Er Illugi í Sjálfstæðisflokknum? Árni Páll Árnason skrifar 8. febrúar 2007 00:01 Í síðustu viku benti ég hér á tvískinnung Sjálfstæðisflokksins í stóriðjumálum, sem stendur á bak við sovéskættað stjórnkerfi sem veitir orkufyrirtækjum óheftan og niðurgreiddan aðgang að auðlindum þjóðarinnar. Ég benti á að flokkurinn gæti án tafar gert tvennt til að tryggja markaðsverð á orku og styðja við umhverfisvernd: Skilyrt heimildir orkufyrirtækja til eignarnáms við virkjanir í þágu almennings og skyldað orkufyrirtæki til að afla fjár á markaðskjörum til raforkuuppbyggingar vegna stóriðju. Illugi Gunnarsson skrifaði grein hér í blaðið á sunnudag. Þar virðist hann taka undir annað atriðið sem ég nefndi, sem sé að afnumdar verði heimildir orkufyrirtækjanna til eignarnáms vegna virkjana í þágu stóriðju. Það mun enda þýða raunhæfari verðmyndun á þeim landgæðum sem til spillis fara við virkjanir. En hann talar um þetta í óljósum vangaveltutón („Ég hef lagt til að við skoðum það vel"). Tími vangaveltna er hins vegar liðinn því orkufyrirtækin eru nú að gera orkusölusamninga á báðar hendur og undirbúa án umhugsunar að brjóta náttúruperlur undir virkjanir. Þess vegna hefur Samfylkingin lagt til tafarlaust stóriðjuhlé, meðan virkjunarkostir eru metnir út frá verndargildi. Illugi hlífir sér líka við umræðu um hitt vandamálið, sem er ótakmarkaður aðgangur opinberra orkufyrirtækja að erlendu lánsfé með ríkisábyrgð. Það felur í sér gríðarlega ríkisaðstoð til orkufyrirtækjanna og gerir þeim kleift að selja raforkuna á útsöluverði. Því er rétt að spyrja aftur: Hver er afstaða Sjálfstæðisflokksins? Eru vangaveltur Illuga bara prívatskoðanir hans? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn áfram að láta okkur skattborgara niðurgreiða sókn orkufyrirtækja í takmarkaðar auðlindir eða ekki? Ætlar hann áfram að koma í veg fyrir að eðlileg markaðslögmál ráði við uppbyggingu stóriðju? Er það kannski svo að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi a.m.k. að hafa tvær stefnur í orkumálum - eina fyrir Illuga og aðra fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, formann Orkuveitu Reykjavíkur? Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku benti ég hér á tvískinnung Sjálfstæðisflokksins í stóriðjumálum, sem stendur á bak við sovéskættað stjórnkerfi sem veitir orkufyrirtækjum óheftan og niðurgreiddan aðgang að auðlindum þjóðarinnar. Ég benti á að flokkurinn gæti án tafar gert tvennt til að tryggja markaðsverð á orku og styðja við umhverfisvernd: Skilyrt heimildir orkufyrirtækja til eignarnáms við virkjanir í þágu almennings og skyldað orkufyrirtæki til að afla fjár á markaðskjörum til raforkuuppbyggingar vegna stóriðju. Illugi Gunnarsson skrifaði grein hér í blaðið á sunnudag. Þar virðist hann taka undir annað atriðið sem ég nefndi, sem sé að afnumdar verði heimildir orkufyrirtækjanna til eignarnáms vegna virkjana í þágu stóriðju. Það mun enda þýða raunhæfari verðmyndun á þeim landgæðum sem til spillis fara við virkjanir. En hann talar um þetta í óljósum vangaveltutón („Ég hef lagt til að við skoðum það vel"). Tími vangaveltna er hins vegar liðinn því orkufyrirtækin eru nú að gera orkusölusamninga á báðar hendur og undirbúa án umhugsunar að brjóta náttúruperlur undir virkjanir. Þess vegna hefur Samfylkingin lagt til tafarlaust stóriðjuhlé, meðan virkjunarkostir eru metnir út frá verndargildi. Illugi hlífir sér líka við umræðu um hitt vandamálið, sem er ótakmarkaður aðgangur opinberra orkufyrirtækja að erlendu lánsfé með ríkisábyrgð. Það felur í sér gríðarlega ríkisaðstoð til orkufyrirtækjanna og gerir þeim kleift að selja raforkuna á útsöluverði. Því er rétt að spyrja aftur: Hver er afstaða Sjálfstæðisflokksins? Eru vangaveltur Illuga bara prívatskoðanir hans? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn áfram að láta okkur skattborgara niðurgreiða sókn orkufyrirtækja í takmarkaðar auðlindir eða ekki? Ætlar hann áfram að koma í veg fyrir að eðlileg markaðslögmál ráði við uppbyggingu stóriðju? Er það kannski svo að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi a.m.k. að hafa tvær stefnur í orkumálum - eina fyrir Illuga og aðra fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, formann Orkuveitu Reykjavíkur? Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun