veður og vind standa eftir blómleg álver og fiskihjallar til marks um hina raunverulegu undirstöðu íslenskrar velmegunar sem bjargráðastefna Framsóknarflokksins hefur alltaf verið.
Héðan og þaðan Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira