Fjárveitingarheimild úr draumi 5. apríl 2007 05:00 Jón Kristjánsson hefur nú hlaupið undir bagga með Siv Friðleifsdóttur. Hann viðurkenndi í Fréttablaðinu á þriðjudag að hafa veitt Óperukórnum styrk uppá hálfa milljón úr Framkvæmdasjóði aldraða – samkvæmt dularfullri munnlegri heimild sem ráðherra heilbrigðismála hefði til að veita „smástyrki“ úr sjóðnum. Í sjóðinn greiðum við flest 6314 krónur á ári með nefskatti- og höldum að það fé sé notað til að byggja yfir afa okkar og ömmur, foreldra okkar og að lokum okkur sjálf – og öll önnur gamalmenni nú og síðar. Jón segist hafa fengið ósk frá Óperukórnum um að ráðuneytið keypti 133 aðgöngumiða fyrir 266 þúsund krónur. Hann hafi orðið nokkuð hvumsa sem heilbrigðisráðherra en ákveðið að styrkja gott málefni – um helmingi meira fé, 500 þúsund! – úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Til að möndla þetta með sjóðinn hafi hann beðið um sex óperukórstónleika á öldrunarstofnunum. Söngur á öldrunarstofnunum var tylliástæða ráðherrans til gera vel við kórinn, sem er út af fyrirsig lofsvert. Því miður kemur óperukórsöngurinn heilbrigðisráðherranum ekkert við sem slíkum – hvað þá Framkvæmdasjóði aldraðra. Merkustu upplýsingarnar sem fram koma hjá Jóni eru þó þær að hann hafi haft einhverskonar munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum: „Á mínum tíma var talað um heimild um smástyrki sem ráðherra hefði til ráðstöfunar í samráði við stjórn sjóðsins í þágu aldraðra.“ Ha? „var talað um“ ?? Heimild án stoðar í lögum eða reglugerð? Hér viljum við fá að heyra meira. Var ekki Ólafur Ólafsson hjá Eldri borgurum að biðjast afsökunar á að hafa gefið í skyn að Siv ráðherra hefði brotið lög? Svo kemur Jón fyrrverandi ráðherra og segist hafa haft munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum? Hver gaf honum þá heimild? Ráðuneytisstjórinn? Formaður sjóðstjórnarinnar? Aðstoðarmaðurinn? Eða fékk ráðherrann kannski heimildina í draumi? Og síðast en ekki síst: Var það sama munnlega heimildin sem Siv Friðleifsdóttir nýtti sér til að láta Framkvæmdasjóð aldraðra borga bæklinginn „Nýja sýn – nýjar áherslur“ um „sýn mína á málaflokkinn sem hér er kynnt“? Er það samkvæmt vitrun að ofan sem skattborgarar eru látnir borga fyrir pólitískan áróður Framsóknarflokksins úr Framkvæmdasjóði aldraðra? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Jón Kristjánsson hefur nú hlaupið undir bagga með Siv Friðleifsdóttur. Hann viðurkenndi í Fréttablaðinu á þriðjudag að hafa veitt Óperukórnum styrk uppá hálfa milljón úr Framkvæmdasjóði aldraða – samkvæmt dularfullri munnlegri heimild sem ráðherra heilbrigðismála hefði til að veita „smástyrki“ úr sjóðnum. Í sjóðinn greiðum við flest 6314 krónur á ári með nefskatti- og höldum að það fé sé notað til að byggja yfir afa okkar og ömmur, foreldra okkar og að lokum okkur sjálf – og öll önnur gamalmenni nú og síðar. Jón segist hafa fengið ósk frá Óperukórnum um að ráðuneytið keypti 133 aðgöngumiða fyrir 266 þúsund krónur. Hann hafi orðið nokkuð hvumsa sem heilbrigðisráðherra en ákveðið að styrkja gott málefni – um helmingi meira fé, 500 þúsund! – úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Til að möndla þetta með sjóðinn hafi hann beðið um sex óperukórstónleika á öldrunarstofnunum. Söngur á öldrunarstofnunum var tylliástæða ráðherrans til gera vel við kórinn, sem er út af fyrirsig lofsvert. Því miður kemur óperukórsöngurinn heilbrigðisráðherranum ekkert við sem slíkum – hvað þá Framkvæmdasjóði aldraðra. Merkustu upplýsingarnar sem fram koma hjá Jóni eru þó þær að hann hafi haft einhverskonar munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum: „Á mínum tíma var talað um heimild um smástyrki sem ráðherra hefði til ráðstöfunar í samráði við stjórn sjóðsins í þágu aldraðra.“ Ha? „var talað um“ ?? Heimild án stoðar í lögum eða reglugerð? Hér viljum við fá að heyra meira. Var ekki Ólafur Ólafsson hjá Eldri borgurum að biðjast afsökunar á að hafa gefið í skyn að Siv ráðherra hefði brotið lög? Svo kemur Jón fyrrverandi ráðherra og segist hafa haft munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum? Hver gaf honum þá heimild? Ráðuneytisstjórinn? Formaður sjóðstjórnarinnar? Aðstoðarmaðurinn? Eða fékk ráðherrann kannski heimildina í draumi? Og síðast en ekki síst: Var það sama munnlega heimildin sem Siv Friðleifsdóttir nýtti sér til að láta Framkvæmdasjóð aldraðra borga bæklinginn „Nýja sýn – nýjar áherslur“ um „sýn mína á málaflokkinn sem hér er kynnt“? Er það samkvæmt vitrun að ofan sem skattborgarar eru látnir borga fyrir pólitískan áróður Framsóknarflokksins úr Framkvæmdasjóði aldraðra? Höfundur er alþingismaður.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun