Umhverfisvottun 2. febrúar 2007 00:01 Flestum er orðið nokkuð ljóst að umhverfismál eru dauðans alvara og varða ekki aðeins velferð fugla og annarra villtra dýra heldur einnig mannkynið. Við erum farin að fá sífellt fleiri alvarlegar aðvaranir úr náttúrunni vegna athafna okkar, s.s. vegna hnattrænnar hlýnunar, efnamengunar þrávirkra efna, eyðimerkurmyndunar og útrýmingar tegunda. Varla líður sú vika að einhver frétt birtist í fjölmiðlum um neikvæðar afleiðingar athafna okkar mannkyns gagnvart móður jörð. En eru þessi vandamál ekki það stór að okkur fallast hendur? Það er nú svo að breytingarnar byrja hjá okkur sjálfum, í daglegum athöfnum okkar og það er margt sem við getum gert til að bæta það sem aflaga hefur farið í umgengni okkar. Fyrirtæki og stofnanir hafa tekið á þessum málum með margvíslegum hætti. Til dæmis hafa um það bil 25 sveitarfélög tekið upp Staðardagsskrá 21 um heildaráætlun um þróun hvers samfélags fyrir sig á nýhafinni öld byggðri á ályktun Sameinuðu þjóðanna á hinni svokölluðu Ríó-ráðstefnu frá 1992 um sjálfbæra þróun. Þetta er nærri þriðja hvert sveitarfélag landsins þar af eru 9 af 10 stærstu sveitarfélögum landsins. Það ber að hrósa þeim sveitarfélögum sem hafa tekið upp Staðardagsskrá 21 fyrir framsækni í umhverfismálum. Með því að taka upp Staðardagsskrá 21 eru sveitarfélögin ekki að taka upp umhverfisvottaða umhverfisstefnu fyrir undirstofnanir sínar en með umhverfisvottun er verið að fylgja vinnunni eftir eða sem framhald á þeirri vinnu sem nú er unnin hjá þessum sveitarfélögum þannig að þau fá staðfestingu á því að markmiðum þeirra í umhverfismálum er framfylgt af óháðum aðila. Þeim er veitt einhvers konar aðhald þar eð þau fara í gegnum árlegt vottunarferli sem tryggir að umhverfisstefnunni sem fylgt eftir af festu verði trúverðug. Þetta er að mati undirritaðra vænlegasta leiðin til skilvirkrar umhverfisstefnu. Það sama gildir um önnur sveitarfélög og fyrirtæki sem styðjast við umhverfisstefnu í einhverri mynd. Þetta gefur þeim tækifæri á að aðlaga umhverfisstefnu sína með aðstoð umhverfissérfræðinga frá umhverfisvottunarfyrirtækjum, meðal annars þeirri umhverfisvottun sem Beluga hefur uppá að bjóða. Lowana Veal Með því að taka upp umhverfisvottun eru sveitarfélög og fyrirtæki að sýna með sýnilegum hætti að þau taka á umhverfismálum með festu og ábyrgð. Fjárhagslegur ávinningurinn er einnig til staðar þar sem forráðamenn umhverfisvottaðra fyrirtækja hafa fullyrt að með umhverfisvottun hafi sparast töluvert í rekstri. Umhverfisvottun er líkleg til að laða að viðskiptavini að fyrirtækjum sem gefa þessum málaflokki gaum en staðreyndin er sú að almenningur er farinn að spá í umhverfismál. Hvað er Beluga?Beluga er umhverfisvottunarfyrirtæki er býður uppá vottun fyrir sveitarfélög, stofnanir og smá og meðalstór fyrirtæki. Beluga er með höfuðstöðvar í Árborg og hefur hingað til einbeitt sér að því að sinna fyrirtækjum á Suðurlandi og er Árborg nú þegar með Beluga-vottun. En nú er farið að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Beluga hefur mikla sérstöðu á vottunarmarkaði. Fyrir það fyrsta er kostnaðurinn lægri en hjá sambærilegum vottunarfyrirtækjum. Ástæðan fyrir því er sú að vottunarkerfi Beluga ehf. byggjast á því að starfsmenn og stjórnendur vinni sem allra mest sjálfir og séu virkir í allri þessari vinnu. Starfsmenn Beluga ehf. koma eins lítið að þessari vinnu og mögulegt er en þó eins mikið og nauðsynlegt er og óskað er eftir í hverju tilfelli. Skilyrði og kröfur fyrir vottun eru opinber og sýnileg öllum auk þess sem það er krafa að umhverfisstefna sé sýnileg og allir þeir sem áhuga hafa á geta nálgast umhverfisstefnu viðkomandi aðila með auðveldum hætti. Það hefur oft verið sagt að Íslendingar séu langt á eftir öðrum vestrænum þjóðum þegar kemur að umhverfisvitund. Hlutirnir hafa þó breyst eitthvað til hins betra á undanförnum árum, en til að ná almennri vakningu í umhverfismálum þarf að gera enn betur. Því fleiri sem eru með umhverfisvottun því betra er ástandið. Af því að umhverfismál eru sýnileg og eru á okkur ábyrgð. Kynntu þér málið!Báðir höfundar eru líffræðingar að mennt og starfa sem ráðgjafar hjá Beluga ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Flestum er orðið nokkuð ljóst að umhverfismál eru dauðans alvara og varða ekki aðeins velferð fugla og annarra villtra dýra heldur einnig mannkynið. Við erum farin að fá sífellt fleiri alvarlegar aðvaranir úr náttúrunni vegna athafna okkar, s.s. vegna hnattrænnar hlýnunar, efnamengunar þrávirkra efna, eyðimerkurmyndunar og útrýmingar tegunda. Varla líður sú vika að einhver frétt birtist í fjölmiðlum um neikvæðar afleiðingar athafna okkar mannkyns gagnvart móður jörð. En eru þessi vandamál ekki það stór að okkur fallast hendur? Það er nú svo að breytingarnar byrja hjá okkur sjálfum, í daglegum athöfnum okkar og það er margt sem við getum gert til að bæta það sem aflaga hefur farið í umgengni okkar. Fyrirtæki og stofnanir hafa tekið á þessum málum með margvíslegum hætti. Til dæmis hafa um það bil 25 sveitarfélög tekið upp Staðardagsskrá 21 um heildaráætlun um þróun hvers samfélags fyrir sig á nýhafinni öld byggðri á ályktun Sameinuðu þjóðanna á hinni svokölluðu Ríó-ráðstefnu frá 1992 um sjálfbæra þróun. Þetta er nærri þriðja hvert sveitarfélag landsins þar af eru 9 af 10 stærstu sveitarfélögum landsins. Það ber að hrósa þeim sveitarfélögum sem hafa tekið upp Staðardagsskrá 21 fyrir framsækni í umhverfismálum. Með því að taka upp Staðardagsskrá 21 eru sveitarfélögin ekki að taka upp umhverfisvottaða umhverfisstefnu fyrir undirstofnanir sínar en með umhverfisvottun er verið að fylgja vinnunni eftir eða sem framhald á þeirri vinnu sem nú er unnin hjá þessum sveitarfélögum þannig að þau fá staðfestingu á því að markmiðum þeirra í umhverfismálum er framfylgt af óháðum aðila. Þeim er veitt einhvers konar aðhald þar eð þau fara í gegnum árlegt vottunarferli sem tryggir að umhverfisstefnunni sem fylgt eftir af festu verði trúverðug. Þetta er að mati undirritaðra vænlegasta leiðin til skilvirkrar umhverfisstefnu. Það sama gildir um önnur sveitarfélög og fyrirtæki sem styðjast við umhverfisstefnu í einhverri mynd. Þetta gefur þeim tækifæri á að aðlaga umhverfisstefnu sína með aðstoð umhverfissérfræðinga frá umhverfisvottunarfyrirtækjum, meðal annars þeirri umhverfisvottun sem Beluga hefur uppá að bjóða. Lowana Veal Með því að taka upp umhverfisvottun eru sveitarfélög og fyrirtæki að sýna með sýnilegum hætti að þau taka á umhverfismálum með festu og ábyrgð. Fjárhagslegur ávinningurinn er einnig til staðar þar sem forráðamenn umhverfisvottaðra fyrirtækja hafa fullyrt að með umhverfisvottun hafi sparast töluvert í rekstri. Umhverfisvottun er líkleg til að laða að viðskiptavini að fyrirtækjum sem gefa þessum málaflokki gaum en staðreyndin er sú að almenningur er farinn að spá í umhverfismál. Hvað er Beluga?Beluga er umhverfisvottunarfyrirtæki er býður uppá vottun fyrir sveitarfélög, stofnanir og smá og meðalstór fyrirtæki. Beluga er með höfuðstöðvar í Árborg og hefur hingað til einbeitt sér að því að sinna fyrirtækjum á Suðurlandi og er Árborg nú þegar með Beluga-vottun. En nú er farið að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Beluga hefur mikla sérstöðu á vottunarmarkaði. Fyrir það fyrsta er kostnaðurinn lægri en hjá sambærilegum vottunarfyrirtækjum. Ástæðan fyrir því er sú að vottunarkerfi Beluga ehf. byggjast á því að starfsmenn og stjórnendur vinni sem allra mest sjálfir og séu virkir í allri þessari vinnu. Starfsmenn Beluga ehf. koma eins lítið að þessari vinnu og mögulegt er en þó eins mikið og nauðsynlegt er og óskað er eftir í hverju tilfelli. Skilyrði og kröfur fyrir vottun eru opinber og sýnileg öllum auk þess sem það er krafa að umhverfisstefna sé sýnileg og allir þeir sem áhuga hafa á geta nálgast umhverfisstefnu viðkomandi aðila með auðveldum hætti. Það hefur oft verið sagt að Íslendingar séu langt á eftir öðrum vestrænum þjóðum þegar kemur að umhverfisvitund. Hlutirnir hafa þó breyst eitthvað til hins betra á undanförnum árum, en til að ná almennri vakningu í umhverfismálum þarf að gera enn betur. Því fleiri sem eru með umhverfisvottun því betra er ástandið. Af því að umhverfismál eru sýnileg og eru á okkur ábyrgð. Kynntu þér málið!Báðir höfundar eru líffræðingar að mennt og starfa sem ráðgjafar hjá Beluga ehf.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar