Illugi í glerhúsinu Árni Páll Árnason skrifar 2. maí 2007 00:01 Illugi Gunnarsson skrifar skrýtna grein hér í blaðið á sunnudag og gerir Samfylkingunni upp tvíátta afstöðu til efnahagsmála. Ástæðan er sú að Jón Sigurðsson, fyrrum ráðherra, bendir í nýútkominni skýrslu á tvo lykilþætti sem hafa þarf í huga í efnahagsmálum eftir efnahagsklúður Sjálfstæðisflokksins. Annars vegar er brýn þörf á aðhaldi í ríkisútgjöldum. Ástæða þess er sú að Sjálfstæðisflokkurinn er valdabandalag sérhagsmunahópa og ófær um að forgangsraða í ríkisrekstri á grundvelli almannahagsmuna. Hins vegar er brýn þörf á verulegu átaki í uppbyggingu velferðarþjónustu eftir víðtæka biðlistavæðingu og vanrækslu. Í þessu felst engin þversögn. Samfylkingin hefur sagt skýrt að hún stefni ekki að því að hækka skatta heldur breyta forgangsröðun og hefja fjárfestingu í uppbyggingu grunngerðar samfélagsins eftir því sem svigrúm er til innan núverandi tekjuramma. Ummæli Jóns og áherslur eru því í fullu innbyrðis samræmi. Samfylkingin horfist í augu við staðreyndir og er tilbúin að takast á við uppbyggingu velferðarþjónustunnar, innan þess þrönga ramma sem hagstjórnarklúður íhaldsins hefur skapað. Illugi gleymir hins vegar að geta þess að Sjálfstæðisflokkurinn er eini óábyrgi stjórnarandstöðuflokkurinn fyrir þessar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hleypur frá eigin verkum og lofar nú að bæta úr vanrækslusyndum sem hann ber sjálfur ábyrgð á. Loforðaflóð íhaldsins er metið á allt að 400 milljarða. Í sólskinsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir hallarekstri á ríkissjóði næstu tvö ár. Sjálfstæðisflokkurinn lofar þó skattalækkunum til viðbótar við loforðasukkið. Ég hef spurt Illuga um það hvernig þessi hagstjórn eigi að ganga upp, en engin svör fengið. Flest bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn ætli áfram að vega að grunni velferðarkerfisins með innistæðulausum skattalækkunum og lengja biðlista í hinu sovéska velferðarskömmtunarkerfi, sem flokknum virðist svo kært. Er ekki best að byrja á að taka til í eigin ranni áður en menn fara að segja öðrum til með hofmóðugum hætti? Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Illugi Gunnarsson skrifar skrýtna grein hér í blaðið á sunnudag og gerir Samfylkingunni upp tvíátta afstöðu til efnahagsmála. Ástæðan er sú að Jón Sigurðsson, fyrrum ráðherra, bendir í nýútkominni skýrslu á tvo lykilþætti sem hafa þarf í huga í efnahagsmálum eftir efnahagsklúður Sjálfstæðisflokksins. Annars vegar er brýn þörf á aðhaldi í ríkisútgjöldum. Ástæða þess er sú að Sjálfstæðisflokkurinn er valdabandalag sérhagsmunahópa og ófær um að forgangsraða í ríkisrekstri á grundvelli almannahagsmuna. Hins vegar er brýn þörf á verulegu átaki í uppbyggingu velferðarþjónustu eftir víðtæka biðlistavæðingu og vanrækslu. Í þessu felst engin þversögn. Samfylkingin hefur sagt skýrt að hún stefni ekki að því að hækka skatta heldur breyta forgangsröðun og hefja fjárfestingu í uppbyggingu grunngerðar samfélagsins eftir því sem svigrúm er til innan núverandi tekjuramma. Ummæli Jóns og áherslur eru því í fullu innbyrðis samræmi. Samfylkingin horfist í augu við staðreyndir og er tilbúin að takast á við uppbyggingu velferðarþjónustunnar, innan þess þrönga ramma sem hagstjórnarklúður íhaldsins hefur skapað. Illugi gleymir hins vegar að geta þess að Sjálfstæðisflokkurinn er eini óábyrgi stjórnarandstöðuflokkurinn fyrir þessar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hleypur frá eigin verkum og lofar nú að bæta úr vanrækslusyndum sem hann ber sjálfur ábyrgð á. Loforðaflóð íhaldsins er metið á allt að 400 milljarða. Í sólskinsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir hallarekstri á ríkissjóði næstu tvö ár. Sjálfstæðisflokkurinn lofar þó skattalækkunum til viðbótar við loforðasukkið. Ég hef spurt Illuga um það hvernig þessi hagstjórn eigi að ganga upp, en engin svör fengið. Flest bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn ætli áfram að vega að grunni velferðarkerfisins með innistæðulausum skattalækkunum og lengja biðlista í hinu sovéska velferðarskömmtunarkerfi, sem flokknum virðist svo kært. Er ekki best að byrja á að taka til í eigin ranni áður en menn fara að segja öðrum til með hofmóðugum hætti? Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar