Hluti af stefnu ASÍ í alþjóðaviðskiptum 20. apríl 2007 05:00 Hnattvæðingin hefur leitt til keppni um hver getur framleitt best og ódýrast og í kjölfarið mikillar hörku í alþjóðlegri samkeppni með tilheyrandi flutningi starfa milli landa og heimshluta. Stéttarfélögin verða því að undirbúa og styrkja íslenskt launafólk og íslenskt samfélag til þess að takast á við breyttar aðstæður og krefjandi framtíð. Við getum ekki látið okkur nægja stefnu sem aðeins tekur afstöðu til aðstæðna hér innanlands, því hagsmunir launafólks eru og hafa ætíð verið alþjóðlegir. ASÍ hefur því sett fram stefnu undir yfirskriftinni „Ábyrg og réttlát hnattvæðing“. Ábyrg og réttlát hnattvæðing hafnar samkeppni um hver geti boðið lökust kjör og lélegustu aðstæður fyrir launafólk. Stefna okkar í alþjóðamálum gerir því kröfu um skýrar og strangar alþjóðlegar reglur um virðingu fyrir réttindum launafólks og gagnsæi í ákvörðunum fyrirtækja og fjárfesta. Þessi réttindi eru forsenda þess að íslenskt atvinnulíf verði ekki neytt til samkeppni við fyrirtæki sem banna starfsemi stéttarfélaga, nota barnaþræla eða bjóða starfsmönnum önnur óásættanleg starfsskilyrði. ASÍ telur því að stefna stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum eigi að fela í sér skilyrðislausa kröfu um að virðing fyrir lágmarksréttindum launafólks verði hluti af grundvallarreglum Heimsviðskiptastofnunarinnar. Traust og sterk réttindi launafólks munu þannig samhliða auknu viðskiptafrelsi vera það vogarafl, sem tryggt getur milljónum launamanna víða um heim mun betri skilyrði og treyst um leið þau skilyrði sem við búum við hér á landi. Það er óásættanlegt að ríkjum sem ekki viðurkenna grundvallarréttindi launafólks heima fyrir verði gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun. ASÍ telur þess vegna að stjórnvöld eigi í viðræðum um fríverslunarsamning við Kína að gera það að skilyrði að Kína uppfylli þegar í stað kröfur grundvallarsamþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það á m.a. við um réttinn til að stofna og ganga í stéttarfélög, réttinn til að gera kjarasamninga og réttinn til að boða verkfall til að fylja eftir kröfum sínum. Það er einnig mikilvægt að stefna í alþjóðaviðskiptum geri kröfu til þess að fyrirtæki og fjárfestar upplýsi hvernig tekið er tillit til umhverfis- og félagslegra þátta. Slíkt gegnsæi er nauðsynlegt á heimsvísu því annars hafa neytendur ekki möguleika á því að hafna vörum sem framleiddar eru við óviðunandi aðstæður launafólks og í skjóli mannréttindabrota. Einnig verður aðstoð okkar við þróunarlöndin að vera virk og umfangsmikil til þess að auðvelda fátækum þjóðum að komast til álna. ASÍ telur að fylgja beri þróunarverkefnum okkar eftir með virkri aðstoð og ráðgjöf við að koma upp lýðræðislegum stéttarfélögum og neti trúnaðarmanna líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum. Ef heildstætt samhengi á að vera í stefnu okkar varðandi hnattvæðinguna er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir alþjóðlegri ábyrgð okkar á þróun hennar. Aðeins þannig getum við lagt eitthvað af mörkum til þess að tryggja að hnattvæðingin skapi öllum tækifæri til betra lífs. Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. Það er hins vegar óviðunandi að löndum eins og Kína, sem ekki viðurkenna lágmarksmannréttindi heima fyrir, sé gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Sjá meira
Hnattvæðingin hefur leitt til keppni um hver getur framleitt best og ódýrast og í kjölfarið mikillar hörku í alþjóðlegri samkeppni með tilheyrandi flutningi starfa milli landa og heimshluta. Stéttarfélögin verða því að undirbúa og styrkja íslenskt launafólk og íslenskt samfélag til þess að takast á við breyttar aðstæður og krefjandi framtíð. Við getum ekki látið okkur nægja stefnu sem aðeins tekur afstöðu til aðstæðna hér innanlands, því hagsmunir launafólks eru og hafa ætíð verið alþjóðlegir. ASÍ hefur því sett fram stefnu undir yfirskriftinni „Ábyrg og réttlát hnattvæðing“. Ábyrg og réttlát hnattvæðing hafnar samkeppni um hver geti boðið lökust kjör og lélegustu aðstæður fyrir launafólk. Stefna okkar í alþjóðamálum gerir því kröfu um skýrar og strangar alþjóðlegar reglur um virðingu fyrir réttindum launafólks og gagnsæi í ákvörðunum fyrirtækja og fjárfesta. Þessi réttindi eru forsenda þess að íslenskt atvinnulíf verði ekki neytt til samkeppni við fyrirtæki sem banna starfsemi stéttarfélaga, nota barnaþræla eða bjóða starfsmönnum önnur óásættanleg starfsskilyrði. ASÍ telur því að stefna stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum eigi að fela í sér skilyrðislausa kröfu um að virðing fyrir lágmarksréttindum launafólks verði hluti af grundvallarreglum Heimsviðskiptastofnunarinnar. Traust og sterk réttindi launafólks munu þannig samhliða auknu viðskiptafrelsi vera það vogarafl, sem tryggt getur milljónum launamanna víða um heim mun betri skilyrði og treyst um leið þau skilyrði sem við búum við hér á landi. Það er óásættanlegt að ríkjum sem ekki viðurkenna grundvallarréttindi launafólks heima fyrir verði gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun. ASÍ telur þess vegna að stjórnvöld eigi í viðræðum um fríverslunarsamning við Kína að gera það að skilyrði að Kína uppfylli þegar í stað kröfur grundvallarsamþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það á m.a. við um réttinn til að stofna og ganga í stéttarfélög, réttinn til að gera kjarasamninga og réttinn til að boða verkfall til að fylja eftir kröfum sínum. Það er einnig mikilvægt að stefna í alþjóðaviðskiptum geri kröfu til þess að fyrirtæki og fjárfestar upplýsi hvernig tekið er tillit til umhverfis- og félagslegra þátta. Slíkt gegnsæi er nauðsynlegt á heimsvísu því annars hafa neytendur ekki möguleika á því að hafna vörum sem framleiddar eru við óviðunandi aðstæður launafólks og í skjóli mannréttindabrota. Einnig verður aðstoð okkar við þróunarlöndin að vera virk og umfangsmikil til þess að auðvelda fátækum þjóðum að komast til álna. ASÍ telur að fylgja beri þróunarverkefnum okkar eftir með virkri aðstoð og ráðgjöf við að koma upp lýðræðislegum stéttarfélögum og neti trúnaðarmanna líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum. Ef heildstætt samhengi á að vera í stefnu okkar varðandi hnattvæðinguna er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir alþjóðlegri ábyrgð okkar á þróun hennar. Aðeins þannig getum við lagt eitthvað af mörkum til þess að tryggja að hnattvæðingin skapi öllum tækifæri til betra lífs. Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. Það er hins vegar óviðunandi að löndum eins og Kína, sem ekki viðurkenna lágmarksmannréttindi heima fyrir, sé gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun