Matvælaverð lækkar! Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2007 04:45 Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar - Enn og aftur lækkar núverandi þingmeirihluti skatta og gjöld. Þann 1. mars lækkaði virðisaukaskattur á öll matvæli í 7%. Lækkun þessi nær einnig til veitingahúsa, mötuneyta og hliðstæðra aðila. Allur þorri matvæla bar áður 14% skatt og nokkar vörur 24,5%. En lækkunin tekur til fleiri þátta, virðisaukaskattur á annarri vöru og þjónustu sem var í 14% þrepi lækkar í 7%. Þar er m.a. um að ræða hótel og gistihús, afnotagjald útvarps- og sjónvarpsstöðva, tímarit, dagblöð, bækur, heitt vatn, rafmagn, geisladiska og aðgang að vegamannvirkjum. Það er sérstaklega ánægjulegt að það virðist vera nokkuð breið samstaða um málið á Alþingi en fram til þessa hefur stjórnarandstaðan barist mjög hart gegn öllum skattalækkunum, hvort sem er tekjuskattslækkunum eða eignarskattslækkunum. Barátta þeirra gegn eignaskattslækkunum var sérstaklega athyglisverð þar sem lækkun þess skatts var mikil kjarabót fyrir eldri borgara en um 16 þúsund einstaklingar 66 ára og eldri greiddu þann skatt. Afnám hans var því kjarabót sem nam tugum þúsunda á hverju ári að meðaltali fyrir þann hóp. Einn af fyrirrennurum Samfylkingarinnar, Alþýðuflokkurinn sálugi, barðist alla tíð mjög hart gegn lækkun matarskatts. Þegar Þorsteinn Pálsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til lækkun matarskatts í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Fram-sóknarflokks árið 1988 sprengdi þáverandi formaður Alþýðuflokksins ríkisstjórnina með þeim orðum að slík tillaga væri rýtingsstunga! Lækkun skatta og gjalda á matvælum er samt sem áður einungis skref í þá átt að lækka enn frekar innflutningsgjöld og opna enn frekar okkar markaði fyrir verslun með landbúnaðarvörur. Á sama hátt eigum við að afnema gjöld á afurðum til landbúnaðarframleiðslu. Það þarf hinsvegar fleira til en lækkun gjalda til að ná niður matarverði. T.d kostar baguette-brauð í Parísarborg 80 krónur en í Reykjavík 290 krónur. Ég veit reyndar ekki hvaða gjöld er hægt að lækka til að ná Parísarverðinu enda eru engin innflutningsgjöld á hveiti hér á landi. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar - Enn og aftur lækkar núverandi þingmeirihluti skatta og gjöld. Þann 1. mars lækkaði virðisaukaskattur á öll matvæli í 7%. Lækkun þessi nær einnig til veitingahúsa, mötuneyta og hliðstæðra aðila. Allur þorri matvæla bar áður 14% skatt og nokkar vörur 24,5%. En lækkunin tekur til fleiri þátta, virðisaukaskattur á annarri vöru og þjónustu sem var í 14% þrepi lækkar í 7%. Þar er m.a. um að ræða hótel og gistihús, afnotagjald útvarps- og sjónvarpsstöðva, tímarit, dagblöð, bækur, heitt vatn, rafmagn, geisladiska og aðgang að vegamannvirkjum. Það er sérstaklega ánægjulegt að það virðist vera nokkuð breið samstaða um málið á Alþingi en fram til þessa hefur stjórnarandstaðan barist mjög hart gegn öllum skattalækkunum, hvort sem er tekjuskattslækkunum eða eignarskattslækkunum. Barátta þeirra gegn eignaskattslækkunum var sérstaklega athyglisverð þar sem lækkun þess skatts var mikil kjarabót fyrir eldri borgara en um 16 þúsund einstaklingar 66 ára og eldri greiddu þann skatt. Afnám hans var því kjarabót sem nam tugum þúsunda á hverju ári að meðaltali fyrir þann hóp. Einn af fyrirrennurum Samfylkingarinnar, Alþýðuflokkurinn sálugi, barðist alla tíð mjög hart gegn lækkun matarskatts. Þegar Þorsteinn Pálsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til lækkun matarskatts í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Fram-sóknarflokks árið 1988 sprengdi þáverandi formaður Alþýðuflokksins ríkisstjórnina með þeim orðum að slík tillaga væri rýtingsstunga! Lækkun skatta og gjalda á matvælum er samt sem áður einungis skref í þá átt að lækka enn frekar innflutningsgjöld og opna enn frekar okkar markaði fyrir verslun með landbúnaðarvörur. Á sama hátt eigum við að afnema gjöld á afurðum til landbúnaðarframleiðslu. Það þarf hinsvegar fleira til en lækkun gjalda til að ná niður matarverði. T.d kostar baguette-brauð í Parísarborg 80 krónur en í Reykjavík 290 krónur. Ég veit reyndar ekki hvaða gjöld er hægt að lækka til að ná Parísarverðinu enda eru engin innflutningsgjöld á hveiti hér á landi. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar