Auglýst eftir efnislegu inntaki! 7. mars 2007 05:00 Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá 2003 um að sett verði stjórnarskrárákvæði um „sameign íslensku þjóðarinnar að fiskveiðiauðlindinni" hefur komið til umræðu síðustu daga. Hugmyndina má raunar rekja til laga um fiskveiðistjórn allt frá 1988, en einkum var það álit auðlindanefndar árið 2000 sem gaf henni byr undir báða vængi. Nú er það ekki verkefni lögfræðinga að skipta sér af því hvaða efnisreglur eru settar í stjórnarskrá á hverjum tíma. Það heyrir hins vegar til lögfræði að útfæra stefnumið stjórnmálamanna í lagatexta þannig að tilætluð markmið þeirra náist. Í þessu sambandi er óhjákvæmilegt að benda á eftirfarandi: Lagalega gengur það ekki upp að villt og vörslulaus dýr, þ.á m. fiskar, séu undirorpin einhvers konar einstaklingseignarrétti (eða sameignarrétti). Til að eignast villt dýr verður maður fyrst að veiða það. „Sameign þjóðarinnar" eða „þjóðareign" á nytjastofnunum getur af þessum sökum ekki vísað til „eignar", hvorki eignar einstaklinga né ríkisins. Það sem auðvitað er fyrir mestu er hvernig nýtingarrétti á fiskveiðiauðlindinni er háttað. Í krafti almenns lagasetningarvalds (fullveldisréttar) hefur íslenska ríkið það í hendi sér hvaða reglur eru settar um nýtingu á fiskveiðiauðlindinni, eins og kvótakerfið og þróun þess sýnir best. En hvaða réttaráhrif á þá ákvæðið um „sameign þjóðarinnar" að hafa á þessar heimildir löggjafans svo og nýtingarrétt einstaklinga? Af einhverjum ástæðum hefur ekkert skýrt svar komið fram þótt tilefnið hafi lengi verið ærið. Með stjórnarskrárákvæði um „sameign þjóðarinnar" eða „þjóðareign" er boltinn gefinn upp fyrir ágreining og illdeilur, enda getur hver sem er gefið hugtökum sem þessum merkingu eftir pólitískri vild. Slíkt ákvæði gengur því gegn því almenna markmiði laga og stjórnarskrár að skapa frið og öryggi í samfélaginu með skýrum og afdráttarlausum reglum. Það má heita nógu slæmt að „skreyta" stjórnarskrár með ýmsum lagalega marklausum stefnuyfirlýsingum, eins og nú er í tísku víða um lönd. Það keyrir um þverbak þegar setja á í stjórnarskrá ákvæði sem enginn veit hvað þýðir! Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá 2003 um að sett verði stjórnarskrárákvæði um „sameign íslensku þjóðarinnar að fiskveiðiauðlindinni" hefur komið til umræðu síðustu daga. Hugmyndina má raunar rekja til laga um fiskveiðistjórn allt frá 1988, en einkum var það álit auðlindanefndar árið 2000 sem gaf henni byr undir báða vængi. Nú er það ekki verkefni lögfræðinga að skipta sér af því hvaða efnisreglur eru settar í stjórnarskrá á hverjum tíma. Það heyrir hins vegar til lögfræði að útfæra stefnumið stjórnmálamanna í lagatexta þannig að tilætluð markmið þeirra náist. Í þessu sambandi er óhjákvæmilegt að benda á eftirfarandi: Lagalega gengur það ekki upp að villt og vörslulaus dýr, þ.á m. fiskar, séu undirorpin einhvers konar einstaklingseignarrétti (eða sameignarrétti). Til að eignast villt dýr verður maður fyrst að veiða það. „Sameign þjóðarinnar" eða „þjóðareign" á nytjastofnunum getur af þessum sökum ekki vísað til „eignar", hvorki eignar einstaklinga né ríkisins. Það sem auðvitað er fyrir mestu er hvernig nýtingarrétti á fiskveiðiauðlindinni er háttað. Í krafti almenns lagasetningarvalds (fullveldisréttar) hefur íslenska ríkið það í hendi sér hvaða reglur eru settar um nýtingu á fiskveiðiauðlindinni, eins og kvótakerfið og þróun þess sýnir best. En hvaða réttaráhrif á þá ákvæðið um „sameign þjóðarinnar" að hafa á þessar heimildir löggjafans svo og nýtingarrétt einstaklinga? Af einhverjum ástæðum hefur ekkert skýrt svar komið fram þótt tilefnið hafi lengi verið ærið. Með stjórnarskrárákvæði um „sameign þjóðarinnar" eða „þjóðareign" er boltinn gefinn upp fyrir ágreining og illdeilur, enda getur hver sem er gefið hugtökum sem þessum merkingu eftir pólitískri vild. Slíkt ákvæði gengur því gegn því almenna markmiði laga og stjórnarskrár að skapa frið og öryggi í samfélaginu með skýrum og afdráttarlausum reglum. Það má heita nógu slæmt að „skreyta" stjórnarskrár með ýmsum lagalega marklausum stefnuyfirlýsingum, eins og nú er í tísku víða um lönd. Það keyrir um þverbak þegar setja á í stjórnarskrá ákvæði sem enginn veit hvað þýðir! Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar