Deila um aðkomu SA að kosningabaráttu 27. mars 2007 06:45 Kosið verður um deiliskipulagstillögu Hafnarfjarðarbæjar en í henni felst meðal annars að stækkunaráform Alcan í Straumsvík nái fram að ganga. Álverið verður þá með 460 þúsund tonna framleiðslugetu en hún er 180 þúsund tonn nú. tölvumynd/alexander efanov Kristín Pétursdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander bankans í London, segir Samtök atvinnulífsins beita sér af of miklum mætti fyrir stækkun álvers Alcan í Straumsvík á kostnað annarra fyrirtækja. „Mér finnst það ómálefnalegt og í raun með ólíkindum að SA, sem eru samtök allra atvinnuvega á Íslandi, skuli mæla með því að ráðist verði í virkjanaframkvæmdir og frekari uppbyggingu stóriðju með tilheyrandi ruðningsáhrifum sem hafa ótvíræð slæm áhrif fyrir önnur útflutningsfyrirtæki í landinu, þar eru meðal annars hátækni- og vaxtafyrirtæki." Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir SA fyrst og fremst beita sér fyrir því að staðreyndir verði lagðar á borðið og málið rætt út frá þeim. „Við höfum lagt mat á afleidd áhrif þess ef af stækkun álversins verður og það er okkar mat að hún leiði af sér fjölda nýrra starfa og skapi þar með mikilvæg verðmæti. Við höfum einbeitt okkur að því að afla upplýsinga og leggja þær á borðið svo hægt sé að ræða um þessi málefni með skynsömum hætti. Þetta virðist vera mikið tilfinningamál fyrir suma en ég tel að það sé skynsamlegast að reyna að stuðla að upplýstri umræðu um þessi mál og það er það sem við höfum verið að gera, bæði með faglegri upplýsingaöflun og umræðufundum." Hannes G. Sigurðsson segir kosningarnar ólíklegar til þess að skapa sátt. MYND/GVA Hannes segir kosningar eins og þær sem fara fram í Hafnarfirði ekki vera til þess fallnar að skapa sátt. „Ég hygg að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem íbúar í sveitarfélagi greiða atkvæði um stækkun fyrirtækis. Með þessum hætti er verið að koma fyrirtæki í aðstæður sem það hefur ekki lent í áður, það er að fara út í kosningabaráttu um framtíðaráform sín. Fyrirtækið getur ekkert annað gert en að taka þátt í baráttunni og ég efast um að þessi kosning verði til þess að sætta ólík sjónarmið í þessu máli, hver sem niðurstaðan verður." Kristín segir kosningarnar snúast um stórar spurningar og hver og einn verði að gera upp við sig hvernig hann vill svara. „Stóru spurningarnar eru þær hvort við viljum halda áfram á þeirri vegferð að niðurgreiða raforku til erlendra álframleiðanda í stað þess að efla íslensk útflutningsfyrirtæki. Það er alveg ljóst að Landsvirkjun er rekin með óviðunandi arðsemi og það þýðir, þegar öllu er á botninn hvolft, að íslenskir skattborgarar eru að niðurgreiða rafmagn til þessarar stóriðju." Álverskosningar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Kristín Pétursdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander bankans í London, segir Samtök atvinnulífsins beita sér af of miklum mætti fyrir stækkun álvers Alcan í Straumsvík á kostnað annarra fyrirtækja. „Mér finnst það ómálefnalegt og í raun með ólíkindum að SA, sem eru samtök allra atvinnuvega á Íslandi, skuli mæla með því að ráðist verði í virkjanaframkvæmdir og frekari uppbyggingu stóriðju með tilheyrandi ruðningsáhrifum sem hafa ótvíræð slæm áhrif fyrir önnur útflutningsfyrirtæki í landinu, þar eru meðal annars hátækni- og vaxtafyrirtæki." Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir SA fyrst og fremst beita sér fyrir því að staðreyndir verði lagðar á borðið og málið rætt út frá þeim. „Við höfum lagt mat á afleidd áhrif þess ef af stækkun álversins verður og það er okkar mat að hún leiði af sér fjölda nýrra starfa og skapi þar með mikilvæg verðmæti. Við höfum einbeitt okkur að því að afla upplýsinga og leggja þær á borðið svo hægt sé að ræða um þessi málefni með skynsömum hætti. Þetta virðist vera mikið tilfinningamál fyrir suma en ég tel að það sé skynsamlegast að reyna að stuðla að upplýstri umræðu um þessi mál og það er það sem við höfum verið að gera, bæði með faglegri upplýsingaöflun og umræðufundum." Hannes G. Sigurðsson segir kosningarnar ólíklegar til þess að skapa sátt. MYND/GVA Hannes segir kosningar eins og þær sem fara fram í Hafnarfirði ekki vera til þess fallnar að skapa sátt. „Ég hygg að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem íbúar í sveitarfélagi greiða atkvæði um stækkun fyrirtækis. Með þessum hætti er verið að koma fyrirtæki í aðstæður sem það hefur ekki lent í áður, það er að fara út í kosningabaráttu um framtíðaráform sín. Fyrirtækið getur ekkert annað gert en að taka þátt í baráttunni og ég efast um að þessi kosning verði til þess að sætta ólík sjónarmið í þessu máli, hver sem niðurstaðan verður." Kristín segir kosningarnar snúast um stórar spurningar og hver og einn verði að gera upp við sig hvernig hann vill svara. „Stóru spurningarnar eru þær hvort við viljum halda áfram á þeirri vegferð að niðurgreiða raforku til erlendra álframleiðanda í stað þess að efla íslensk útflutningsfyrirtæki. Það er alveg ljóst að Landsvirkjun er rekin með óviðunandi arðsemi og það þýðir, þegar öllu er á botninn hvolft, að íslenskir skattborgarar eru að niðurgreiða rafmagn til þessarar stóriðju."
Álverskosningar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira