Umhverfisvottun 2. febrúar 2007 00:01 Flestum er orðið nokkuð ljóst að umhverfismál eru dauðans alvara og varða ekki aðeins velferð fugla og annarra villtra dýra heldur einnig mannkynið. Við erum farin að fá sífellt fleiri alvarlegar aðvaranir úr náttúrunni vegna athafna okkar, s.s. vegna hnattrænnar hlýnunar, efnamengunar þrávirkra efna, eyðimerkurmyndunar og útrýmingar tegunda. Varla líður sú vika að einhver frétt birtist í fjölmiðlum um neikvæðar afleiðingar athafna okkar mannkyns gagnvart móður jörð. En eru þessi vandamál ekki það stór að okkur fallast hendur? Það er nú svo að breytingarnar byrja hjá okkur sjálfum, í daglegum athöfnum okkar og það er margt sem við getum gert til að bæta það sem aflaga hefur farið í umgengni okkar. Fyrirtæki og stofnanir hafa tekið á þessum málum með margvíslegum hætti. Til dæmis hafa um það bil 25 sveitarfélög tekið upp Staðardagsskrá 21 um heildaráætlun um þróun hvers samfélags fyrir sig á nýhafinni öld byggðri á ályktun Sameinuðu þjóðanna á hinni svokölluðu Ríó-ráðstefnu frá 1992 um sjálfbæra þróun. Þetta er nærri þriðja hvert sveitarfélag landsins þar af eru 9 af 10 stærstu sveitarfélögum landsins. Það ber að hrósa þeim sveitarfélögum sem hafa tekið upp Staðardagsskrá 21 fyrir framsækni í umhverfismálum. Með því að taka upp Staðardagsskrá 21 eru sveitarfélögin ekki að taka upp umhverfisvottaða umhverfisstefnu fyrir undirstofnanir sínar en með umhverfisvottun er verið að fylgja vinnunni eftir eða sem framhald á þeirri vinnu sem nú er unnin hjá þessum sveitarfélögum þannig að þau fá staðfestingu á því að markmiðum þeirra í umhverfismálum er framfylgt af óháðum aðila. Þeim er veitt einhvers konar aðhald þar eð þau fara í gegnum árlegt vottunarferli sem tryggir að umhverfisstefnunni sem fylgt eftir af festu verði trúverðug. Þetta er að mati undirritaðra vænlegasta leiðin til skilvirkrar umhverfisstefnu. Það sama gildir um önnur sveitarfélög og fyrirtæki sem styðjast við umhverfisstefnu í einhverri mynd. Þetta gefur þeim tækifæri á að aðlaga umhverfisstefnu sína með aðstoð umhverfissérfræðinga frá umhverfisvottunarfyrirtækjum, meðal annars þeirri umhverfisvottun sem Beluga hefur uppá að bjóða. Lowana Veal Með því að taka upp umhverfisvottun eru sveitarfélög og fyrirtæki að sýna með sýnilegum hætti að þau taka á umhverfismálum með festu og ábyrgð. Fjárhagslegur ávinningurinn er einnig til staðar þar sem forráðamenn umhverfisvottaðra fyrirtækja hafa fullyrt að með umhverfisvottun hafi sparast töluvert í rekstri. Umhverfisvottun er líkleg til að laða að viðskiptavini að fyrirtækjum sem gefa þessum málaflokki gaum en staðreyndin er sú að almenningur er farinn að spá í umhverfismál. Hvað er Beluga?Beluga er umhverfisvottunarfyrirtæki er býður uppá vottun fyrir sveitarfélög, stofnanir og smá og meðalstór fyrirtæki. Beluga er með höfuðstöðvar í Árborg og hefur hingað til einbeitt sér að því að sinna fyrirtækjum á Suðurlandi og er Árborg nú þegar með Beluga-vottun. En nú er farið að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Beluga hefur mikla sérstöðu á vottunarmarkaði. Fyrir það fyrsta er kostnaðurinn lægri en hjá sambærilegum vottunarfyrirtækjum. Ástæðan fyrir því er sú að vottunarkerfi Beluga ehf. byggjast á því að starfsmenn og stjórnendur vinni sem allra mest sjálfir og séu virkir í allri þessari vinnu. Starfsmenn Beluga ehf. koma eins lítið að þessari vinnu og mögulegt er en þó eins mikið og nauðsynlegt er og óskað er eftir í hverju tilfelli. Skilyrði og kröfur fyrir vottun eru opinber og sýnileg öllum auk þess sem það er krafa að umhverfisstefna sé sýnileg og allir þeir sem áhuga hafa á geta nálgast umhverfisstefnu viðkomandi aðila með auðveldum hætti. Það hefur oft verið sagt að Íslendingar séu langt á eftir öðrum vestrænum þjóðum þegar kemur að umhverfisvitund. Hlutirnir hafa þó breyst eitthvað til hins betra á undanförnum árum, en til að ná almennri vakningu í umhverfismálum þarf að gera enn betur. Því fleiri sem eru með umhverfisvottun því betra er ástandið. Af því að umhverfismál eru sýnileg og eru á okkur ábyrgð. Kynntu þér málið!Báðir höfundar eru líffræðingar að mennt og starfa sem ráðgjafar hjá Beluga ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestum er orðið nokkuð ljóst að umhverfismál eru dauðans alvara og varða ekki aðeins velferð fugla og annarra villtra dýra heldur einnig mannkynið. Við erum farin að fá sífellt fleiri alvarlegar aðvaranir úr náttúrunni vegna athafna okkar, s.s. vegna hnattrænnar hlýnunar, efnamengunar þrávirkra efna, eyðimerkurmyndunar og útrýmingar tegunda. Varla líður sú vika að einhver frétt birtist í fjölmiðlum um neikvæðar afleiðingar athafna okkar mannkyns gagnvart móður jörð. En eru þessi vandamál ekki það stór að okkur fallast hendur? Það er nú svo að breytingarnar byrja hjá okkur sjálfum, í daglegum athöfnum okkar og það er margt sem við getum gert til að bæta það sem aflaga hefur farið í umgengni okkar. Fyrirtæki og stofnanir hafa tekið á þessum málum með margvíslegum hætti. Til dæmis hafa um það bil 25 sveitarfélög tekið upp Staðardagsskrá 21 um heildaráætlun um þróun hvers samfélags fyrir sig á nýhafinni öld byggðri á ályktun Sameinuðu þjóðanna á hinni svokölluðu Ríó-ráðstefnu frá 1992 um sjálfbæra þróun. Þetta er nærri þriðja hvert sveitarfélag landsins þar af eru 9 af 10 stærstu sveitarfélögum landsins. Það ber að hrósa þeim sveitarfélögum sem hafa tekið upp Staðardagsskrá 21 fyrir framsækni í umhverfismálum. Með því að taka upp Staðardagsskrá 21 eru sveitarfélögin ekki að taka upp umhverfisvottaða umhverfisstefnu fyrir undirstofnanir sínar en með umhverfisvottun er verið að fylgja vinnunni eftir eða sem framhald á þeirri vinnu sem nú er unnin hjá þessum sveitarfélögum þannig að þau fá staðfestingu á því að markmiðum þeirra í umhverfismálum er framfylgt af óháðum aðila. Þeim er veitt einhvers konar aðhald þar eð þau fara í gegnum árlegt vottunarferli sem tryggir að umhverfisstefnunni sem fylgt eftir af festu verði trúverðug. Þetta er að mati undirritaðra vænlegasta leiðin til skilvirkrar umhverfisstefnu. Það sama gildir um önnur sveitarfélög og fyrirtæki sem styðjast við umhverfisstefnu í einhverri mynd. Þetta gefur þeim tækifæri á að aðlaga umhverfisstefnu sína með aðstoð umhverfissérfræðinga frá umhverfisvottunarfyrirtækjum, meðal annars þeirri umhverfisvottun sem Beluga hefur uppá að bjóða. Lowana Veal Með því að taka upp umhverfisvottun eru sveitarfélög og fyrirtæki að sýna með sýnilegum hætti að þau taka á umhverfismálum með festu og ábyrgð. Fjárhagslegur ávinningurinn er einnig til staðar þar sem forráðamenn umhverfisvottaðra fyrirtækja hafa fullyrt að með umhverfisvottun hafi sparast töluvert í rekstri. Umhverfisvottun er líkleg til að laða að viðskiptavini að fyrirtækjum sem gefa þessum málaflokki gaum en staðreyndin er sú að almenningur er farinn að spá í umhverfismál. Hvað er Beluga?Beluga er umhverfisvottunarfyrirtæki er býður uppá vottun fyrir sveitarfélög, stofnanir og smá og meðalstór fyrirtæki. Beluga er með höfuðstöðvar í Árborg og hefur hingað til einbeitt sér að því að sinna fyrirtækjum á Suðurlandi og er Árborg nú þegar með Beluga-vottun. En nú er farið að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Beluga hefur mikla sérstöðu á vottunarmarkaði. Fyrir það fyrsta er kostnaðurinn lægri en hjá sambærilegum vottunarfyrirtækjum. Ástæðan fyrir því er sú að vottunarkerfi Beluga ehf. byggjast á því að starfsmenn og stjórnendur vinni sem allra mest sjálfir og séu virkir í allri þessari vinnu. Starfsmenn Beluga ehf. koma eins lítið að þessari vinnu og mögulegt er en þó eins mikið og nauðsynlegt er og óskað er eftir í hverju tilfelli. Skilyrði og kröfur fyrir vottun eru opinber og sýnileg öllum auk þess sem það er krafa að umhverfisstefna sé sýnileg og allir þeir sem áhuga hafa á geta nálgast umhverfisstefnu viðkomandi aðila með auðveldum hætti. Það hefur oft verið sagt að Íslendingar séu langt á eftir öðrum vestrænum þjóðum þegar kemur að umhverfisvitund. Hlutirnir hafa þó breyst eitthvað til hins betra á undanförnum árum, en til að ná almennri vakningu í umhverfismálum þarf að gera enn betur. Því fleiri sem eru með umhverfisvottun því betra er ástandið. Af því að umhverfismál eru sýnileg og eru á okkur ábyrgð. Kynntu þér málið!Báðir höfundar eru líffræðingar að mennt og starfa sem ráðgjafar hjá Beluga ehf.
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar