Milljón krónur á fjölskyldu Kristinn H. Gunnarsson skrifar 10. apríl 2007 05:00 Fréttablaðið sagði nýlega frá rannsóknum Þóru Helgadóttur, hagfræðings í greiningardeild Kaupþings. Niðurstaða hennar var að verðbólgan á síðasta ári hefði orðið 7% í stað 8,5% vegna þess að útlendingar fengust til starfa eftir þörfum í hinni miklu þenslu sem var í hagkerfinu. Taldi Þóra að venjulegt heimili hefði sparað um 300 þús. kr. í lægri útgjöldum sem væri þá ávinningur landsmanna. Kenning hennar er að nægt framboð af vinnuafli hafi haldið aftur af hækkun launa. Þess vegna varð lægri verðbólga þrátt fyrir þensluna í efnahagslífinu. Séstaka athygli mína vekur að Þóra Helgadóttir segir að greina megi vísbendingar í þá veru að erlent vinnuafl sé að þiggja lægri laun en innlent og bendir á að launakostnaður í byggingariðnaði og mannvirkjagerð hafi lækkað á árinu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands öfugt við þróunina í öðrum greinum, en það séu einmitt þau störf sem erlent vinnuafl hefur að mestu fyllt. Þóra upplýsir að gögn bæði frá Svíþjóð og Bretlandi sýni fram á að tekjur innflytjenda séu almennt lægri en innlendra aðila. Þessi þróun, sýnist mér, getur ekki leitt annað af sér en stéttskipt þjóðfélag þar sem útlendingar hafa lægri tekjur og innlendir nota þá til þess að lækka útgjöld sín. En það er önnur hlið á peningnum. Verðbólgan varð 7% í stað 2,5% sem að var stefnt. Aðgangur að erlendu vinnuafli eftir þörfum gerði það að verkum að stjórnvöld og einkaaðilar gátu hrint í framkvæmt öllum þeim framkvæmdum sem hugurinn girnt-ist. Ef skort hefði vinnufúsar hendur hefði orðið að fresta eða seinka verulegum framkvæmdum, þar með minni þensla, þar með minni verðbólga. Miðað við útreikninga Þóru hefði ávinningur meðalheimilisins af minni þenslu og aðeins 2,5% verðbólgu því líklega numið um 1 milljón króna. Almenningur greiðir kostnaðinn af þenslunni. Því gleymdu Fréttablaðið og Kaupþing að segja frá. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið sagði nýlega frá rannsóknum Þóru Helgadóttur, hagfræðings í greiningardeild Kaupþings. Niðurstaða hennar var að verðbólgan á síðasta ári hefði orðið 7% í stað 8,5% vegna þess að útlendingar fengust til starfa eftir þörfum í hinni miklu þenslu sem var í hagkerfinu. Taldi Þóra að venjulegt heimili hefði sparað um 300 þús. kr. í lægri útgjöldum sem væri þá ávinningur landsmanna. Kenning hennar er að nægt framboð af vinnuafli hafi haldið aftur af hækkun launa. Þess vegna varð lægri verðbólga þrátt fyrir þensluna í efnahagslífinu. Séstaka athygli mína vekur að Þóra Helgadóttir segir að greina megi vísbendingar í þá veru að erlent vinnuafl sé að þiggja lægri laun en innlent og bendir á að launakostnaður í byggingariðnaði og mannvirkjagerð hafi lækkað á árinu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands öfugt við þróunina í öðrum greinum, en það séu einmitt þau störf sem erlent vinnuafl hefur að mestu fyllt. Þóra upplýsir að gögn bæði frá Svíþjóð og Bretlandi sýni fram á að tekjur innflytjenda séu almennt lægri en innlendra aðila. Þessi þróun, sýnist mér, getur ekki leitt annað af sér en stéttskipt þjóðfélag þar sem útlendingar hafa lægri tekjur og innlendir nota þá til þess að lækka útgjöld sín. En það er önnur hlið á peningnum. Verðbólgan varð 7% í stað 2,5% sem að var stefnt. Aðgangur að erlendu vinnuafli eftir þörfum gerði það að verkum að stjórnvöld og einkaaðilar gátu hrint í framkvæmt öllum þeim framkvæmdum sem hugurinn girnt-ist. Ef skort hefði vinnufúsar hendur hefði orðið að fresta eða seinka verulegum framkvæmdum, þar með minni þensla, þar með minni verðbólga. Miðað við útreikninga Þóru hefði ávinningur meðalheimilisins af minni þenslu og aðeins 2,5% verðbólgu því líklega numið um 1 milljón króna. Almenningur greiðir kostnaðinn af þenslunni. Því gleymdu Fréttablaðið og Kaupþing að segja frá. Höfundur er alþingismaður.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun